Ágúst: „Það er kannski svona okkar uppskrift“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. mars 2024 20:17 Valskonur eru komnar í úrslitaleik Powerade-bikarsins og fögnuðu vel í kvöld. vísir/Anton Valur mun leika til bikarúrslita kvenna á laugardaginn kemur. Varð það ljóst eftir öruggan sigur gegn ÍR í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 21-29 þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst með níu mörk. Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum. Powerade-bikarinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum.
Powerade-bikarinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik