Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 11:45 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir. Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir.
Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16
Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49