Hægt að ná hæstu tindum ef fólk vinnur saman í hópflæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júlí 2022 07:01 Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að ef svokallað hópflæði næst í hóp geti hann náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. Vísir/Ívar Doktor í sálfræði segir að með því að kenna fólki nýja nálgun í samvinnu og hópvinnu sé hægt að ná fram mun betri afköstum og starfsánægju á vinnustöðum. Í flóknari verkefnum sé ákjósanlegast að hafa ekki fleiri en 4-6 í hópi. Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00