Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2023 21:38 Hér má sjá Halldóru Eyfjörð og auglýsinguna sem hún deildi í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi. Aðsend Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook. Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Sjá meira
Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Sjá meira
Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11