Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 07:46 Enn sem komið er moskító ekki mætt í Laugardalinn heldur eru þar allskonar aðrar flugur líkt og forarmýið sem hér er á mynd. „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. „Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“ Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“
Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira