Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barnaníðinginn Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 11:00 Bruno Martini var lengi í franska landsliðshópnum og spilaði til að mynda nokkrum sinnum gegn Íslandi. Getty/Dimitri Iundt Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti. Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic. HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic.
HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik