Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2023 21:35 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
„Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik