Umfjöllun og viðtal: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram Kári Mímisson skrifar 2. desember 2023 20:30 Arnar Smári flýgur í gegnum vörn gestanna. Vísir/Anton Brink Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það er ágætis tengin á milli þessara liða en Roland Valur Eradze fyrrverandi leikmaður Vals og faðir Miriam Eradze leikmanns kvennaliðs Vals var aðstoðarþjálfari HC Motor á síðustu leiktíð. Þá leikur Alexander Peterson, leikmaður Vals, tímabundið með Al Arabi þar sem Gintaras Savukynas þjálfar en hann þjálfaði HC Motor í fyrra ásamt því að hafa spilað og þjálfað hér á Íslandi. Leikurinn fór vel af stað í kvöld en það voru gestirnir frá Úkraínu sem gerðu fyrstu tvö mörk leiksins en Valsmenn voru ekki lengi að svara fyrir það. Framan af leik var mikið jafnræði með liðunum en í stöðunni 5-6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður tók Valur öll völd á vellinum. Liðið skoraði sex mörk í röð á skömmum tíma og kom sér í 11-6. Agnar Smári Jónsson fór mikinn á þessu kafla og skoraði 4 í röð úr jafn mörgum skotum. HC Motor tók þó aðeins við sér og náðu aðeins að rétta hlut sinn áður en flautað var til hálfleiks. Staðan þegar liðin héldu til búningsklefa 16-12 fyrir Val. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en þá gáfu Valsarar aftur í og náði að halda þessu í þremur til fjórum mörkum mest allan seinni hálfleikinn. Undir lokin voru gestirnir orðnir ansi þreyttir og þá tókst liði Vals að gera endanlega út um leikinn. Liðið komst mest sjö mörkum yfir í lokin en gestirnir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. Lokatölur hér á Hlíðarenda því 33-28 fyrir Val sem vinnur því einvígið samanlagt 68-59. Sigrinum fagnað.Vísir/Anton Brink Agnar Smári Jónsson var atkvæðamestur í liði Vals. Hann skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var virkilega flottur í kvöld. Hjá gestunum skoruðu þeir Dmytro Tiutiunnyk og Yaroslav Kotiuk báðir sex mörk úr sjö skotum. Björgvin Páll Gústavsson átti ágætan dag í marki Vals og varði tíu skot (28 prósent) og þá kom Arnar Þór Fylkisson inn í markið undir lokin hjá Val og varð tvö skot (50 prósent). Hjá HC Motor stóð Nazar Chudinov allan tíman í markinu og varði 13 skot (28 prósent), þar af tvö víti. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Valur? Sóknarlega var liðið mun betra í dag og átti á köflum ekki í neinum vandræðum með að opna vörn Úkraínu mannanna. Liðið spilaði mjög vel í dag og gerði þetta ákaflega fagmannlega. Hverjir stóðu upp úr? Agnar Smári Jónsson var frábær í kvöld og honum tókst upp á síns eigin spýtur að skilja liðin af um miðjan fyrri hálfleikinn. Annars var allt Valsliðið mjög flott í dag. Hvað gekk illa? Gestirnir voru oft ansi klaufalegir í sókninni og ég efa að þjálfarinn þeirra sé sáttur með tæknifeilanna sem liðið gerði í dag. Hvað gerist næst? HC Motor er úr leik í Áskorendabikarnum og fer aftur til Úkraínu þar sem liðið situr í efsta sæti deildarinnar. Valur á næst leik á föstudaginn þegar liðið mætir nýliðum Víkings í Olís deildinni. Það verður svo spennandi að sjá hvaða lið býður Vals svo í 16-liða úrslitunum en þau fara fram í febrúar. Valur EHF-bikarinn
Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það er ágætis tengin á milli þessara liða en Roland Valur Eradze fyrrverandi leikmaður Vals og faðir Miriam Eradze leikmanns kvennaliðs Vals var aðstoðarþjálfari HC Motor á síðustu leiktíð. Þá leikur Alexander Peterson, leikmaður Vals, tímabundið með Al Arabi þar sem Gintaras Savukynas þjálfar en hann þjálfaði HC Motor í fyrra ásamt því að hafa spilað og þjálfað hér á Íslandi. Leikurinn fór vel af stað í kvöld en það voru gestirnir frá Úkraínu sem gerðu fyrstu tvö mörk leiksins en Valsmenn voru ekki lengi að svara fyrir það. Framan af leik var mikið jafnræði með liðunum en í stöðunni 5-6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður tók Valur öll völd á vellinum. Liðið skoraði sex mörk í röð á skömmum tíma og kom sér í 11-6. Agnar Smári Jónsson fór mikinn á þessu kafla og skoraði 4 í röð úr jafn mörgum skotum. HC Motor tók þó aðeins við sér og náðu aðeins að rétta hlut sinn áður en flautað var til hálfleiks. Staðan þegar liðin héldu til búningsklefa 16-12 fyrir Val. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en þá gáfu Valsarar aftur í og náði að halda þessu í þremur til fjórum mörkum mest allan seinni hálfleikinn. Undir lokin voru gestirnir orðnir ansi þreyttir og þá tókst liði Vals að gera endanlega út um leikinn. Liðið komst mest sjö mörkum yfir í lokin en gestirnir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. Lokatölur hér á Hlíðarenda því 33-28 fyrir Val sem vinnur því einvígið samanlagt 68-59. Sigrinum fagnað.Vísir/Anton Brink Agnar Smári Jónsson var atkvæðamestur í liði Vals. Hann skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var virkilega flottur í kvöld. Hjá gestunum skoruðu þeir Dmytro Tiutiunnyk og Yaroslav Kotiuk báðir sex mörk úr sjö skotum. Björgvin Páll Gústavsson átti ágætan dag í marki Vals og varði tíu skot (28 prósent) og þá kom Arnar Þór Fylkisson inn í markið undir lokin hjá Val og varð tvö skot (50 prósent). Hjá HC Motor stóð Nazar Chudinov allan tíman í markinu og varði 13 skot (28 prósent), þar af tvö víti. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Valur? Sóknarlega var liðið mun betra í dag og átti á köflum ekki í neinum vandræðum með að opna vörn Úkraínu mannanna. Liðið spilaði mjög vel í dag og gerði þetta ákaflega fagmannlega. Hverjir stóðu upp úr? Agnar Smári Jónsson var frábær í kvöld og honum tókst upp á síns eigin spýtur að skilja liðin af um miðjan fyrri hálfleikinn. Annars var allt Valsliðið mjög flott í dag. Hvað gekk illa? Gestirnir voru oft ansi klaufalegir í sókninni og ég efa að þjálfarinn þeirra sé sáttur með tæknifeilanna sem liðið gerði í dag. Hvað gerist næst? HC Motor er úr leik í Áskorendabikarnum og fer aftur til Úkraínu þar sem liðið situr í efsta sæti deildarinnar. Valur á næst leik á föstudaginn þegar liðið mætir nýliðum Víkings í Olís deildinni. Það verður svo spennandi að sjá hvaða lið býður Vals svo í 16-liða úrslitunum en þau fara fram í febrúar.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik