Umfjöllun: Króatía - Ísland 30-35 | Sterkur sigur án lykilmanna gegn Króatíu Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 16:00 Fagnað dátt í lok leiks vísir / vilhelm Íslenska landsliðið vann Króatíu með fimm marka mun í milliriðli 1 á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði sér sinn fyrsta sigur í milliriðlinum. Ísland var án tveggja lykilmanna en Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason misstu af leiknum í dag vegna veikinda. Þriðji liðsfélaginn úr Magdeburg fór svo meiddur af velli í upphafi leiks. Þetta var tólfti leikur þjóðanna og í fyrsta skipti sem Ísland vinnur. Ísland hafði áður tapað tíu leikjum og einu sinni náð jafntefli. Íslenska liðið fór hratt af stað með snöggu gegnumbroti hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og þrumuskotum Viggós Kristjánssonar og Arons Pálmarssonar. Króatar svöruðu vel með því að hægja á leiknum, stilltu upp og spiluðu boltanum vel milli sín. Matej Mandic átti svo fyrstu markvörslu leiksins á 5. mínútu og Króatar komust 5-3 yfir eftir hraðaupphlaup. Tveggja marka forysta sem breyttist fljótt í fjögur eftir tvö misheppnuð skot Viggós í röð. Það var sama portúgalska dómarateymi sem dæmdi leikinn í dag og dæmdi fyrsta leik Íslands gegn Serbíu. Þar fékk Elliði Snær Viðarsson rautt spjald fyrir kjaftshögg, í þetta skiptið var það Ýmir Örn Gíslason sem var sendur af velli á 10. mínútu.VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir byrjaði leikinn af krafti og skoraði 3 af fyrstu 7 mörkum Íslands, hann haltraði svo sárkvalinn af velli skömmu eftir að Ýmir fékk rauða spjaldið. Tveir lykilmenn til viðbótar farnir af velli strax í upphafi leiks. VÍSIR/VILHELM Ísland spilaði vel þrátt fyrir það, kom boltanum tvisvar út í horn á Bjarka Má Elísson og Aron skaut svo góðu gólfskoti til að minnka muninn í eitt mark, Króatar tóku í kjölfarið leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Luka Cindric tapaði boltanum í sókninni sem þjálfarinn teiknaði upp og Viggó Kristjánsson jafnaði leikinn 11-11 í fyrsta sinn síðan 3-3. Aron spilaði vel og Ísland náði mest upp tveggja marka forystu, 13-15, en Krótarar svöruðu með fimm mörkum í röð áður en Ísland kom marki að á síðustu sekúndu hálfleiksins, staðan 18-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði sex mörk. VÍSIR/VILHELM Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði annað mark með skoti fyrir aftan bak og jafnaði leikinn 19-19 snemma í seinni hálfleik, það var svo markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem kom Íslandi yfir með skoti yfir allan völlinn í autt mark Króata. Aron skoraði svo sitt sjötta mark með þrumuskoti áður en Króatar kölluðu leikhlé. 🇮🇸 Odinn Thor Rikhardsson 𝗱𝗶𝗱 𝗶𝘁 𝗮𝗴𝗮𝗶𝗻 🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #CROISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/Hihlalm4uf— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Ísland varðist vel og sótti ágætlega, liðin skiptust jafnt á mörkum þar til í stöðunni 25-25 með um fimmtán mínútur eftir, þá hrökk Björgvin í gang og fór að verja vel. Ísland tók í kjölfarið sex marka áhlaup og Króatar áttu ekki afturkvæmt eftir það. Björgvin Páll varði í heildina fimmtán skot, vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson var markahæstur með átta mörk. Hægri hornaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og fyrirliðinn Aron Pálmarsson fylgdu honum eftir með sex mörk. Björgvin Páll átti frábæran leik og varði 12 skotvísir / vilhelm Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. Gangi þetta allt saman upp verður Egyptaland að verða Afríkumeistari, og Ísland kemst þá í undankeppni Ólympíuleikana. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. 22. janúar 2024 17:01 Gísli fer í myndatöku Gísli Þorgeir Kristjánsson varð að fara meiddur af velli eftir um tíu mínútna leik gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 22. janúar 2024 16:39 Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. 22. janúar 2024 12:30
Íslenska landsliðið vann Króatíu með fimm marka mun í milliriðli 1 á EM karla í handbolta. Lokatölur 30-35, eftir jafnan og spennandi leik lengst framan af tók Ísland fram úr undir lok leiks og tryggði sér sinn fyrsta sigur í milliriðlinum. Ísland var án tveggja lykilmanna en Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason misstu af leiknum í dag vegna veikinda. Þriðji liðsfélaginn úr Magdeburg fór svo meiddur af velli í upphafi leiks. Þetta var tólfti leikur þjóðanna og í fyrsta skipti sem Ísland vinnur. Ísland hafði áður tapað tíu leikjum og einu sinni náð jafntefli. Íslenska liðið fór hratt af stað með snöggu gegnumbroti hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og þrumuskotum Viggós Kristjánssonar og Arons Pálmarssonar. Króatar svöruðu vel með því að hægja á leiknum, stilltu upp og spiluðu boltanum vel milli sín. Matej Mandic átti svo fyrstu markvörslu leiksins á 5. mínútu og Króatar komust 5-3 yfir eftir hraðaupphlaup. Tveggja marka forysta sem breyttist fljótt í fjögur eftir tvö misheppnuð skot Viggós í röð. Það var sama portúgalska dómarateymi sem dæmdi leikinn í dag og dæmdi fyrsta leik Íslands gegn Serbíu. Þar fékk Elliði Snær Viðarsson rautt spjald fyrir kjaftshögg, í þetta skiptið var það Ýmir Örn Gíslason sem var sendur af velli á 10. mínútu.VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir byrjaði leikinn af krafti og skoraði 3 af fyrstu 7 mörkum Íslands, hann haltraði svo sárkvalinn af velli skömmu eftir að Ýmir fékk rauða spjaldið. Tveir lykilmenn til viðbótar farnir af velli strax í upphafi leiks. VÍSIR/VILHELM Ísland spilaði vel þrátt fyrir það, kom boltanum tvisvar út í horn á Bjarka Má Elísson og Aron skaut svo góðu gólfskoti til að minnka muninn í eitt mark, Króatar tóku í kjölfarið leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Luka Cindric tapaði boltanum í sókninni sem þjálfarinn teiknaði upp og Viggó Kristjánsson jafnaði leikinn 11-11 í fyrsta sinn síðan 3-3. Aron spilaði vel og Ísland náði mest upp tveggja marka forystu, 13-15, en Krótarar svöruðu með fimm mörkum í röð áður en Ísland kom marki að á síðustu sekúndu hálfleiksins, staðan 18-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði sex mörk. VÍSIR/VILHELM Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði annað mark með skoti fyrir aftan bak og jafnaði leikinn 19-19 snemma í seinni hálfleik, það var svo markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem kom Íslandi yfir með skoti yfir allan völlinn í autt mark Króata. Aron skoraði svo sitt sjötta mark með þrumuskoti áður en Króatar kölluðu leikhlé. 🇮🇸 Odinn Thor Rikhardsson 𝗱𝗶𝗱 𝗶𝘁 𝗮𝗴𝗮𝗶𝗻 🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #CROISL @HSI_Iceland pic.twitter.com/Hihlalm4uf— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Ísland varðist vel og sótti ágætlega, liðin skiptust jafnt á mörkum þar til í stöðunni 25-25 með um fimmtán mínútur eftir, þá hrökk Björgvin í gang og fór að verja vel. Ísland tók í kjölfarið sex marka áhlaup og Króatar áttu ekki afturkvæmt eftir það. Björgvin Páll varði í heildina fimmtán skot, vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson var markahæstur með átta mörk. Hægri hornaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og fyrirliðinn Aron Pálmarsson fylgdu honum eftir með sex mörk. Björgvin Páll átti frábæran leik og varði 12 skotvísir / vilhelm Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. Gangi þetta allt saman upp verður Egyptaland að verða Afríkumeistari, og Ísland kemst þá í undankeppni Ólympíuleikana.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. 22. janúar 2024 17:01 Gísli fer í myndatöku Gísli Þorgeir Kristjánsson varð að fara meiddur af velli eftir um tíu mínútna leik gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 22. janúar 2024 16:39 Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. 22. janúar 2024 12:30
„Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. 22. janúar 2024 17:01
Gísli fer í myndatöku Gísli Þorgeir Kristjánsson varð að fara meiddur af velli eftir um tíu mínútna leik gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 22. janúar 2024 16:39
Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. 22. janúar 2024 12:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik