„Við vorum slakir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 11. september 2023 22:10 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Önnur umferð Olís-deildar karla fór af stað með stórleik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur atriði sem megi bæta í leik sinna manna. „Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við. Olís-deild karla Valur FH Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
„Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við.
Olís-deild karla Valur FH Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik