Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 07:30 Viggó Kristjánsson er búinn að standa sig vel á Evrópumótinu en fram undan er afar mikilvægur lokaleikur við Austurríki. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik