Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 15:10 „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja,“ segir Katrín Oddsdóttir. Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira