Óvinnufær eftir árás nemanda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. desember 2023 13:28 Valgerður á tíu ára gamlan son og segir það einna sárast að sjá ástandið koma niður á móðurhlutverkinu. Aðsend Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir var nýbyrjuð að vinna sem iðjuþjálfi í grunnskóla þegar hún varð fyrir árás af hálfu nemanda og slasaðist illa. Afleiðingarnar voru þær að hún varð óvinnufær og datt út af vinnumarkaði. Skall niður á gólfið Valgerður setti snemma stefnuna á iðjuþjálfun. „Eitt af því sem ýtti mér út í það var eldri bróðir minn, sem lést árið 2001 þegar hann var bara sautján ára gamall. Hann var með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn og var bundinn við hjólastól og þurfti því að takast á við allskonar hindranir. Ég ólst líka upp við það að eiga pabba sem veiktist og varð öryrki . Mig langaði fyrst og fremst að starfa við eitthvað þar sem ég gæti hjálpað fólki.“ Valgerður útskrifaðist með BS gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2021 og í kjölfarið fékk hún starf sem iðjuþjálfi í sérdeild Háaleitisskóla á Ásbrú. Hún hafði unnið í Háaleitisskóla í einungis þrjá mánuði þegar fyrrnefnt slys átti sér stað. Einn daginn atvikaðist það að hún var einsömul með einum dreng í sérdeildinni. Umræddur drengur var mikið í umsjá stuðnings en þegar stuðningurinn skrapp frá til að fara í mat var Valgerði falið að vera með honum. Hún segir drenginn áður hafa sýnt árásargjarna hegðun gagnvart henni og hún hafi verið búin að óska eftir því að hafa stuðning með. „Þegar stuðningurinn hans fór þá varð hann mjög reiður. Hann hjólaði í mig og byrjaði að lemja mig og sparka í mig." Valgerður kveðst hafa brugðist við með að taka utan um drenginn aftanfrá. Drengurinn hafi þá brugðist við með að spyrna fast aftur fyrir sig, með þeim afleiðingum að Valgerður skall niður á gólfið og lenti harkalega á mjöðminni. Undanfarin tvö ár hafa verið stöðug þrautaganga hjá Valgerði.Aðsend Sorg, vonleysi og skömm Áður en Valgerður lenti í slysinu var hún tiltölulega heilsuhraust og vel á sig komin líkamlega. Svo virðist sem hún hafi hlotið einshverskonar taugaskemmdir við fallið, sem valda óbærilegum verkjum og mikilli skerðingu á hreyfigetu. Undanfarin tvö ár hefur hún gengið á milli lækna og sérfræðinga en hún hefur enn ekki fengið endanlega greiningu. Valgerður hefur einnig fengið að heyra að mögulega sé um að ræða svokallað miðverkjaheilkenni (CRPS), eða vefjagigt. Undanfarin tvö ár hefur hún verið óvinnufær og þarf aðstoð við hluti sem áður þóttu sjálfsagðir og auðveldir í framkvæmd. Hún styðst við göngustarf og stundum hjólastól. „Það er rosalega erfitt að geta ekki gert hlutina sjálf og ég hef þurft að læra það að biðja um hjálp frá fólki. Dagarnir eru mismunandi, en ég er aldrei verkjalaus. Ég á erfitt með að ganga og beygja mig niður. Ég get ekki setið eða staðið of lengi. Ég get ekki gengið á háum hælum, eða klæðst fötum sem þrengja of mikið að. Ég hef þurft að endurnýja fataskápinn minn. Í dag er ég meira og minna ein yfir daginn og hitti engan nema að ég fari í heimsókn. Þetta er búið að vera mér mjög erfitt þar sem að ég er að eðlisfari mjög virk og mikil félagsvera og hef alltaf verið mjög sjálfstæð. Ég er búin að upplifa sorg, reiði, einmanaleika, vonleysi og skömm." Valgerður á tíu ára gamlan son og segir það einna sárast að sjá ástandið koma niður á móðurhlutverkinu. Hún getur ekki notið þess eins og áður að eiga gæðastundir með stráknum sínum, fara í sund, í fjöruferðir eða út að renna á sleða. „Það er eiginlega það versta við þetta. Mér finnst ég vera að missa af svo miklu.“ Húmorinn hjálpar Í aðsendri grein á Vísi nú dögunum fjallaði Kristín Auðbjörnsdóttir um líðan einstaklinga sem dottið hafa út af vinnumarkaði. Líkt og Kristín bendir á í greininni er vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Valgerður á auðvelt með að tengja við þessa fullyrðingu. „Þegar þér er kippt út af vinnumarkaðnum þá er eiginlega annað hægt en að upplifa sorg. Þú ert að syrgja þennan part af þér. " Hún segir það óneitanlega sérstakt að vera í þessari stöðu. „Ég ætlaði mér að vera að berjast fyrir fólki í minni stöðu en ekki vera í henni sjálf. Ég þakka fyrir það að vera með mína menntun sem iðjuþjálfi því að ég hef þekkingu sem nýtist mér í því að aðlaga umhverfið mitt til þess að auðvelda mér hlutina hérna heimafyrir. Ég bý alltaf að þessari menntun og þessari þekkingu sem ég hef. Það getur enginn tekið það frá mér. Eins og kærastinn minn sagði einu sinni við mig: „Þó þú sért ekki að vinna, þá ertu alltaf iðjuþjálfi.“ Það hefur líka verið lærdómsríkt fyrir mig að vera sett í þessa stöðu og þurfa þar af leiðandi að sjá heiminn í kringum mig með öðrum augum. Maður verður auðmjúkari. Þetta hefur opnað augu mín ennþá meira fyrir ýmsu,“ segir hún og nefnir til að mynda aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða á ýmsum stöðum- eða öllu heldur skort á því. Valgerður hefur lagt sig fram við að nálgast hlutina af æðruleysi.Aðsend Hún nefnir annað verkfæri sem hefur nýst henni vel. „Ég hef alltaf sagt að ég geti allt ef ég er með húmorinn að vopni. Ég hef til dæmis alla tíð gert óspart grín að því hvað ég er lágvaxin. Ég get gert endalaust grín að sjálfri mér og aðstæðunum í kringum mig, og það þarf ekki að þýða að ég sé að gera lítið úr eða afneita hlutunum. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki húmorinn minn og fólkið mitt.“ Í dag er Valgerður á endurhæfingarlífeyri og er á biðlista til að komast í meðferð á Reykjalundi. „Eins og er þá er allt í rosalega mikilli óvissu og ég veit ekkert hvernig framtíðin verður. Ég er ekki enn komin á þann stað að skilgreina mig sem fatlaða eða hreyfihamlaða, eða sem öryrkja. Ég vil ekki fá á mig stimpil, af því að óneitanlega kemur fólk öðruvísi fram við mann.“ Reynir að lifa í núinu Valgerður leitaði á sínum tíma til lögfræðings og um þessar mundir stendur hún í málaferlum við skólann. Hún hyggst fara fram á miskabætur vegna atviksins.Hún telur skólann bera ábyrgð í málinu, þar sem hún hafi sem fyrr segir verið búin að óska eftir því að vera ekki ein að sjá um drenginn. Hún gagnrýnir þó einna helst framkomu skólastjórnenda í kjölfar slyssins. „Það var skráð slysskýrsla í skólanum og en það tók heillangan tíma að tilkynna það til Vinnueftirlitsins. Ég þurfti að reka á eftir því sjálf ásamt stéttarfélaginu mínu. Skólastjórinn sagði að hann hefði ekki vitað að ég væri frá vegna slyssins, og viðurkenndi í raun ekki að um slys væri að ræða." Þegar Valgerður sótti um greiðslu frá ábyrgðartryggingum, og skólinn var inntur eftir svörum, voru svörin þau að Valgerður hefði brugðist rangt við aðstæðunum. Upplifun Valgerðar er sú að henni hafi verið kennt um atvikið og hún hafi verið sökuð um lygar. „Það var vont að fá engan stuðning eða aðhald frá þeim eftir þetta. Mér leið og ég hefði bara verið afskrifuð og skipti engu máli. Það vantar alveg einhver ramma, einhverjar vinnureglur í kringum þetta. Það hafði í raun enginn úr vinnunni samband við mig að fyrrabragði. Það var til dæmis gengið frá dótinu mínu án mín. Ég var ekki látin vita og það vantaði í dótið mitt." Eins og fyrr segir ólst Valgerður upp með bróður sem var mikið fatlaður. „Hann er mín fyrirmynd í lífinu. Hann átti stutta ævi og þurfti að ganga í gegnum ótrúlegt mikið, en það var alveg sama hvað, hann var alltaf hlæjandi og brosandi. Ég lærði svo mikið af honum.“ „Það koma auðvitað stundir þar sem ég dett niður í sjálfsvorkunn en ég reyni að sýna mér mildi. Mér finnst gott að halda mér uptekinni og dreifa huganum. Ég reyni að taka æðruleysið á þetta og reyni að lifa í núinu, eins erfitt og það getur nú verið. Ég reyni líka að minna mig á og halda í vonina að í framtíðinni verði þessi tími lífsreynsla sem ég get nýtt mér til þess að hjálpa öðrum. Og að ég nái að endurheimta heilsuna.“ Félagsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Skall niður á gólfið Valgerður setti snemma stefnuna á iðjuþjálfun. „Eitt af því sem ýtti mér út í það var eldri bróðir minn, sem lést árið 2001 þegar hann var bara sautján ára gamall. Hann var með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn og var bundinn við hjólastól og þurfti því að takast á við allskonar hindranir. Ég ólst líka upp við það að eiga pabba sem veiktist og varð öryrki . Mig langaði fyrst og fremst að starfa við eitthvað þar sem ég gæti hjálpað fólki.“ Valgerður útskrifaðist með BS gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2021 og í kjölfarið fékk hún starf sem iðjuþjálfi í sérdeild Háaleitisskóla á Ásbrú. Hún hafði unnið í Háaleitisskóla í einungis þrjá mánuði þegar fyrrnefnt slys átti sér stað. Einn daginn atvikaðist það að hún var einsömul með einum dreng í sérdeildinni. Umræddur drengur var mikið í umsjá stuðnings en þegar stuðningurinn skrapp frá til að fara í mat var Valgerði falið að vera með honum. Hún segir drenginn áður hafa sýnt árásargjarna hegðun gagnvart henni og hún hafi verið búin að óska eftir því að hafa stuðning með. „Þegar stuðningurinn hans fór þá varð hann mjög reiður. Hann hjólaði í mig og byrjaði að lemja mig og sparka í mig." Valgerður kveðst hafa brugðist við með að taka utan um drenginn aftanfrá. Drengurinn hafi þá brugðist við með að spyrna fast aftur fyrir sig, með þeim afleiðingum að Valgerður skall niður á gólfið og lenti harkalega á mjöðminni. Undanfarin tvö ár hafa verið stöðug þrautaganga hjá Valgerði.Aðsend Sorg, vonleysi og skömm Áður en Valgerður lenti í slysinu var hún tiltölulega heilsuhraust og vel á sig komin líkamlega. Svo virðist sem hún hafi hlotið einshverskonar taugaskemmdir við fallið, sem valda óbærilegum verkjum og mikilli skerðingu á hreyfigetu. Undanfarin tvö ár hefur hún gengið á milli lækna og sérfræðinga en hún hefur enn ekki fengið endanlega greiningu. Valgerður hefur einnig fengið að heyra að mögulega sé um að ræða svokallað miðverkjaheilkenni (CRPS), eða vefjagigt. Undanfarin tvö ár hefur hún verið óvinnufær og þarf aðstoð við hluti sem áður þóttu sjálfsagðir og auðveldir í framkvæmd. Hún styðst við göngustarf og stundum hjólastól. „Það er rosalega erfitt að geta ekki gert hlutina sjálf og ég hef þurft að læra það að biðja um hjálp frá fólki. Dagarnir eru mismunandi, en ég er aldrei verkjalaus. Ég á erfitt með að ganga og beygja mig niður. Ég get ekki setið eða staðið of lengi. Ég get ekki gengið á háum hælum, eða klæðst fötum sem þrengja of mikið að. Ég hef þurft að endurnýja fataskápinn minn. Í dag er ég meira og minna ein yfir daginn og hitti engan nema að ég fari í heimsókn. Þetta er búið að vera mér mjög erfitt þar sem að ég er að eðlisfari mjög virk og mikil félagsvera og hef alltaf verið mjög sjálfstæð. Ég er búin að upplifa sorg, reiði, einmanaleika, vonleysi og skömm." Valgerður á tíu ára gamlan son og segir það einna sárast að sjá ástandið koma niður á móðurhlutverkinu. Hún getur ekki notið þess eins og áður að eiga gæðastundir með stráknum sínum, fara í sund, í fjöruferðir eða út að renna á sleða. „Það er eiginlega það versta við þetta. Mér finnst ég vera að missa af svo miklu.“ Húmorinn hjálpar Í aðsendri grein á Vísi nú dögunum fjallaði Kristín Auðbjörnsdóttir um líðan einstaklinga sem dottið hafa út af vinnumarkaði. Líkt og Kristín bendir á í greininni er vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Valgerður á auðvelt með að tengja við þessa fullyrðingu. „Þegar þér er kippt út af vinnumarkaðnum þá er eiginlega annað hægt en að upplifa sorg. Þú ert að syrgja þennan part af þér. " Hún segir það óneitanlega sérstakt að vera í þessari stöðu. „Ég ætlaði mér að vera að berjast fyrir fólki í minni stöðu en ekki vera í henni sjálf. Ég þakka fyrir það að vera með mína menntun sem iðjuþjálfi því að ég hef þekkingu sem nýtist mér í því að aðlaga umhverfið mitt til þess að auðvelda mér hlutina hérna heimafyrir. Ég bý alltaf að þessari menntun og þessari þekkingu sem ég hef. Það getur enginn tekið það frá mér. Eins og kærastinn minn sagði einu sinni við mig: „Þó þú sért ekki að vinna, þá ertu alltaf iðjuþjálfi.“ Það hefur líka verið lærdómsríkt fyrir mig að vera sett í þessa stöðu og þurfa þar af leiðandi að sjá heiminn í kringum mig með öðrum augum. Maður verður auðmjúkari. Þetta hefur opnað augu mín ennþá meira fyrir ýmsu,“ segir hún og nefnir til að mynda aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða á ýmsum stöðum- eða öllu heldur skort á því. Valgerður hefur lagt sig fram við að nálgast hlutina af æðruleysi.Aðsend Hún nefnir annað verkfæri sem hefur nýst henni vel. „Ég hef alltaf sagt að ég geti allt ef ég er með húmorinn að vopni. Ég hef til dæmis alla tíð gert óspart grín að því hvað ég er lágvaxin. Ég get gert endalaust grín að sjálfri mér og aðstæðunum í kringum mig, og það þarf ekki að þýða að ég sé að gera lítið úr eða afneita hlutunum. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki húmorinn minn og fólkið mitt.“ Í dag er Valgerður á endurhæfingarlífeyri og er á biðlista til að komast í meðferð á Reykjalundi. „Eins og er þá er allt í rosalega mikilli óvissu og ég veit ekkert hvernig framtíðin verður. Ég er ekki enn komin á þann stað að skilgreina mig sem fatlaða eða hreyfihamlaða, eða sem öryrkja. Ég vil ekki fá á mig stimpil, af því að óneitanlega kemur fólk öðruvísi fram við mann.“ Reynir að lifa í núinu Valgerður leitaði á sínum tíma til lögfræðings og um þessar mundir stendur hún í málaferlum við skólann. Hún hyggst fara fram á miskabætur vegna atviksins.Hún telur skólann bera ábyrgð í málinu, þar sem hún hafi sem fyrr segir verið búin að óska eftir því að vera ekki ein að sjá um drenginn. Hún gagnrýnir þó einna helst framkomu skólastjórnenda í kjölfar slyssins. „Það var skráð slysskýrsla í skólanum og en það tók heillangan tíma að tilkynna það til Vinnueftirlitsins. Ég þurfti að reka á eftir því sjálf ásamt stéttarfélaginu mínu. Skólastjórinn sagði að hann hefði ekki vitað að ég væri frá vegna slyssins, og viðurkenndi í raun ekki að um slys væri að ræða." Þegar Valgerður sótti um greiðslu frá ábyrgðartryggingum, og skólinn var inntur eftir svörum, voru svörin þau að Valgerður hefði brugðist rangt við aðstæðunum. Upplifun Valgerðar er sú að henni hafi verið kennt um atvikið og hún hafi verið sökuð um lygar. „Það var vont að fá engan stuðning eða aðhald frá þeim eftir þetta. Mér leið og ég hefði bara verið afskrifuð og skipti engu máli. Það vantar alveg einhver ramma, einhverjar vinnureglur í kringum þetta. Það hafði í raun enginn úr vinnunni samband við mig að fyrrabragði. Það var til dæmis gengið frá dótinu mínu án mín. Ég var ekki látin vita og það vantaði í dótið mitt." Eins og fyrr segir ólst Valgerður upp með bróður sem var mikið fatlaður. „Hann er mín fyrirmynd í lífinu. Hann átti stutta ævi og þurfti að ganga í gegnum ótrúlegt mikið, en það var alveg sama hvað, hann var alltaf hlæjandi og brosandi. Ég lærði svo mikið af honum.“ „Það koma auðvitað stundir þar sem ég dett niður í sjálfsvorkunn en ég reyni að sýna mér mildi. Mér finnst gott að halda mér uptekinni og dreifa huganum. Ég reyni að taka æðruleysið á þetta og reyni að lifa í núinu, eins erfitt og það getur nú verið. Ég reyni líka að minna mig á og halda í vonina að í framtíðinni verði þessi tími lífsreynsla sem ég get nýtt mér til þess að hjálpa öðrum. Og að ég nái að endurheimta heilsuna.“
Félagsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira