Ronaldo um val sitt að fara til Al-Nassr: Vill líka hjálpa kvennafótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 07:30 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Real Madrid en þar átti hann sín bestu ár í boltanum. Félagið var ekki með kvennalið stærsta hluta þess tíma. AP/Manu Fernandez Flestir efast um að Cristiano Ronaldo tali gegn mannréttindabrotum í Sádí Arabíu á tíma sínum sem leikmaður Al-Nassr. Hann ætlar aftur á móti að hjálpa kvennafótboltanum í landi sem bannaði konum að mæta á kappleiki. Al-Nassr er að borga Ronaldo tvö hundruð milljón evrur á ári eða þrjátíu milljarða íslenskra króna. Hann valdi það að yfirgefa Evrópu á þessum tímapunkti á ferlinum. Cristiano Ronaldo said that he wants to develop women's football in Saudi Arabia and inspire the next generation. He has nothing left to prove in Europe. At 37, he chose to inspire a new generation in a continent like Asia. The GOAT #HalaRonaldo pic.twitter.com/ZDpgfL7DDe— Eliane Dagher (@DagherEliane) January 3, 2023 Ronaldo sagði að fjöldi liða frá Evrópu, Brasilíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Portúgal hafi vilja semja við hann en að hann hafi valið Al-Nassr. Ronaldo talaði um markmið sitt nú þegar hann er kominn í þessa lítt þekktu deild á Arabíuskaganum. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að hjálpa til með reynslu minni og þekkingu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Ég vil líka hjálpa kvennafótboltanum og ég vil gefa aðra ímynd af landinu og fótbolta þess,“ sagði Cristiano. Cristiano Ronaldo mentioning Women s Football in a country which not long ago didn t allow women to drive or go to cinema. I am starting to like this development. https://t.co/x03At7wARl— Teodor (@teodumitrescu) January 3, 2023 Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lengst af staðið gegn þátttöku kvenna í íþróttum og þeim hömlum hefur verið aflétt að litlu leyti síðustu ár. Til ársins 2018 fengu konur sem dæmi ekki aðgang að íþróttavöllum. Hvað Ronaldo ætlar að gera fyrir knattspyrnukonur í Sádí Arabíu fær örugglega mikla athygli eftir þessi ummæli hans. Ronaldo hefur samt ekki miklar áhyggjur af almenningsrómnum. „Ég er hættur að pæla í því sem öðrum finnst. Nú býður mín ný áskorun í Asíu. Ég er einstakur leikmaður sem mun bæta met hérna líka,“ sagði Cristiano brosandi. Amnesty samtökin hafa skorað á Ronaldo að nota athyglina á sér til að berjast fyrir mannréttindum í landinu. Cristiano Ronaldo said he wants to develop women football in Saudi Arabia, and then gave a signed football to this young girl. My goat pic.twitter.com/asfZxJMzkj— Preeti (@MadridPreeti) January 3, 2023 Deila Ronaldo og Manchester United Sádiarabíski boltinn Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Al-Nassr er að borga Ronaldo tvö hundruð milljón evrur á ári eða þrjátíu milljarða íslenskra króna. Hann valdi það að yfirgefa Evrópu á þessum tímapunkti á ferlinum. Cristiano Ronaldo said that he wants to develop women's football in Saudi Arabia and inspire the next generation. He has nothing left to prove in Europe. At 37, he chose to inspire a new generation in a continent like Asia. The GOAT #HalaRonaldo pic.twitter.com/ZDpgfL7DDe— Eliane Dagher (@DagherEliane) January 3, 2023 Ronaldo sagði að fjöldi liða frá Evrópu, Brasilíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Portúgal hafi vilja semja við hann en að hann hafi valið Al-Nassr. Ronaldo talaði um markmið sitt nú þegar hann er kominn í þessa lítt þekktu deild á Arabíuskaganum. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að hjálpa til með reynslu minni og þekkingu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Ég vil líka hjálpa kvennafótboltanum og ég vil gefa aðra ímynd af landinu og fótbolta þess,“ sagði Cristiano. Cristiano Ronaldo mentioning Women s Football in a country which not long ago didn t allow women to drive or go to cinema. I am starting to like this development. https://t.co/x03At7wARl— Teodor (@teodumitrescu) January 3, 2023 Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lengst af staðið gegn þátttöku kvenna í íþróttum og þeim hömlum hefur verið aflétt að litlu leyti síðustu ár. Til ársins 2018 fengu konur sem dæmi ekki aðgang að íþróttavöllum. Hvað Ronaldo ætlar að gera fyrir knattspyrnukonur í Sádí Arabíu fær örugglega mikla athygli eftir þessi ummæli hans. Ronaldo hefur samt ekki miklar áhyggjur af almenningsrómnum. „Ég er hættur að pæla í því sem öðrum finnst. Nú býður mín ný áskorun í Asíu. Ég er einstakur leikmaður sem mun bæta met hérna líka,“ sagði Cristiano brosandi. Amnesty samtökin hafa skorað á Ronaldo að nota athyglina á sér til að berjast fyrir mannréttindum í landinu. Cristiano Ronaldo said he wants to develop women football in Saudi Arabia, and then gave a signed football to this young girl. My goat pic.twitter.com/asfZxJMzkj— Preeti (@MadridPreeti) January 3, 2023
Deila Ronaldo og Manchester United Sádiarabíski boltinn Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira