Russell Brand kærður til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2023 16:14 Russell Brand Í Lundúnum eftir uppistand á laugardaginn. AP/James Manning Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. Ein þessara kvenna var sextán ára gömul þegar hún segir Brand hafa brotið á sér, samkvæmt umfjöllun Sunday Times (sem er þó eingöngu aðgengileg áskrifendum), og Channel 4. Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram, þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Brand, sem er 48 ára gamall, segist ekki hafa verið við eina fjölina felldur í gegnum árin en hann hafi aldrei haft mök við konu án samþykkis hennar. Ekki ein af þeim sem fjallað var um Konan sem kært hefur Brand, virðist ekki vera ein af þeim sem ræddu við Times og Channel 4, þar sem brotið á að hafa átt sér stað árið 2003, þremur árum fyrir fyrsta meinta brotið sem sagt var frá um helgina. Times sagði frá því í gær að fleiri konur hefðu haft samband við miðilinn og að verið sé að skoða þau mál. Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Lundúnum að búið væri að leita til miðlanna tveggja sem hefðu fjallað um málið til að tryggja að hver sá sem telur á sér brotið viti hvernig kæra eigi það til lögreglu. Lýst sem opnu leyndarmáli Ásökunum gegn Brand hefur verið lýst sem opnu leyndarmáli í skemmtanaiðnaði Bretlands en þær hafa opnað enn og aftur á spurningar um menninguna innan þessa iðnaðar á árum áður og til dagsins í dag. Brand hefur lengi haldið uppistand, starfað í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur komið fram í kvikmyndum. Hann hefur þó lítið sést í slíkum störfum á undanförnum árum og hefur Brand þess í stað birt myndbönd á Youtube, sem njóta nokkurra vinsælda. Í þessum myndböndum hefur hann verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. Um tíma starfaði hann á Breska ríkisútvarpinu (BBC) en hann hætti þar árið 2008 eftir að hann gerði símaat í leikaranum Andrew Sachs, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Fawlty Towers. Í nokkrum símtölum hringdi Brand í Sachs og hélt því fram að hann hefði sængað hjá barnabarni hans. Brand var einnig í raunveruleikaþáttum sem heita Big Brother en framleiðendur þeirra, forsvarsmenn BBC og forsvarsmenn Channel 4 segja samkvæmt AP fréttaveitunni að verið sé að kanna hegðun hans þar. Gantaðist með að Brand væri kynferðisbrotamaður Deadline sagði frá því í dag að Brand hefði verið rekinn frá þáttunum Roas Battle árið 2018 en þá hafði annar þáttastjórnandi ítrekað gantast með það að hann væri kynferðisbrotamaður. Þetta mun hafa reitt Brand mjög mikið til reiði og rataði ekkert af þessum ummælum frá Katherine Ryan í þættina sjálfa. Heimildarmenn Deadline segja Ryan ítrekað hafa skotið á Brand með þessum hætti. Hann er sagður hafa orðið reiður og krafist þess að framleiðendur þáttanna stöðvuðu ummælin. Framleiðendurnir munu þó hafa verið órólegir vegna umræðunnar um Brand og viðkvæmni hans og ákveðið að nota tækifærið til að losa sig við hann. Ryan sagði í þætti Louis Theroux á BBC í fyrra að hún hefði nokkrum sinnum sagt við samstarfsmann sinn að hann væri kynferðisbrotamaður. Hún vildi samt ekki nefna viðkomandi, því það gæti setta hana í lagaleg vandræði. Þetta var í síðasta sinn sem Brand sást í breskum sjónvarpsþætti, fyrir utan einn þátt í The Great Celebrity Bake Off árið 2019. Bretland Kynferðisofbeldi Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Ein þessara kvenna var sextán ára gömul þegar hún segir Brand hafa brotið á sér, samkvæmt umfjöllun Sunday Times (sem er þó eingöngu aðgengileg áskrifendum), og Channel 4. Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram, þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Brand, sem er 48 ára gamall, segist ekki hafa verið við eina fjölina felldur í gegnum árin en hann hafi aldrei haft mök við konu án samþykkis hennar. Ekki ein af þeim sem fjallað var um Konan sem kært hefur Brand, virðist ekki vera ein af þeim sem ræddu við Times og Channel 4, þar sem brotið á að hafa átt sér stað árið 2003, þremur árum fyrir fyrsta meinta brotið sem sagt var frá um helgina. Times sagði frá því í gær að fleiri konur hefðu haft samband við miðilinn og að verið sé að skoða þau mál. Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Lundúnum að búið væri að leita til miðlanna tveggja sem hefðu fjallað um málið til að tryggja að hver sá sem telur á sér brotið viti hvernig kæra eigi það til lögreglu. Lýst sem opnu leyndarmáli Ásökunum gegn Brand hefur verið lýst sem opnu leyndarmáli í skemmtanaiðnaði Bretlands en þær hafa opnað enn og aftur á spurningar um menninguna innan þessa iðnaðar á árum áður og til dagsins í dag. Brand hefur lengi haldið uppistand, starfað í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur komið fram í kvikmyndum. Hann hefur þó lítið sést í slíkum störfum á undanförnum árum og hefur Brand þess í stað birt myndbönd á Youtube, sem njóta nokkurra vinsælda. Í þessum myndböndum hefur hann verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. Um tíma starfaði hann á Breska ríkisútvarpinu (BBC) en hann hætti þar árið 2008 eftir að hann gerði símaat í leikaranum Andrew Sachs, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Fawlty Towers. Í nokkrum símtölum hringdi Brand í Sachs og hélt því fram að hann hefði sængað hjá barnabarni hans. Brand var einnig í raunveruleikaþáttum sem heita Big Brother en framleiðendur þeirra, forsvarsmenn BBC og forsvarsmenn Channel 4 segja samkvæmt AP fréttaveitunni að verið sé að kanna hegðun hans þar. Gantaðist með að Brand væri kynferðisbrotamaður Deadline sagði frá því í dag að Brand hefði verið rekinn frá þáttunum Roas Battle árið 2018 en þá hafði annar þáttastjórnandi ítrekað gantast með það að hann væri kynferðisbrotamaður. Þetta mun hafa reitt Brand mjög mikið til reiði og rataði ekkert af þessum ummælum frá Katherine Ryan í þættina sjálfa. Heimildarmenn Deadline segja Ryan ítrekað hafa skotið á Brand með þessum hætti. Hann er sagður hafa orðið reiður og krafist þess að framleiðendur þáttanna stöðvuðu ummælin. Framleiðendurnir munu þó hafa verið órólegir vegna umræðunnar um Brand og viðkvæmni hans og ákveðið að nota tækifærið til að losa sig við hann. Ryan sagði í þætti Louis Theroux á BBC í fyrra að hún hefði nokkrum sinnum sagt við samstarfsmann sinn að hann væri kynferðisbrotamaður. Hún vildi samt ekki nefna viðkomandi, því það gæti setta hana í lagaleg vandræði. Þetta var í síðasta sinn sem Brand sást í breskum sjónvarpsþætti, fyrir utan einn þátt í The Great Celebrity Bake Off árið 2019.
Bretland Kynferðisofbeldi Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira