Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 08:30 Sverrir Einar hefur sent Höllu Bergþóru Björnsdóttur, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, formlega kvörtun vegna framkomu undirmanns hennar. Vísir/Vilhelm Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. Eins og Vísir greindi frá í morgun var skemmtistaðnum B, sem er til húsa á Bankastræti 5 í Reykjavík, lokað á laugardagskvöld og Sverrir Einar leiddur út af staðnum í járnum. Að sögn lögreglu var staðnum lokað vegna þess að of margir voru inni á honum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Ágreiningur um vinnubrögð lögreglu Í yfirlýsingu sem Sverrir Einar sendi Vísi nú í morgunsárið segir að umrætt kvöld hafi komið upp ágreiningur um vinnubrögð lögreglu á skemmtistað hans og Vestu Minkute, unnustu hans, í Bankastræti. „Okkur aðstandendum staðarins fannst vanta að gætt væri hófs í vinnu lögreglu, en áður hafði þurft að leiðrétta misskilning lögreglumanns sem eftirlitið leiddi um kröfur þær sem gerðar eru til dyravarða á staðnum. Sami lögreglumaður lét færa undirritaðan niður á lögreglustöð þar sem málinu lauk og mér var sleppt,“ segir í yfirlýsingu. Segir ekki rétt að of margir hafi verið inni Sverrir Einar segir að lögreglan haldi því fram að of margir hafi verið inni á staðnum, en að talning með aðstoð öryggismyndavélakerfis staðarins sýni að svo hafi ekki verið. „Ég hef sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu þessa lögreglumanns. Okkur er í mun að gott samstarf sé við lögreglu og hörmum að þarna hafi orðið misbrestur á því. Við vinnum að því að koma á samtali við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um vinnulag við eftirlit sem fullnægi þörfum lögreglu án þess að það sé um of íþyngjandi fyrir gesti og rekstur staðarins.“ Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun var skemmtistaðnum B, sem er til húsa á Bankastræti 5 í Reykjavík, lokað á laugardagskvöld og Sverrir Einar leiddur út af staðnum í járnum. Að sögn lögreglu var staðnum lokað vegna þess að of margir voru inni á honum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Ágreiningur um vinnubrögð lögreglu Í yfirlýsingu sem Sverrir Einar sendi Vísi nú í morgunsárið segir að umrætt kvöld hafi komið upp ágreiningur um vinnubrögð lögreglu á skemmtistað hans og Vestu Minkute, unnustu hans, í Bankastræti. „Okkur aðstandendum staðarins fannst vanta að gætt væri hófs í vinnu lögreglu, en áður hafði þurft að leiðrétta misskilning lögreglumanns sem eftirlitið leiddi um kröfur þær sem gerðar eru til dyravarða á staðnum. Sami lögreglumaður lét færa undirritaðan niður á lögreglustöð þar sem málinu lauk og mér var sleppt,“ segir í yfirlýsingu. Segir ekki rétt að of margir hafi verið inni Sverrir Einar segir að lögreglan haldi því fram að of margir hafi verið inni á staðnum, en að talning með aðstoð öryggismyndavélakerfis staðarins sýni að svo hafi ekki verið. „Ég hef sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu þessa lögreglumanns. Okkur er í mun að gott samstarf sé við lögreglu og hörmum að þarna hafi orðið misbrestur á því. Við vinnum að því að koma á samtali við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um vinnulag við eftirlit sem fullnægi þörfum lögreglu án þess að það sé um of íþyngjandi fyrir gesti og rekstur staðarins.“
Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira