Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 23:57 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fostætisráðherra. Stöð 2/Egill „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu. Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira