Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2023 07:01 Sigurður Þórðarson leitar nú annarra leiða en þeirra að koma efni greinargerðar hans um Lindarhvol á fyrir sjónir almennings en í gegnum þingið. Hann hefur fram til þessa ekki talið það í sínum verkahring en nú sé einsýnt að Birgi Ármannssyni forseta þingsins hafi tekist að drepa málið í dróma innan vébanda þess. Vísir/Vilhelm Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. Sigurður taldi réttan framgang þess að efni greinargerðar hans um málið kæmi fyrir sjónir almennings væri með tilstuðlan þingsins. En nú virðist honum sem tekist hafi að drepa málið í dróma innan kerfisins. Og vill leita annarra leiða. „Þetta mál er búið að þvælast um í fjögur ár, eða frá 2018, fara í gegnum allt þetta kerfi meira og minna og engin niðurstaða,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Skyldi engan undra að þolinmæðin væri farin að þrjóta.“ Búið að þvæla málinu fram og til baka Sigurður, sem hafði starfað sem ríkisendurskoðandi á árum áður, var sérstaklega settur ríkisendurskoðandi til að fara í saumana á starfsemi Lindarhvols vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda 19. september 2016. Hann hafði rannsakað málið í tvö ár þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson tók málið úr höndum hans. Skúli skilaði löngu síðar skýrslu en niðurstaða hans var sú að starfsemin hafi verið með ágætum. Sigurður hafði hins vegar skilað greinargerð til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann gerir grein fyrir því hvað rannsókn hans hafði leitt í ljós. Sigurður hefur sagt að greinargerð hans sé ekki í nokkru samræmi við skýrslu Skúla en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan þings sem utan að draga greinargerð Sigurðar fram í dagsljósið hefur það ekki tekist. Þar hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, reynst sá steinn sem steytir á. Fjármálaráðuneytið, stjórn Lindarhvols og núverandi ríkisendurskoðandi hafa sett sig á móti því að greinargerð Sigurðar verði birt þrátt fyrir að lögfræðiálit liggi fyrir þinginu þar segja að ekki geti verið um neitt leynigagn að ræða. Ætlar að losa sig frá málinu Málið virðist þannig strandað en Sigurður telur það varla ásættanlegt. Hann hefur lýst því að hann telji greinargerð sína opinbert gagn og því að hann eigi erfitt með að una ávirðingum sem hann telur sig hafa mátt sæta frá ríkisendurskoðanda; að um sé að ræða vinnugagn og jafnvel ómarktækt; að það sem slíkt gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Sigurður kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að morgni miðvikudags. Allir viðstaddir eru bundnir þagnarskyldu um það sem sagt er á lokuðum nefndarfundum Alþingis. En samkvæmt heimildum Vísis var sitthvað í máli Sigurðarsem kom nefndarmönnum á óvart. Vísir heyrði í Sigurði og spurði hvort tíðinda væri að vænta, hvort hann hygðist leita annarra leiða með að gera efni greinargerðar sinnar heyrinkunnugt? Annarra þá en að fara með það í gegnum þingið? „Ég ætla að losa mig frá málinu með einhverjum hætti. Hvernig sem ég geri það, það verð ég að fá að eiga með mér hvernig gerist,“ segir Sigurður. Furðar sig á afstöðu sitjandi ríkisendurskoðanda Sigurður hefur metið það svo fram til þessa að það sé ekki í hans verkahring að létta af þeirri leynd sem sumir telji að hvíla eigi yfir skjalinu – leynd sem Sigurður er ekki sammála um að eigi að ríkja. Og sé í raun orðin að sjálfstæðum vanda. „Þess vegna hef ég viljað að kerfið, aðilar þar innan sem hafa þessar skyldur, að fjalla um svona mál, hver svo sem niðurstaðan verður í þeim efnum, þeir sem hafa komið að þessu máli í gegnum tíðina, eigi þá að upplýsa málið. En svo er komið að það er búið að fara í gegnum þann „prósess“. Þá hlýtur spurningin að vera til staðar,“ sagði Sigurður um það hvort hann ætli þá að leita annarra leiða varðandi birtingu. Sigurður segir jafnframt það dapurlegt að kerfið skuli ekki geta tekið á svona máli burtséð frá því hver niðurstaðan verður. Hann spyr hvort Íslendingar vilji una því að ákvörðun eins aðila, og er þá að meina Birgi Ármannsson, gildi að þetta skuli leynt fara? Og að enginn á vettvangi þingsins hafi afl til að geta breytt því hljóti að vekja upp spurningar um lýðræðið. Núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason, hefur lýst því með afgerandi hætti í samtali við Vísi að hann telji ekki að greinargerðin eigi að fást birt. Hún sé vinnuplagg og eigi ekkert erindi út fyrir veggi stofnunarinnar. Hvernig horfir það við Sigurði? „Jájá. Mér finnst mér aðkoma hans að þessu máli vera stórt spurningarmerki yfir höfuð. Svo getum við velt fyrir okkur skoðunum hans á málinu.“ Leyndarhjúpurinn að gefa sig og þó fyrr hefði verið Sigurður telur með nokkrum ólíkindum hvernig tekist hefur að rugla menn í ríminu með þetta mál allt. „Og það hver staða ríkisendurskoðanda er í svona máli. Ef menn hafa haldið að þetta væri einhver verktakavinna af minni hálfu þá er það mikill misskilningur. Ég er settur ríkisendurskoðandi í þessu máli með öllum þeim skyldum og ábyrgð sem ríkisendurskoðandi hefur. Og mér ber að fylgja mínu verki með tilliti til þeirra laga sem fjalla um Ríkisendurskoðun. Ég er embættismaður Alþingis í þessu máli. Menn reyna að rugla með hvers konar gögn eru og hver staða ríkisendurskoðanda er í svona máli og framkvæmd. Ég er skipaður með bréfi forseta alþingis. Og hvar er formið hjá alþingi? Þannig að þetta hefur marga marga anga,“ segir Sigurður. Spurður hvort það fari þá að draga til tíðinda í málinu, hvort leyndarhjúpurinn um Lindarhvol fari að gefa sig segir hann: „Ég held að það hljóti að vera. Og þó fyrr hefði verið.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sigurður taldi réttan framgang þess að efni greinargerðar hans um málið kæmi fyrir sjónir almennings væri með tilstuðlan þingsins. En nú virðist honum sem tekist hafi að drepa málið í dróma innan kerfisins. Og vill leita annarra leiða. „Þetta mál er búið að þvælast um í fjögur ár, eða frá 2018, fara í gegnum allt þetta kerfi meira og minna og engin niðurstaða,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Skyldi engan undra að þolinmæðin væri farin að þrjóta.“ Búið að þvæla málinu fram og til baka Sigurður, sem hafði starfað sem ríkisendurskoðandi á árum áður, var sérstaklega settur ríkisendurskoðandi til að fara í saumana á starfsemi Lindarhvols vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda 19. september 2016. Hann hafði rannsakað málið í tvö ár þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson tók málið úr höndum hans. Skúli skilaði löngu síðar skýrslu en niðurstaða hans var sú að starfsemin hafi verið með ágætum. Sigurður hafði hins vegar skilað greinargerð til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann gerir grein fyrir því hvað rannsókn hans hafði leitt í ljós. Sigurður hefur sagt að greinargerð hans sé ekki í nokkru samræmi við skýrslu Skúla en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan þings sem utan að draga greinargerð Sigurðar fram í dagsljósið hefur það ekki tekist. Þar hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, reynst sá steinn sem steytir á. Fjármálaráðuneytið, stjórn Lindarhvols og núverandi ríkisendurskoðandi hafa sett sig á móti því að greinargerð Sigurðar verði birt þrátt fyrir að lögfræðiálit liggi fyrir þinginu þar segja að ekki geti verið um neitt leynigagn að ræða. Ætlar að losa sig frá málinu Málið virðist þannig strandað en Sigurður telur það varla ásættanlegt. Hann hefur lýst því að hann telji greinargerð sína opinbert gagn og því að hann eigi erfitt með að una ávirðingum sem hann telur sig hafa mátt sæta frá ríkisendurskoðanda; að um sé að ræða vinnugagn og jafnvel ómarktækt; að það sem slíkt gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Sigurður kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að morgni miðvikudags. Allir viðstaddir eru bundnir þagnarskyldu um það sem sagt er á lokuðum nefndarfundum Alþingis. En samkvæmt heimildum Vísis var sitthvað í máli Sigurðarsem kom nefndarmönnum á óvart. Vísir heyrði í Sigurði og spurði hvort tíðinda væri að vænta, hvort hann hygðist leita annarra leiða með að gera efni greinargerðar sinnar heyrinkunnugt? Annarra þá en að fara með það í gegnum þingið? „Ég ætla að losa mig frá málinu með einhverjum hætti. Hvernig sem ég geri það, það verð ég að fá að eiga með mér hvernig gerist,“ segir Sigurður. Furðar sig á afstöðu sitjandi ríkisendurskoðanda Sigurður hefur metið það svo fram til þessa að það sé ekki í hans verkahring að létta af þeirri leynd sem sumir telji að hvíla eigi yfir skjalinu – leynd sem Sigurður er ekki sammála um að eigi að ríkja. Og sé í raun orðin að sjálfstæðum vanda. „Þess vegna hef ég viljað að kerfið, aðilar þar innan sem hafa þessar skyldur, að fjalla um svona mál, hver svo sem niðurstaðan verður í þeim efnum, þeir sem hafa komið að þessu máli í gegnum tíðina, eigi þá að upplýsa málið. En svo er komið að það er búið að fara í gegnum þann „prósess“. Þá hlýtur spurningin að vera til staðar,“ sagði Sigurður um það hvort hann ætli þá að leita annarra leiða varðandi birtingu. Sigurður segir jafnframt það dapurlegt að kerfið skuli ekki geta tekið á svona máli burtséð frá því hver niðurstaðan verður. Hann spyr hvort Íslendingar vilji una því að ákvörðun eins aðila, og er þá að meina Birgi Ármannsson, gildi að þetta skuli leynt fara? Og að enginn á vettvangi þingsins hafi afl til að geta breytt því hljóti að vekja upp spurningar um lýðræðið. Núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason, hefur lýst því með afgerandi hætti í samtali við Vísi að hann telji ekki að greinargerðin eigi að fást birt. Hún sé vinnuplagg og eigi ekkert erindi út fyrir veggi stofnunarinnar. Hvernig horfir það við Sigurði? „Jájá. Mér finnst mér aðkoma hans að þessu máli vera stórt spurningarmerki yfir höfuð. Svo getum við velt fyrir okkur skoðunum hans á málinu.“ Leyndarhjúpurinn að gefa sig og þó fyrr hefði verið Sigurður telur með nokkrum ólíkindum hvernig tekist hefur að rugla menn í ríminu með þetta mál allt. „Og það hver staða ríkisendurskoðanda er í svona máli. Ef menn hafa haldið að þetta væri einhver verktakavinna af minni hálfu þá er það mikill misskilningur. Ég er settur ríkisendurskoðandi í þessu máli með öllum þeim skyldum og ábyrgð sem ríkisendurskoðandi hefur. Og mér ber að fylgja mínu verki með tilliti til þeirra laga sem fjalla um Ríkisendurskoðun. Ég er embættismaður Alþingis í þessu máli. Menn reyna að rugla með hvers konar gögn eru og hver staða ríkisendurskoðanda er í svona máli og framkvæmd. Ég er skipaður með bréfi forseta alþingis. Og hvar er formið hjá alþingi? Þannig að þetta hefur marga marga anga,“ segir Sigurður. Spurður hvort það fari þá að draga til tíðinda í málinu, hvort leyndarhjúpurinn um Lindarhvol fari að gefa sig segir hann: „Ég held að það hljóti að vera. Og þó fyrr hefði verið.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira