Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Haukar 25-24 | Ágúst Emil hetja Gróttu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. nóvember 2022 21:30 Ósvikin gleði. Vísir/Diego Í kvöld mættust Grótta og Haukar í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í frestuðum leik úr 8. umferð Olís-deildar karla. Heimamenn sigruðu leikinn með eins marks mun eftir að hafa skorað þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Hófst leikurinn á því að Ólafur Ægir Ólafsson, leikmaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun í annarri sókn leiksins. Grótta nýtti sér þá yfirtölu og kom sér í tveggja marka forystu. Hraðinn í leiknum var geysilega mikill í byrjun og staðan jöfn 5-5 eftir tíu mínútna leik. Ólafur Ægir mætti full æstur til leiks.Vísir/Diego Þá varð stífla í sóknarleik Hauka sem hafði þó verið stirður í upphafi leiks. Liðinu tókst ekki að skora næstu tíu mínútur leiksins. Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, átti þó stóran þátt í því og varði allt sem kom að marki á þeim kafla. Heimamenn nýttu þetta getuleysi Hauka og komu sér í sex marka forystu, staðan 11-5. Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Hauka, tók þá leikinn yfir og skoraði sex mörk í röð og jafnframt sex síðustu mörk Hauka í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 15-11, heimamönnum í vil. Guðmundur Bragi hélt Haukum inn í leiknum.Vísir/Diego Haukar söxuðu hægt og bítandi að forystu Gróttu frá upphafi síðari hálfleiks. Magnús Gunnar Karlsson, markvörður Hauka, kom einmitt inn í leikinn í hálfleik og stóð sig feiknar vel og átti stóran þátt í því að Haukarnir nálguðust forskot Gróttu. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum varð allt jafnt í fyrsta skipti síðan í stöðunni 5-5 og staðan orðin 21-21. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé. Það leikhlé skilaði litlu og komust Haukar í tveggja marka forystu í fyrsta sinn í leiknum og sjö mínútur eftir. Hart barist.Vísir/Diego Það sem eftir lifði leiks fengu Haukar fjölmörg færi til þess að auka þetta forskot en gerðu það ekki. Grótta fékk sama sinnis mörg tækifæri til að jafna leikinn aftur og gekk það brösuglega en tókst að lokum. Staðan 24-24 og mínúta eftir. Haukar hófu lokamínútuna í sókn sem endaði með skoti Guðmunds Braga Ástþórssonar í hávörn Gróttu og þaðan í stöngina. Grótta hélt í sókn og stimpluðu boltanum niður í hægra hornið á Ágúst Emil Grétarsson sem fór inn úr horninu og skoraði lokamark og jafnframt sigurmark leiksins þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Gífurlegur fögnuður braust út í Hertz höllinni og Grótta með sinn fyrsta sigur síðan 22. september. Sigurmarkið kom í blálokin.Vísir/Diego Ólafi Ægi langar bara heim.Vísir/Diego Af hverju vann Grótta? Grótta var mjög öflug í leiknum í kvöld bæði í vörn og sókn. Margir héldu að leikurinn væri farinn frá þeim undir restina þegar allt leit út fyrir að Haukar myndu fara með sigur af hólmi. Leikmenn Gróttu gáfust hins vegar aldrei upp og sýndu gífurlegan karakter og tóku yfirhöndina í leiknum þegar það skipti hvað mestu máli. Hverjir stóðu upp úr? Fyrst ber að hrósa stuðningsmannasveit Gróttu, Gróttukerruni, fyrir magnaðan stuðning og þvílík læti á leiknum í kvöld. Ekki mörg lið í deildinni sem geta státað sér af þessum stuðningi. Gróttukerran lét vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Diego Hjá Gróttu stóð Jakob Ingi Stefánsson upp úr í markaskorun með 11 mörk. Annars voru aðrir liðsmenn Gróttu heilt yfir mjög jafnir í frammistöðu á vellinum sem var heilt yfir mjög góð og var einn af stóru þáttunum í því að sigurinn endaði þeirra megin. Jakob Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu í kvöld.Vísir/Diego Hjá Haukum bar Guðmundur Bragi Ástþórsson af en hann dró liðið áfram oft á köflum. Guðmundur Bragi með 11 mörkum. Einnig má þó minnast á Magnús Gunnar Karlsson í marki Hauka sem var með 41 prósents vörslu í síðari hálfleik eftir að Matas Pranckevicus hafði aðeins varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik var það sem gekk hvað verst í leiknum. Langar og illa útfærðar sóknir ásamt lélegri færanýtingu úr þeim færum sem þeir fengu á þeim kafla var ekki til útflutnings. Báðum liðum gekk einnig bölvanlega að nýta færin sín á lokakafla leiksins. Grótta klúðraði til að mynda færi þegar liðið var tveimur mönnum fleiri. Það var tekist á.Vísir/Diego Hvað gerist næst? Grótta spilar næsta leik líka á heimavelli og fá þá Selfyssinga í heimsókn. Fer leikurinn fram næsta sunnudag klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Degi síðar fá Haukar ÍR-inga í heimsókn og hefst sá leikur klukkan 19:30. Vorum alveg skelfilegir sóknarlega Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego „Við vorum bara mjög lélegir, vorum alveg skelfilegir sóknarlega. Klikkum svolítið af dauðafærum, eigum einhver sláar- og stangarskot en mér er alveg sama um það. Við hefðum bara átt að gera betur og við vorum ekki nógu fókúseraðir. Það var kannski fyrri hálfleikurinn en svo kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn. Það er margt sem ég er ánægður með þar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, um frammistöðu sinna mann í fyrri hálfleik. „Maggi [Magnús Gunnar Karlsson] fór að verja, þeir kannski líka að setja hann í hliðarnetið. Við vorum bara góðir, miklu betri varnarlega og vorum að taka dauða bolta. Það var svona það sem kom okkur inn í leikinn,“ sagði Ásgeir Örn um hvernig hans menn komu sér inn í leikinn og í forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Ásgeir Örn lítur á lokakafla leiksins að miklu leyti á sem óheppni í bland við minni ákefð. „Það er tekið af okkur eitt mark, við erum rosalega mikið út af líka og duttum bara aðeins niður í ákefð og einhver óheppni í bland,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir „Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. 23. nóvember 2022 22:57
Í kvöld mættust Grótta og Haukar í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í frestuðum leik úr 8. umferð Olís-deildar karla. Heimamenn sigruðu leikinn með eins marks mun eftir að hafa skorað þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Hófst leikurinn á því að Ólafur Ægir Ólafsson, leikmaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun í annarri sókn leiksins. Grótta nýtti sér þá yfirtölu og kom sér í tveggja marka forystu. Hraðinn í leiknum var geysilega mikill í byrjun og staðan jöfn 5-5 eftir tíu mínútna leik. Ólafur Ægir mætti full æstur til leiks.Vísir/Diego Þá varð stífla í sóknarleik Hauka sem hafði þó verið stirður í upphafi leiks. Liðinu tókst ekki að skora næstu tíu mínútur leiksins. Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, átti þó stóran þátt í því og varði allt sem kom að marki á þeim kafla. Heimamenn nýttu þetta getuleysi Hauka og komu sér í sex marka forystu, staðan 11-5. Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikmaður Hauka, tók þá leikinn yfir og skoraði sex mörk í röð og jafnframt sex síðustu mörk Hauka í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 15-11, heimamönnum í vil. Guðmundur Bragi hélt Haukum inn í leiknum.Vísir/Diego Haukar söxuðu hægt og bítandi að forystu Gróttu frá upphafi síðari hálfleiks. Magnús Gunnar Karlsson, markvörður Hauka, kom einmitt inn í leikinn í hálfleik og stóð sig feiknar vel og átti stóran þátt í því að Haukarnir nálguðust forskot Gróttu. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum varð allt jafnt í fyrsta skipti síðan í stöðunni 5-5 og staðan orðin 21-21. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé. Það leikhlé skilaði litlu og komust Haukar í tveggja marka forystu í fyrsta sinn í leiknum og sjö mínútur eftir. Hart barist.Vísir/Diego Það sem eftir lifði leiks fengu Haukar fjölmörg færi til þess að auka þetta forskot en gerðu það ekki. Grótta fékk sama sinnis mörg tækifæri til að jafna leikinn aftur og gekk það brösuglega en tókst að lokum. Staðan 24-24 og mínúta eftir. Haukar hófu lokamínútuna í sókn sem endaði með skoti Guðmunds Braga Ástþórssonar í hávörn Gróttu og þaðan í stöngina. Grótta hélt í sókn og stimpluðu boltanum niður í hægra hornið á Ágúst Emil Grétarsson sem fór inn úr horninu og skoraði lokamark og jafnframt sigurmark leiksins þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Gífurlegur fögnuður braust út í Hertz höllinni og Grótta með sinn fyrsta sigur síðan 22. september. Sigurmarkið kom í blálokin.Vísir/Diego Ólafi Ægi langar bara heim.Vísir/Diego Af hverju vann Grótta? Grótta var mjög öflug í leiknum í kvöld bæði í vörn og sókn. Margir héldu að leikurinn væri farinn frá þeim undir restina þegar allt leit út fyrir að Haukar myndu fara með sigur af hólmi. Leikmenn Gróttu gáfust hins vegar aldrei upp og sýndu gífurlegan karakter og tóku yfirhöndina í leiknum þegar það skipti hvað mestu máli. Hverjir stóðu upp úr? Fyrst ber að hrósa stuðningsmannasveit Gróttu, Gróttukerruni, fyrir magnaðan stuðning og þvílík læti á leiknum í kvöld. Ekki mörg lið í deildinni sem geta státað sér af þessum stuðningi. Gróttukerran lét vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Diego Hjá Gróttu stóð Jakob Ingi Stefánsson upp úr í markaskorun með 11 mörk. Annars voru aðrir liðsmenn Gróttu heilt yfir mjög jafnir í frammistöðu á vellinum sem var heilt yfir mjög góð og var einn af stóru þáttunum í því að sigurinn endaði þeirra megin. Jakob Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu í kvöld.Vísir/Diego Hjá Haukum bar Guðmundur Bragi Ástþórsson af en hann dró liðið áfram oft á köflum. Guðmundur Bragi með 11 mörkum. Einnig má þó minnast á Magnús Gunnar Karlsson í marki Hauka sem var með 41 prósents vörslu í síðari hálfleik eftir að Matas Pranckevicus hafði aðeins varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik var það sem gekk hvað verst í leiknum. Langar og illa útfærðar sóknir ásamt lélegri færanýtingu úr þeim færum sem þeir fengu á þeim kafla var ekki til útflutnings. Báðum liðum gekk einnig bölvanlega að nýta færin sín á lokakafla leiksins. Grótta klúðraði til að mynda færi þegar liðið var tveimur mönnum fleiri. Það var tekist á.Vísir/Diego Hvað gerist næst? Grótta spilar næsta leik líka á heimavelli og fá þá Selfyssinga í heimsókn. Fer leikurinn fram næsta sunnudag klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Degi síðar fá Haukar ÍR-inga í heimsókn og hefst sá leikur klukkan 19:30. Vorum alveg skelfilegir sóknarlega Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego „Við vorum bara mjög lélegir, vorum alveg skelfilegir sóknarlega. Klikkum svolítið af dauðafærum, eigum einhver sláar- og stangarskot en mér er alveg sama um það. Við hefðum bara átt að gera betur og við vorum ekki nógu fókúseraðir. Það var kannski fyrri hálfleikurinn en svo kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn. Það er margt sem ég er ánægður með þar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, um frammistöðu sinna mann í fyrri hálfleik. „Maggi [Magnús Gunnar Karlsson] fór að verja, þeir kannski líka að setja hann í hliðarnetið. Við vorum bara góðir, miklu betri varnarlega og vorum að taka dauða bolta. Það var svona það sem kom okkur inn í leikinn,“ sagði Ásgeir Örn um hvernig hans menn komu sér inn í leikinn og í forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Ásgeir Örn lítur á lokakafla leiksins að miklu leyti á sem óheppni í bland við minni ákefð. „Það er tekið af okkur eitt mark, við erum rosalega mikið út af líka og duttum bara aðeins niður í ákefð og einhver óheppni í bland,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir „Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. 23. nóvember 2022 22:57
„Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. 23. nóvember 2022 22:57
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik