Umfjöllun og viðtal: KA - FH 27-34 | Öruggur sigur Hafnfirðinga fyrir norðan Árni Gísli Magnússon skrifar 29. nóvember 2023 20:07 vísir/vilhelm Topplið FH gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag þar sem liðið bar sigur úr býtum gegn KA í Olís deild karla í handbolta. FH sýndi styrk sinn og náði góðu forskoti strax í upphafi en KA menn bitu frá sér undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir settu í fimmta gír í þeim seinni og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur. Lokatölur 27-34. Gestirnir byrjuðu leikinn miklu betur og skoruðu sex mörk gegn tveimur frá KA á fyrstu átta mínútum leiksins. Halldór Stefán, þjálfari KA, tók þá leikhlé til að skerpa á leik sinna manna. Leikur heimamanna batnaði lítið og munurinn var áfram fjögur til sex mörk. KA var að fara illa með boltann í sókninni og töpuðu boltanum hvað eftir annað sem gaf FH möguleika á auðveldum mörkum sem Birgir Már Birgisson var manna duglegastur að nýta sér en hann fór hamförum í hálfleiknum og skorað 7 mörk úr jafn mörgum skotum. Eftir 25 mínútna leik var staðan 16-9 fyrir FH en þá fór allt að ganga upp hjá heimamönnum sem skoruðu síðustu 5 mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í 14-16 áður en hálfleiksflautan gall. Nicolai Kristensen hafði skömmu áður komið inn í mark KA og varði fimm mikilvæga bolta á skömmum tíma en félagi hans, Bruno Bernat, hafði einungis varið eitt skot. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks og KA minnkaði muninn í eitt mark, 17-18, en á næstu fimm mínútum kom 5-1 kafli fyrir FH og staðan skyndilega orðin 18-23. Enn voru yfir 20 mínútur eftir en ljóst var að FH ætlaði ekki að hleypa KA aftur inn í leikinn. Einar Bragi Aðalsteinsson og áðurnefndur Birgir Már Birgisson voru illviðráðanlegir og skoruðu 8 mörk hvor. Munurinn varð mest 11 mörk en lokatölur urðu 27-34 FH í vil. Af hverju vann FH? Þeir eru betra lið en KA og sýndu það í dag á öllum sviðum leiksins en KA getur spilað betri vörn og sókn eins og liðið sýndi til að mynda í síðasta leik gegn Val. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi Aðalsteinsson var stórkostlegur í dag og skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og til þess þurfti hann 11 skot. Það hlýtur að styttast í landsliðskallið hjá honum.Birgir Már Birgisson var öryggið uppmálað og skoraði 8 mörk úr 9 skotum í dag en sjö markanna komu í fyrri hálfleik. Hjá KA átti Nicolai Kristensen flotta innkomu í markið og endaði með níu varða bolta sem gerir 34,6% markvörslu.Einar Rafn Eiðsson sá að mestu leyti um markaskorun liðsins með því að setja 11 mörk úr 16 skotum. Hvað gekk illa? KA gekk mjög illa í upphafi leiks sem er dýrt gegn eins sterku liði og FH. Þá var sóknarleikur liðsins stirður nær allan leikinn þar sem liðið þurfti að hafa mikið fyrir mörkum sínum og fóru illa með boltann sem tapaðist í kjölfarið of oft. Hvað gerist næst? KA á heimaleik gegn botnliði Selfoss laugardaginn 9. desember kl. 15:00. FH fer í Mosfellsbæ og mætir Aftureldingu fimmtudaginn 7. desember kl. 19:30. „Þurfum að halda áfram að bæta okkar leik“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag og stigin tvö eftir sigur gegn KA. „Já mjög. Hvernig við mættum og vorum komnir með sjö frekar snemma en KA kom svo sem aftur en bara ánægður með hvernig við mættum aftur út í seinni og fannst við vinna sannfærandi og góðan sigur.“ KA skoraði fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að forysta FH var einungis tvö mörk í hálfleik. Hvað var Sigursteinn ósáttur með á þeim kafla? „Við vorum að klikka á færum og það er bara eitthvað sem gerist í handbolta, þá fórum við aðeins að missa fókus og þá hættum við að spila vörn sem vil við viljum ekki gera, þannig við náðum bara aftur að endurskipuleggja okkur í hálfleik og gerðum þetta bara vel í seinni.“ „Allt sko, en við lendum í vandræðum framan af tímabilinu með varnarleikinn og mér finnst hann verða betri og betri og betri þannig við þurfum bara að halda áfram að sinna okkar vel og bæta okkar leik fyrir leik því mótið er ekki hálfnað“, sagði Sigursteinn aðspurður hvað hann vildi sjá lið sitt bæta sem er á toppnum eftir ellefu leiki sem þýðir vissulega að mótið er hálfnað hjá FH. FH keyrði miskunnarlaust hraða miðju í leiknum og spiluðu almennt hraðan bolta. Er þetta eitthvað sem liðið hefur lagt mikið í? „Já við æfum þetta vel eins og svo sem marga aðra hluti en við erum líka með marga leikmenn sem fúnkera vel í þessu og þess vegna notum við þá, þetta er gott vopn.“ Á FH liðið fleiri gíra inni? „Já já alveg þannig og við erum með marga unga leikmenn líka sem eru í því að stækka og þeir halda því vonandi áfram í vetur og erum líka bara með marga eldri flotta leikmenn til að leiðbeina þessum ungu mönnum.“ Olís-deild karla KA FH
Topplið FH gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag þar sem liðið bar sigur úr býtum gegn KA í Olís deild karla í handbolta. FH sýndi styrk sinn og náði góðu forskoti strax í upphafi en KA menn bitu frá sér undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir settu í fimmta gír í þeim seinni og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur. Lokatölur 27-34. Gestirnir byrjuðu leikinn miklu betur og skoruðu sex mörk gegn tveimur frá KA á fyrstu átta mínútum leiksins. Halldór Stefán, þjálfari KA, tók þá leikhlé til að skerpa á leik sinna manna. Leikur heimamanna batnaði lítið og munurinn var áfram fjögur til sex mörk. KA var að fara illa með boltann í sókninni og töpuðu boltanum hvað eftir annað sem gaf FH möguleika á auðveldum mörkum sem Birgir Már Birgisson var manna duglegastur að nýta sér en hann fór hamförum í hálfleiknum og skorað 7 mörk úr jafn mörgum skotum. Eftir 25 mínútna leik var staðan 16-9 fyrir FH en þá fór allt að ganga upp hjá heimamönnum sem skoruðu síðustu 5 mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í 14-16 áður en hálfleiksflautan gall. Nicolai Kristensen hafði skömmu áður komið inn í mark KA og varði fimm mikilvæga bolta á skömmum tíma en félagi hans, Bruno Bernat, hafði einungis varið eitt skot. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks og KA minnkaði muninn í eitt mark, 17-18, en á næstu fimm mínútum kom 5-1 kafli fyrir FH og staðan skyndilega orðin 18-23. Enn voru yfir 20 mínútur eftir en ljóst var að FH ætlaði ekki að hleypa KA aftur inn í leikinn. Einar Bragi Aðalsteinsson og áðurnefndur Birgir Már Birgisson voru illviðráðanlegir og skoruðu 8 mörk hvor. Munurinn varð mest 11 mörk en lokatölur urðu 27-34 FH í vil. Af hverju vann FH? Þeir eru betra lið en KA og sýndu það í dag á öllum sviðum leiksins en KA getur spilað betri vörn og sókn eins og liðið sýndi til að mynda í síðasta leik gegn Val. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi Aðalsteinsson var stórkostlegur í dag og skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og til þess þurfti hann 11 skot. Það hlýtur að styttast í landsliðskallið hjá honum.Birgir Már Birgisson var öryggið uppmálað og skoraði 8 mörk úr 9 skotum í dag en sjö markanna komu í fyrri hálfleik. Hjá KA átti Nicolai Kristensen flotta innkomu í markið og endaði með níu varða bolta sem gerir 34,6% markvörslu.Einar Rafn Eiðsson sá að mestu leyti um markaskorun liðsins með því að setja 11 mörk úr 16 skotum. Hvað gekk illa? KA gekk mjög illa í upphafi leiks sem er dýrt gegn eins sterku liði og FH. Þá var sóknarleikur liðsins stirður nær allan leikinn þar sem liðið þurfti að hafa mikið fyrir mörkum sínum og fóru illa með boltann sem tapaðist í kjölfarið of oft. Hvað gerist næst? KA á heimaleik gegn botnliði Selfoss laugardaginn 9. desember kl. 15:00. FH fer í Mosfellsbæ og mætir Aftureldingu fimmtudaginn 7. desember kl. 19:30. „Þurfum að halda áfram að bæta okkar leik“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag og stigin tvö eftir sigur gegn KA. „Já mjög. Hvernig við mættum og vorum komnir með sjö frekar snemma en KA kom svo sem aftur en bara ánægður með hvernig við mættum aftur út í seinni og fannst við vinna sannfærandi og góðan sigur.“ KA skoraði fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að forysta FH var einungis tvö mörk í hálfleik. Hvað var Sigursteinn ósáttur með á þeim kafla? „Við vorum að klikka á færum og það er bara eitthvað sem gerist í handbolta, þá fórum við aðeins að missa fókus og þá hættum við að spila vörn sem vil við viljum ekki gera, þannig við náðum bara aftur að endurskipuleggja okkur í hálfleik og gerðum þetta bara vel í seinni.“ „Allt sko, en við lendum í vandræðum framan af tímabilinu með varnarleikinn og mér finnst hann verða betri og betri og betri þannig við þurfum bara að halda áfram að sinna okkar vel og bæta okkar leik fyrir leik því mótið er ekki hálfnað“, sagði Sigursteinn aðspurður hvað hann vildi sjá lið sitt bæta sem er á toppnum eftir ellefu leiki sem þýðir vissulega að mótið er hálfnað hjá FH. FH keyrði miskunnarlaust hraða miðju í leiknum og spiluðu almennt hraðan bolta. Er þetta eitthvað sem liðið hefur lagt mikið í? „Já við æfum þetta vel eins og svo sem marga aðra hluti en við erum líka með marga leikmenn sem fúnkera vel í þessu og þess vegna notum við þá, þetta er gott vopn.“ Á FH liðið fleiri gíra inni? „Já já alveg þannig og við erum með marga unga leikmenn líka sem eru í því að stækka og þeir halda því vonandi áfram í vetur og erum líka bara með marga eldri flotta leikmenn til að leiðbeina þessum ungu mönnum.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik