Hefur rætt við umhverfisráðherra um umdeilda rafrettureglugerð Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 13:00 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir. Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum. Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum.
Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira