VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2024 13:46 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. „Það væri nú ekki fyrsta vantrauststillagan sem ráðherra í minni ríkisstjórn fengi á sig, þær hafa verið að minnsta kosti tvær. Þeir ráðherrar hafa nú staðist þær. Við þurfum bara að sjá hvernig mál þróast þegar þing kemur saman,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi þegar hún var innt eftir viðbrögðum við boðaðri vantrauststillögu á matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis. Katrín bendir á að matvælaráðherra og hennar ráðuneyti séu enn að greina álitið nánar og meta næstu skref. „Og ég held að það sé nú bara rétt að við gefum þeim tíma til þess,“ segir Katrín aðspurð hvort ríkisstjórnin eigi eftir að bregðast frekar við stöðunni með einhverjum hætti. Gerirðu ráð fyrir að allir þingmenn stjórnarflokkana muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögu verði hún lögð fram? „Við höfum ekki rætt þetta en eins og ég sagði að þá hafa nú verið lagðar fram vantrauststillögur á fyrri árum á ráðherra í minni ríkisstjórn; Sigríði Andersen á sínum tíma og Jóni Gunnarssyni og þá tókum við þátt í því að verja þá ráðherra vantrausti. En það er mál sem ég tel eiginlega ekki tímabært að ræða, enda er engin tillaga komin fram.“ Það myndi koma í ljós fyrir atkvæðagreiðslu ef Svandís nyti ekki stuðnings. „Ef við tölum teoretískt um þetta að þá er það almennt ekki svo að vantrauststillögur séu samþykktar í þingsal heldur er það eitthvað sem liggur fyrir fyrir fram og það hefur að sjálfsöðgu áhrif á stjórnarsamstarfið ef ekki er meirihluta stuðningur við ráðherra,“ segir Svandís. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Það væri nú ekki fyrsta vantrauststillagan sem ráðherra í minni ríkisstjórn fengi á sig, þær hafa verið að minnsta kosti tvær. Þeir ráðherrar hafa nú staðist þær. Við þurfum bara að sjá hvernig mál þróast þegar þing kemur saman,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi þegar hún var innt eftir viðbrögðum við boðaðri vantrauststillögu á matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis. Katrín bendir á að matvælaráðherra og hennar ráðuneyti séu enn að greina álitið nánar og meta næstu skref. „Og ég held að það sé nú bara rétt að við gefum þeim tíma til þess,“ segir Katrín aðspurð hvort ríkisstjórnin eigi eftir að bregðast frekar við stöðunni með einhverjum hætti. Gerirðu ráð fyrir að allir þingmenn stjórnarflokkana muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögu verði hún lögð fram? „Við höfum ekki rætt þetta en eins og ég sagði að þá hafa nú verið lagðar fram vantrauststillögur á fyrri árum á ráðherra í minni ríkisstjórn; Sigríði Andersen á sínum tíma og Jóni Gunnarssyni og þá tókum við þátt í því að verja þá ráðherra vantrausti. En það er mál sem ég tel eiginlega ekki tímabært að ræða, enda er engin tillaga komin fram.“ Það myndi koma í ljós fyrir atkvæðagreiðslu ef Svandís nyti ekki stuðnings. „Ef við tölum teoretískt um þetta að þá er það almennt ekki svo að vantrauststillögur séu samþykktar í þingsal heldur er það eitthvað sem liggur fyrir fyrir fram og það hefur að sjálfsöðgu áhrif á stjórnarsamstarfið ef ekki er meirihluta stuðningur við ráðherra,“ segir Svandís.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira