Langar að breyta senunni og koma inn með jákvæðnina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2024 13:38 Daníel Dagur Hermannsson skaust upp í fyrsta sæti á Spotify í síðustu viku með nýtt lag. Vísir/Vilhelm „Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til að segja pabba að ég væri kominn í fyrsta sæti,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel. Daníel er sautján ára gamall og stefnir langt í tónlistarbransanum en lagið hans SWAGGED OUT skaust á toppinn á streymisveitunni Spotify í síðustu viku. Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. „Lagið kom út 29. febrúar og fór á toppinn 24 tímum síðar,“ segir Daníel og bætir við að síðustu dagar hafi verið mjög svo viðburðaríkir. „Ég er búin að vera að gera tónlist í fimm ár en ég myndi segja að þetta lag sé fyrsta svona alvöru dæmið. Þetta er fyrsti síngúll sem ég gef út af væntanlegri plötu sem heitir 4jórir og kemur út fyrir sumarið. Hér má hlusta á lagið SWAGGED OUT: Klippa: Danjel - SWAGGED OUT „Byrjaði að rúlla eftir að það kviknaði í Skeifunni“ Lagið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok áður en það kom út. Daníel segist ekki hafa planað þetta mikið heldur meira fylgt flæðinu. „Þetta er stórt og grípandi lag en ég vissi ekki hversu hratt þetta myndi gerast. Ef ég hefði ekki verið á réttum stað á réttum tíma þá hefði þetta ekki virkað. Ég byrjaði nokkrum vikum áður að tísa laginu og það var eiginlega bara þegar það kviknaði í Skeifunni sem þetta byrjaði að rúlla. Í textanum syng ég meðal annars: Ég er með hópnum uppi í Skeifunni. Við vorum einmitt að keyra fram hjá Skeifunni þegar það kviknar í og ég tók upp myndband. Þetta var eiginlega fullkomið tækifæri sem vakti mjög fljótt athygli.“ @ekkidanjel original sound - danjel Draumur frá tólf ára aldri Tónlistin hefur lengi heillað Daníel sem langar að fara inn í bransann af fullum krafti. „Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan að ég var tólf ára. Ég er sautján ára núna, ég veit að ég er ungur en ég er samt nú þegar búinn að vera í fimm ár í tónlistarbransanum. Mig langar líka ekki að setja fókusinn á aldurinn minn og vil ekki heyra: Þetta er gott, miðað við að hann sé sautján ára.“ Daníel tók sér pásu í eina önn úr skóla fyrir ári og ákvað að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. „Mig langaði að vinna að því að gera góða tónlist sem virkaði. Ég sagði fyrst alltaf að markaðssetningin mín væri ekki nógu góð en aðalmálið var að ég var ekki sáttur með tónlistina sem ég var að gera. Ég er því búinn að vera mjög lengi á bak við tjöldin að æfa mig í að verða betri. Mér finnst tónlistin verða að tala sínu frekar en að markaðssetningin sé eitthvað klikkuð. Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú. Ég vildi alls ekki verða að einhverri TikTok stjörnu heldur vil ég bara geta notað platformið þar fyrir tónlistina mína.“ Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú hjá Daníel. Vísir/Vilhelm Gat ekki beðið eftir að segja pabba Aðspurður hvernig tilfinningin hafi verið að ná toppnum á Spotify svarar Daníel: „Þetta var mjög skemmtilegt. Það er búið að vera svo mikið í gangi og ég hef aldrei verið jafn upptekinn en ég var að gista með vinum mínum á fimmtudaginn og vakna svo á föstudagsmorgun við að Ólafur Jóhann, sem er mjög vinsæll á TikTok, sendir mér skilaboð og segir: Til hamingju. Ég fór beint inn á Spotify og sá að ég var kominn í fyrsta sætið. Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til þess að fara og segja pabba. Ég stóð upp og hljóp til hans með bros á vör og endurtók bara: Ég er í fyrsta sætið! Hann var mjög stoltur,“ segir Daníel brosandi. Daníel stefnir langt í tónlistinni.Aðsend Þykir of vænt um íslensku tunguna til að syngja á ensku Ásamt tónlistinni stundar Daníel nám á nýsköpunar-og hönnunarbraut við Tækniskólann. „Það hefur þó verið mjög erfitt að einblína á námið síðustu vikur.“ Hann stefnir langt í tónlistarheiminum og segist ætla að gera út heilmikið af lögum. „Mig langar líka að breyta senunni aðeins, koma með fjölbreytnina inn og gera þetta spennandi. Það er allt á uppleið núna í tónlistarsenunni eftir Covid og svona. Textalega séð langar mig líka að koma inn með jákvæðnina. Það er mikið af neikvæðri tónlist í gangi núna sem er góð en það vantar fjölbreytnina.“ @ekkidanjel Eru ekki allir jákvæðnir #positivevibes #swaggedout #fyrirþig SWAGGED OUT - danjel Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að stefna á erlendan markað svarar hann: „Það væri þá eftir að ég væri búinn að taka yfir Ísland. En ég veit ekki hvort ég hafi áhuga vegna þess að þá þyrfti ég að skipta yfir í enskuna. Mér þykir allt of vænt um tungumálið okkar til að gera það.“ Daníel þykir vænt um íslenska tungu og vill helst flytja tónlist sína á íslensku. Aðsend Hér má hlusta á Danjel á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. „Lagið kom út 29. febrúar og fór á toppinn 24 tímum síðar,“ segir Daníel og bætir við að síðustu dagar hafi verið mjög svo viðburðaríkir. „Ég er búin að vera að gera tónlist í fimm ár en ég myndi segja að þetta lag sé fyrsta svona alvöru dæmið. Þetta er fyrsti síngúll sem ég gef út af væntanlegri plötu sem heitir 4jórir og kemur út fyrir sumarið. Hér má hlusta á lagið SWAGGED OUT: Klippa: Danjel - SWAGGED OUT „Byrjaði að rúlla eftir að það kviknaði í Skeifunni“ Lagið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok áður en það kom út. Daníel segist ekki hafa planað þetta mikið heldur meira fylgt flæðinu. „Þetta er stórt og grípandi lag en ég vissi ekki hversu hratt þetta myndi gerast. Ef ég hefði ekki verið á réttum stað á réttum tíma þá hefði þetta ekki virkað. Ég byrjaði nokkrum vikum áður að tísa laginu og það var eiginlega bara þegar það kviknaði í Skeifunni sem þetta byrjaði að rúlla. Í textanum syng ég meðal annars: Ég er með hópnum uppi í Skeifunni. Við vorum einmitt að keyra fram hjá Skeifunni þegar það kviknar í og ég tók upp myndband. Þetta var eiginlega fullkomið tækifæri sem vakti mjög fljótt athygli.“ @ekkidanjel original sound - danjel Draumur frá tólf ára aldri Tónlistin hefur lengi heillað Daníel sem langar að fara inn í bransann af fullum krafti. „Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan að ég var tólf ára. Ég er sautján ára núna, ég veit að ég er ungur en ég er samt nú þegar búinn að vera í fimm ár í tónlistarbransanum. Mig langar líka ekki að setja fókusinn á aldurinn minn og vil ekki heyra: Þetta er gott, miðað við að hann sé sautján ára.“ Daníel tók sér pásu í eina önn úr skóla fyrir ári og ákvað að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. „Mig langaði að vinna að því að gera góða tónlist sem virkaði. Ég sagði fyrst alltaf að markaðssetningin mín væri ekki nógu góð en aðalmálið var að ég var ekki sáttur með tónlistina sem ég var að gera. Ég er því búinn að vera mjög lengi á bak við tjöldin að æfa mig í að verða betri. Mér finnst tónlistin verða að tala sínu frekar en að markaðssetningin sé eitthvað klikkuð. Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú. Ég vildi alls ekki verða að einhverri TikTok stjörnu heldur vil ég bara geta notað platformið þar fyrir tónlistina mína.“ Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú hjá Daníel. Vísir/Vilhelm Gat ekki beðið eftir að segja pabba Aðspurður hvernig tilfinningin hafi verið að ná toppnum á Spotify svarar Daníel: „Þetta var mjög skemmtilegt. Það er búið að vera svo mikið í gangi og ég hef aldrei verið jafn upptekinn en ég var að gista með vinum mínum á fimmtudaginn og vakna svo á föstudagsmorgun við að Ólafur Jóhann, sem er mjög vinsæll á TikTok, sendir mér skilaboð og segir: Til hamingju. Ég fór beint inn á Spotify og sá að ég var kominn í fyrsta sætið. Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til þess að fara og segja pabba. Ég stóð upp og hljóp til hans með bros á vör og endurtók bara: Ég er í fyrsta sætið! Hann var mjög stoltur,“ segir Daníel brosandi. Daníel stefnir langt í tónlistinni.Aðsend Þykir of vænt um íslensku tunguna til að syngja á ensku Ásamt tónlistinni stundar Daníel nám á nýsköpunar-og hönnunarbraut við Tækniskólann. „Það hefur þó verið mjög erfitt að einblína á námið síðustu vikur.“ Hann stefnir langt í tónlistarheiminum og segist ætla að gera út heilmikið af lögum. „Mig langar líka að breyta senunni aðeins, koma með fjölbreytnina inn og gera þetta spennandi. Það er allt á uppleið núna í tónlistarsenunni eftir Covid og svona. Textalega séð langar mig líka að koma inn með jákvæðnina. Það er mikið af neikvæðri tónlist í gangi núna sem er góð en það vantar fjölbreytnina.“ @ekkidanjel Eru ekki allir jákvæðnir #positivevibes #swaggedout #fyrirþig SWAGGED OUT - danjel Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að stefna á erlendan markað svarar hann: „Það væri þá eftir að ég væri búinn að taka yfir Ísland. En ég veit ekki hvort ég hafi áhuga vegna þess að þá þyrfti ég að skipta yfir í enskuna. Mér þykir allt of vænt um tungumálið okkar til að gera það.“ Daníel þykir vænt um íslenska tungu og vill helst flytja tónlist sína á íslensku. Aðsend Hér má hlusta á Danjel á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira