Mikil óþolinmæði í samfélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 19:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira