Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2024 17:21 Ómar Örn segir að skólayfirvöldum hafi í gær borist ábending um eitt tilvik, þar sem nemandi við skólann seldi níðingi myndir, ekki af sér heldur öðrum. Þetta er nýr veruleiki sem við blasir. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér. Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“ Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“
Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira