Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2023 19:19 Reykjavík Saga, nýjasta hótel Íslandshótela í Lækjargötu, verður fyrir miklum áhrif af verkfali ef til þess kemur. Stöð 2/Egill Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. Ríkissáttasemjara ber að boða samningsaðila til fundar að minnsta kosti á tveggja vikna fresti eftir að viðræðum hefur verið slitið og það gerði hann í dag. Eftir stuttan fund Eflingarfólks í eigin röðum var gengið til sameiginlegs samningafundar sem aðeins stóð yfir í um mínútu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stál í stál í viðræðunum. „Ég hef aldrei setið svona stuttan fund á ævi minni. Hugsa að fáir hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi. Auðvitað er þessi deila kominn í algeran hnút, Gordíóns hnút. Við sjáum enga lausn í þessari deilu eftir þennan fund," segir Halldór Benjamín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir viðræðurnar við Eflingu algerlega komnar stál í stál.Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla starfsmanna Fosshótela og Íslandshótela um aðgerðirnar hófst á hádegi og stendur til klukkan átta á mánudagskvöld, hjá þeim tæplega þrjú hundruð starfsmönnum sem fara í verkfall hinn 7. febrúar náist ekki samningar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ekkert koma frá SA nema hótanir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja.Vísir/Vilhelm „Sí auknar og ítrekaðar hótanir um hitt og þetta. Sem ég tel að bendi fyrst og fremst til örvæntingar manna yfir því að þessi staða sé kominn upp. En hún er komin upp vegna þess að Samtök atvinnulífsins hafa neitað að virða sjálfstæðan samningsrétt Eflingar. Hafa neitað að nálgast þessar kjarasamningsviðræður í góðri trú,” segir formaður Eflingar. Framkvæmdastjóri SA segir að ekki væri hægt að taka alla aðra samninga upp vegna Eflingar. Hann hvetji því alla þá sem nú greiði atkvæði um aðgerðir að kynna sér hvað væri í boði samkvæmt SGS samningunum með aðlögun til Eflingar. SA geti einnig gripið til aðgerða eins og verkbanns og skotið efasemdum um lögmæti aðgerðanna til félagsdóms. „Vegna þess að í gegnum verkfall verður mikið tjón. Við munum nýta öll þau ráð sem eru í verkfærakistunni til að verjast þessum árásum Eflingar." Munið þið þá fara með þetta fyrir félagsdóm. Getur þú svarað því? „Mér finnst það ekki útilokað á þessari stundu," segir framkvæmdastjóri SA. Afturvirkni samninga frá 1. nóvember væri algerlega út úr myndinni hjá þeim sem boðuðu og framkvæmdu verkfallsaðgerðir. „Afturvirkni er ekki í boði í þeim tilvikum. Það er alveg skýrt af okkar hálfu,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna vísar ábyrgðinni á stöðunni hins vegar alfarið til SA. „Þetta strandar náttúrlega fyrst og fremst á þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins til að viðurkenna að kjör verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu eru óþolandi og úr þeim verður að bæta,“ segir hún. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að ekki hafi tekist að koma af stað samtali í viðræðunum. Hann hafi aldrei áður kynnst öðrum eins hnút. Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að oft hafi tekist að ná upp samtali í kjaraviðræðum við mjög erfiðar aðstæður en ekki í þetta skipti. „Og það er á ábyrgð okkar allra að reyna að ná því samtali og finna einhverja sanngjarna sátt sem aðilar geta lifað með. En eins og staðan er núna er þetta í algerum hnút,“ segir Aðalsteinn. Eins og er væri til lítils að boða til annars samningafundar. Ríkissáttasemjari verður hins vegar að boða til fundar eftir hálfan mánuð, sem er 7. febrúar. Sama daginn og aðgerðir eiga að hefjast verði þær samþykktar í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Verkfallsboðun þegar valdið hótelunum skaða Á sama tíma og stálin stinn mætast við samningaborðið undirbúa eigendur sjö Foss- og Íslandshótela sig fyrir komandi aðgerðir. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri hótelanna segir boðun aðgerðanna þegar hafa haft skaðleg áhrif á reksturinn en heldur enn í vonina um að samningar náist í tæka tíð. Davið Torfi Ólafsson forstjóri Íslands- og fosshótela telur að starfsfólk hans sé ekki viljugt til verkfalls og hefði viljað fá að greiða atkvæði um SGS samninginn.Stöð 2/Egill Hann telur verkfallsvilja síns starfsfólks ekki mikinn, það hefði viljað fá að greiða atkvæði um samninga Starfsgreinasambandsins eins og önnur aðildarfélög þess. Aðgerðir muni hins vegar hafa mikil áhrif. „Ef það verður mun það hafa víðtæk áhrif hjá okkur." Hversu fljótt, þetta eru sjö hótel undir ykkar merkjum? „Það er bara eftir einhverja daga. Þá er mjög ólíklegt að við getum haldið úti starfseminni á öllum hótelunum. Það er bara þannig," segir forstjóri hótelanna sjö. Þarna vísar Davíð Torfi til þess að eigendur og hópur yfirmanna geti gengið í störf fólks í verkfalli. Þeim hafi tekist að ræsta og halda öllum hótelunum opnum í fyrri aðgerðum Eflingar. „Við verðum bara að vona og ég er alltaf að vona að það komi ekki til verkfalls.“ En auðvitað eru hótel með bókanir fram í tímann og þið þurfið að hugsa fram í tímann, er þetta kannski nú þegar búið að hafa áhrif á starfsemina? "Já það er búið að gera það. Við auðvitað undirbjuggum okkur fyrir þetta og lokuðum fyrir bókanir á ákveðnum dögum. Þannig að það er búið að hafa heilmikil áhrif,” segir Davíð Torfi. Mörgum þætti ósanngjarnt að aðgerðirnar beindust eingöngu gegn þessum hótelum. Starfsfólkið væri ekki spennt að fara í verkfallsaðgerðir. „Nei, þvert á móti. Fólkið mitt hefur engan áhuga á að fara í verkfall. Það hefði miklu heldur viljað fá að greiða atkvæði um SGS samninginn. Miklu, miklu frekar. Láta þá alla eflingarfélaga gera það frekar en að ráðast í raun á eitt fyrirtæki og setja fólk í þessa stöðu,” segir Davíð Torfi Ólafsson. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24. janúar 2023 11:52 Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Ríkissáttasemjara ber að boða samningsaðila til fundar að minnsta kosti á tveggja vikna fresti eftir að viðræðum hefur verið slitið og það gerði hann í dag. Eftir stuttan fund Eflingarfólks í eigin röðum var gengið til sameiginlegs samningafundar sem aðeins stóð yfir í um mínútu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stál í stál í viðræðunum. „Ég hef aldrei setið svona stuttan fund á ævi minni. Hugsa að fáir hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi. Auðvitað er þessi deila kominn í algeran hnút, Gordíóns hnút. Við sjáum enga lausn í þessari deilu eftir þennan fund," segir Halldór Benjamín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir viðræðurnar við Eflingu algerlega komnar stál í stál.Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla starfsmanna Fosshótela og Íslandshótela um aðgerðirnar hófst á hádegi og stendur til klukkan átta á mánudagskvöld, hjá þeim tæplega þrjú hundruð starfsmönnum sem fara í verkfall hinn 7. febrúar náist ekki samningar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ekkert koma frá SA nema hótanir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja.Vísir/Vilhelm „Sí auknar og ítrekaðar hótanir um hitt og þetta. Sem ég tel að bendi fyrst og fremst til örvæntingar manna yfir því að þessi staða sé kominn upp. En hún er komin upp vegna þess að Samtök atvinnulífsins hafa neitað að virða sjálfstæðan samningsrétt Eflingar. Hafa neitað að nálgast þessar kjarasamningsviðræður í góðri trú,” segir formaður Eflingar. Framkvæmdastjóri SA segir að ekki væri hægt að taka alla aðra samninga upp vegna Eflingar. Hann hvetji því alla þá sem nú greiði atkvæði um aðgerðir að kynna sér hvað væri í boði samkvæmt SGS samningunum með aðlögun til Eflingar. SA geti einnig gripið til aðgerða eins og verkbanns og skotið efasemdum um lögmæti aðgerðanna til félagsdóms. „Vegna þess að í gegnum verkfall verður mikið tjón. Við munum nýta öll þau ráð sem eru í verkfærakistunni til að verjast þessum árásum Eflingar." Munið þið þá fara með þetta fyrir félagsdóm. Getur þú svarað því? „Mér finnst það ekki útilokað á þessari stundu," segir framkvæmdastjóri SA. Afturvirkni samninga frá 1. nóvember væri algerlega út úr myndinni hjá þeim sem boðuðu og framkvæmdu verkfallsaðgerðir. „Afturvirkni er ekki í boði í þeim tilvikum. Það er alveg skýrt af okkar hálfu,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna vísar ábyrgðinni á stöðunni hins vegar alfarið til SA. „Þetta strandar náttúrlega fyrst og fremst á þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins til að viðurkenna að kjör verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu eru óþolandi og úr þeim verður að bæta,“ segir hún. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að ekki hafi tekist að koma af stað samtali í viðræðunum. Hann hafi aldrei áður kynnst öðrum eins hnút. Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að oft hafi tekist að ná upp samtali í kjaraviðræðum við mjög erfiðar aðstæður en ekki í þetta skipti. „Og það er á ábyrgð okkar allra að reyna að ná því samtali og finna einhverja sanngjarna sátt sem aðilar geta lifað með. En eins og staðan er núna er þetta í algerum hnút,“ segir Aðalsteinn. Eins og er væri til lítils að boða til annars samningafundar. Ríkissáttasemjari verður hins vegar að boða til fundar eftir hálfan mánuð, sem er 7. febrúar. Sama daginn og aðgerðir eiga að hefjast verði þær samþykktar í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Verkfallsboðun þegar valdið hótelunum skaða Á sama tíma og stálin stinn mætast við samningaborðið undirbúa eigendur sjö Foss- og Íslandshótela sig fyrir komandi aðgerðir. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri hótelanna segir boðun aðgerðanna þegar hafa haft skaðleg áhrif á reksturinn en heldur enn í vonina um að samningar náist í tæka tíð. Davið Torfi Ólafsson forstjóri Íslands- og fosshótela telur að starfsfólk hans sé ekki viljugt til verkfalls og hefði viljað fá að greiða atkvæði um SGS samninginn.Stöð 2/Egill Hann telur verkfallsvilja síns starfsfólks ekki mikinn, það hefði viljað fá að greiða atkvæði um samninga Starfsgreinasambandsins eins og önnur aðildarfélög þess. Aðgerðir muni hins vegar hafa mikil áhrif. „Ef það verður mun það hafa víðtæk áhrif hjá okkur." Hversu fljótt, þetta eru sjö hótel undir ykkar merkjum? „Það er bara eftir einhverja daga. Þá er mjög ólíklegt að við getum haldið úti starfseminni á öllum hótelunum. Það er bara þannig," segir forstjóri hótelanna sjö. Þarna vísar Davíð Torfi til þess að eigendur og hópur yfirmanna geti gengið í störf fólks í verkfalli. Þeim hafi tekist að ræsta og halda öllum hótelunum opnum í fyrri aðgerðum Eflingar. „Við verðum bara að vona og ég er alltaf að vona að það komi ekki til verkfalls.“ En auðvitað eru hótel með bókanir fram í tímann og þið þurfið að hugsa fram í tímann, er þetta kannski nú þegar búið að hafa áhrif á starfsemina? "Já það er búið að gera það. Við auðvitað undirbjuggum okkur fyrir þetta og lokuðum fyrir bókanir á ákveðnum dögum. Þannig að það er búið að hafa heilmikil áhrif,” segir Davíð Torfi. Mörgum þætti ósanngjarnt að aðgerðirnar beindust eingöngu gegn þessum hótelum. Starfsfólkið væri ekki spennt að fara í verkfallsaðgerðir. „Nei, þvert á móti. Fólkið mitt hefur engan áhuga á að fara í verkfall. Það hefði miklu heldur viljað fá að greiða atkvæði um SGS samninginn. Miklu, miklu frekar. Láta þá alla eflingarfélaga gera það frekar en að ráðast í raun á eitt fyrirtæki og setja fólk í þessa stöðu,” segir Davíð Torfi Ólafsson.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24. janúar 2023 11:52 Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 24. janúar 2023 11:52
Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20
„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32