Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 09:00 Haukur Þrastarson átti eftirminnilega innkomu gegn Frökkum. vísir/vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
„Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00
Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik