Manndráp aðfaranótt laugardags átti sér stað á Lúx Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 16:52 Líkamsárás sem leiddi til þess að litháískur maður á þrítugsaldri lést átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að alvarleg líkamsárás sem leiddi til andláts litáísks manns á laugardagsnótt átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða rennur út á fimmtudag. Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu. Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu.
Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11