Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 21-33 | Stjarnan fór létt með Íslandsmeistarana Dagur Lárusson skrifar 25. nóvember 2022 22:03 Stjarnan vann afar öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Fram í kvöld. Vísir/Diego Stjarnan fór létt með Íslandsmeistara Fram í Olís deild kvenna í kvöld en lokatölur í Úlfarsárdal voru 21-33. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Fram var með átta stig í fjórða sætinu. Það var Fram sem byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og kom í veg fyrir að Stjarnan næði að skora þangað til á sjöttu mínútu leiksins en þá skoraði Lena Margrét fyrsta mark Stjörnunnar úr víti. Vísir/Diego Þegar líða fór á hálfleikinn var það Stjarnan sem tók hægt og rólega völdin á vellinum og þegar 25 mínútur voru liðnar var Stjarnan komin með þriggja marka forystu en þá tók Stefán, þjálfari Fram, leikhlé fyrir sitt lið. Forysta Stjörnunnar hefði ef til vill verið meiri á þessum tímapunkti í leiknum hefði það ekki verið fyrir Hafdísi í marki Fram sem varði eins og enginn væri morgundagurinn. Staðan í hálfleik var 9-12 en í seinni hálfleiknum þá hætti Hafdís að verja eins mikið og í fyrri hálfleiknum og þá einmitt gekk Stjarnan á lagið. Það var ekki sjón að sjá Fram í seinni hálfleiknum, bæði andleysi og óheppni einkenndi liðið á meðan ákefð og fagmennska einkenndi gestina. Vísir/Diego Helena Rut, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínu liði og skoraði hvert markið á fætur öðru og endaði með tíu mörk. Næst á eftir henni var Eva Björk Davíðsdóttir með sjö mörk og síðan Lena Margrét með fimm mörk. Lokatölur í leiknum 21-33. Af hverju vann Stjarnan? Það var andleysi sem einkenndi lið Fram en það á ekki að taka neitt af Stjörnuliðinu sem sýndi ákefð og fagmennsku allan leikinn. Vörnin frábær hjá Stjörnunni og sóknarleikurinn ekki verri. Hverjir stóðu uppúr? Helena Rut var enn og aftur að spila frábærlega fyrir Stjörnuna sem og Eva Björk sem fiskaði mörk víti ásamt því að skora sjö mörk og standa vaktina vel í vörninni. Hvað fór illa? Það var bæði andleysi og óheppni sem einkenndi Fram liðið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er gegn HK laugardaginn 3.des en næsti leikur Stjörnunnar er gegn Þór/KA þann 10.des. Steinunn Björnsdóttir: Ég er orðlaus Hrannar Guðmundsson: Refsuðum þeim fyrir þeirra mistök Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego „Ég er nokkuð ánægður með þetta bara, góður sigur og góð spilamennska,” byrjaði hógvær Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Að skora 33 mörk á móti liði sem er þekkt fyrir sína frábæru vörn, það er í rauninni bara geggjað,” hélt Hrannar áfram að segja. Hrannar vildi meina að varnarleikurinn hafi skilað sigrinum. „Ég held að við höfum klárlega unnið þennan leik í vörninni en síðan refsum við þeim rosalega mikið fyrir þeirra mistök. Það var í rauninni allt sem gekk upp því sóknarleikurinn var virkilega vel smurður og síðan sýndum við mikinn aga allan leikinn.” „Eins og ég hef alltaf sagt, ef við sýnum aga og gefum hinu liðinu ekki einhver ódýr skot og hraðaupphlaup þá munum við alltaf eiga góðan möguleika á að vinna hvaða leik sem er,” endaði Hrannar á að segja. Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Handbolti
Stjarnan fór létt með Íslandsmeistara Fram í Olís deild kvenna í kvöld en lokatölur í Úlfarsárdal voru 21-33. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Fram var með átta stig í fjórða sætinu. Það var Fram sem byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og kom í veg fyrir að Stjarnan næði að skora þangað til á sjöttu mínútu leiksins en þá skoraði Lena Margrét fyrsta mark Stjörnunnar úr víti. Vísir/Diego Þegar líða fór á hálfleikinn var það Stjarnan sem tók hægt og rólega völdin á vellinum og þegar 25 mínútur voru liðnar var Stjarnan komin með þriggja marka forystu en þá tók Stefán, þjálfari Fram, leikhlé fyrir sitt lið. Forysta Stjörnunnar hefði ef til vill verið meiri á þessum tímapunkti í leiknum hefði það ekki verið fyrir Hafdísi í marki Fram sem varði eins og enginn væri morgundagurinn. Staðan í hálfleik var 9-12 en í seinni hálfleiknum þá hætti Hafdís að verja eins mikið og í fyrri hálfleiknum og þá einmitt gekk Stjarnan á lagið. Það var ekki sjón að sjá Fram í seinni hálfleiknum, bæði andleysi og óheppni einkenndi liðið á meðan ákefð og fagmennska einkenndi gestina. Vísir/Diego Helena Rut, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínu liði og skoraði hvert markið á fætur öðru og endaði með tíu mörk. Næst á eftir henni var Eva Björk Davíðsdóttir með sjö mörk og síðan Lena Margrét með fimm mörk. Lokatölur í leiknum 21-33. Af hverju vann Stjarnan? Það var andleysi sem einkenndi lið Fram en það á ekki að taka neitt af Stjörnuliðinu sem sýndi ákefð og fagmennsku allan leikinn. Vörnin frábær hjá Stjörnunni og sóknarleikurinn ekki verri. Hverjir stóðu uppúr? Helena Rut var enn og aftur að spila frábærlega fyrir Stjörnuna sem og Eva Björk sem fiskaði mörk víti ásamt því að skora sjö mörk og standa vaktina vel í vörninni. Hvað fór illa? Það var bæði andleysi og óheppni sem einkenndi Fram liðið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er gegn HK laugardaginn 3.des en næsti leikur Stjörnunnar er gegn Þór/KA þann 10.des. Steinunn Björnsdóttir: Ég er orðlaus Hrannar Guðmundsson: Refsuðum þeim fyrir þeirra mistök Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego „Ég er nokkuð ánægður með þetta bara, góður sigur og góð spilamennska,” byrjaði hógvær Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Að skora 33 mörk á móti liði sem er þekkt fyrir sína frábæru vörn, það er í rauninni bara geggjað,” hélt Hrannar áfram að segja. Hrannar vildi meina að varnarleikurinn hafi skilað sigrinum. „Ég held að við höfum klárlega unnið þennan leik í vörninni en síðan refsum við þeim rosalega mikið fyrir þeirra mistök. Það var í rauninni allt sem gekk upp því sóknarleikurinn var virkilega vel smurður og síðan sýndum við mikinn aga allan leikinn.” „Eins og ég hef alltaf sagt, ef við sýnum aga og gefum hinu liðinu ekki einhver ódýr skot og hraðaupphlaup þá munum við alltaf eiga góðan möguleika á að vinna hvaða leik sem er,” endaði Hrannar á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik