„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 12:10 Lax úr kvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndirnar voru teknar föstudaginn 27. október síðastliðinn. Veiga Grétarsdóttir Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira