„Þetta er óþarfa tjón“ Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 13:16 Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Bylgjan Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira