Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. maí 2022 19:38 Tjörvi Þorgeirsson skorar eitt marka sinna í sigri sínum gegn ÍBV í dag. Vísir/Rakel Rún hHaukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. ÍBV byrjaði fyrri hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Haukar áttu í vandræðum sóknarlega og tók það um fimm mínútur fyrir þá að skora fyrsta markið sitt. Jafnræði var með liðunum þegar að stundar fjórðungur var liðin af leiknum og staðan þá 7-7. ÍBV setti þá í fimmta gír og komu sér mest fjórum mörkum yfir 9-13. Haukarnir áttu erfitt með að koma boltanum í markið á loka mínútum fyrri hálfleiks og var ÍBV þremur mörkum yfir þegar liðin gengu til klefa í hálfleik, 10-13. Magnús Gunnar Karlsson var frábær í marki Haukaliðsins. Vísir/Rakel Rún ÍBV var með yfirhöndina á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en þegar að stundarfjórðungur var eftir af leiknum voru Haukarnir búnir að snúa taflinu við og komnir í 19-18. Haukarnir héldu áfram að auka forystuna og unnu að lokum þriggja marka sigur 28-25. Adam Haukur var öflugur í liði Hauka. Vísir/Rakel Rún Stuðningsmenn Hauka gátu glaðst að Ásvöllum í kvöld. Vísir/Rakel Rún Afhverju unnu Haukar? Haukarnir mættu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleik og var það innkoma Magnús Gunnars í mark Hauka sem að í raun vann þennan leik. Sóknarleikur Hauka í fyrri hálfleik var ekki mjög sannfærandi en þeim tókst að laga það í seinni ásamt því að varnarleikur þeirra styrktist enn frekar. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Darri Aronsson sem var á eldi sóknarlega og skoraði átta mörk. Stefán Rafn og Heimir Óli voru með fjögur hvor. Magnús Gunnar Karlsson kom í mark Hauka í seinni hálfleik og var frábær. Hann var með 13 varða bolta og þar af tvö vítaköst, 50% markvarsla. Hjá ÍBV voru Ásgeir Snær Vignisson og Rúnar Kárason með sjö mörk. Petar Jokanovic varði vel í markinu allan leikinn og endaði með 13 bolta, 35% markvarsla. Hvað gekk illa? Leikurinn var mjög hálfleikjaskiptur. ÍBV voru góðir í fyrri hálfleiknum og unnu hann með þremur á meðan að Haukar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega. Taflið snérist svo við í seinni hálfleik þegar að Haukar rönkuðu við sér og voru leikmenn ÍBV að kasta boltanum frá sér og fundu ekki lausnir við leik Hauka. Hvað gerist næst? Með sigri Hauka fá þeir annan leik sem fer fram í Eyjum á þriðjudaginn kl 18.00 Rúnar Kárason: „Við fórum ógeðslega illa með þetta“ Rúnar Kárason var með sjö mörk fyrir ÍBV í kvöldVísir/Vilhelm „Ég er hundfúll. Við köstuðum þessu frá okkur fannst mér og þetta var gríðarlega svekkjandi,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, svekktur eftir þriggja marka tap á móti Haukum. Með sigri hefðu ÍBV komist áfram í úrslit en Haukarnir náðu að tryggja sér að minnsta kosti annan leik. „Við erum betri stóran hluta af leiknum en mér fannst við samt ekki spila vel. Síðan náðum við aldrei að hrista þá af okkur og klára dæmið. Í staðinn datt þetta ennþá meira niður hjá okkur og þeir gengur á lagið. Haukar eru mjög gott lið og það þýðir ekkert að gefa eftir á móti svoleiðis liði. Við fórum ógeðslega illa með þetta. Mikið af lélegum sendingum beint í hendurnar á þeim og einstaklings mistökum sem að við eigum ekki að okkur að gera.“ Sóknarleikur ÍBV var góður í fyrri hálfleik en virtist slokkna á honum í seinni og fóru leikmenn ÍBV að kasta boltanum frá sér sem var dýrt. „Sóknarleikurinn var lélegur allan leikinn fannst mér. Við hættum að fá upphlaup og þá datt botninn alveg úr þessu.“ Rúnar vill að strákarnir þjappi sér saman og fari yfir hvað var gott í fyrstu tveimur leikjunum fyrir leikinn á þriðjudaginn. „Við þurfum að þjappa okkur saman og reyna að finna lausn á þessu. Finna það sem gekk vel í fyrsta og öðrum leiknum. Þetta er sería og það var engin að búast við því að Haukarnir myndu leggjast niður og gefast upp í dag. Við ætlum okkur meira og þeir koma dýrvitlausir í næsta leik, þeir eru komnir með blóðbragðið núna. Við verðum að rífa okkur saman og fara til baka í þessa góðu hluti sem við gerðum í fyrstu leikjunum.“ Brynjólfur Snær Brynjólfsson: „Við þurfum sigur í dag annars værum við komnir í sumarfrí“ Brynjólfur Snær var sáttur í leikslok „Mér líður ótrúlega vel. Við þurfum sigur í dag annars værum við komnir í sumarfrí. Mér fannst liðið þjappa sér saman og við gerðum allt til að ná þessu í fjórða leik,“ sagði Brynjólfur Snær, leikmaður Hauka, eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Það var allt annað að sjá Haukaliðið í þessum leik en síðustu tveimur viðureignum liðanna. Þeir þéttu vörnina og voru öflugir sóknarleika í seinni hálfleik.“ „Mér fannst við örlítið þétta vörnina, vörnin er reyndar búin að vera á köflum mjög góð. Við náðum algjörlega að stoppa þá í seinni hálfleik, varnarlega. Mér fannst örlítið meira flot á sóknarleiknum í dag.“ Hvernig ætlið þið að mæta í næsta leik? „Vonandi eins og í seinni hálfleik í dag. Mér fannst við helvíti góðir þá.“ Olís-deild karla Haukar ÍBV Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram á þessari braut“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka. 7. maí 2022 21:03
hHaukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. ÍBV byrjaði fyrri hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Haukar áttu í vandræðum sóknarlega og tók það um fimm mínútur fyrir þá að skora fyrsta markið sitt. Jafnræði var með liðunum þegar að stundar fjórðungur var liðin af leiknum og staðan þá 7-7. ÍBV setti þá í fimmta gír og komu sér mest fjórum mörkum yfir 9-13. Haukarnir áttu erfitt með að koma boltanum í markið á loka mínútum fyrri hálfleiks og var ÍBV þremur mörkum yfir þegar liðin gengu til klefa í hálfleik, 10-13. Magnús Gunnar Karlsson var frábær í marki Haukaliðsins. Vísir/Rakel Rún ÍBV var með yfirhöndina á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en þegar að stundarfjórðungur var eftir af leiknum voru Haukarnir búnir að snúa taflinu við og komnir í 19-18. Haukarnir héldu áfram að auka forystuna og unnu að lokum þriggja marka sigur 28-25. Adam Haukur var öflugur í liði Hauka. Vísir/Rakel Rún Stuðningsmenn Hauka gátu glaðst að Ásvöllum í kvöld. Vísir/Rakel Rún Afhverju unnu Haukar? Haukarnir mættu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleik og var það innkoma Magnús Gunnars í mark Hauka sem að í raun vann þennan leik. Sóknarleikur Hauka í fyrri hálfleik var ekki mjög sannfærandi en þeim tókst að laga það í seinni ásamt því að varnarleikur þeirra styrktist enn frekar. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Darri Aronsson sem var á eldi sóknarlega og skoraði átta mörk. Stefán Rafn og Heimir Óli voru með fjögur hvor. Magnús Gunnar Karlsson kom í mark Hauka í seinni hálfleik og var frábær. Hann var með 13 varða bolta og þar af tvö vítaköst, 50% markvarsla. Hjá ÍBV voru Ásgeir Snær Vignisson og Rúnar Kárason með sjö mörk. Petar Jokanovic varði vel í markinu allan leikinn og endaði með 13 bolta, 35% markvarsla. Hvað gekk illa? Leikurinn var mjög hálfleikjaskiptur. ÍBV voru góðir í fyrri hálfleiknum og unnu hann með þremur á meðan að Haukar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega. Taflið snérist svo við í seinni hálfleik þegar að Haukar rönkuðu við sér og voru leikmenn ÍBV að kasta boltanum frá sér og fundu ekki lausnir við leik Hauka. Hvað gerist næst? Með sigri Hauka fá þeir annan leik sem fer fram í Eyjum á þriðjudaginn kl 18.00 Rúnar Kárason: „Við fórum ógeðslega illa með þetta“ Rúnar Kárason var með sjö mörk fyrir ÍBV í kvöldVísir/Vilhelm „Ég er hundfúll. Við köstuðum þessu frá okkur fannst mér og þetta var gríðarlega svekkjandi,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, svekktur eftir þriggja marka tap á móti Haukum. Með sigri hefðu ÍBV komist áfram í úrslit en Haukarnir náðu að tryggja sér að minnsta kosti annan leik. „Við erum betri stóran hluta af leiknum en mér fannst við samt ekki spila vel. Síðan náðum við aldrei að hrista þá af okkur og klára dæmið. Í staðinn datt þetta ennþá meira niður hjá okkur og þeir gengur á lagið. Haukar eru mjög gott lið og það þýðir ekkert að gefa eftir á móti svoleiðis liði. Við fórum ógeðslega illa með þetta. Mikið af lélegum sendingum beint í hendurnar á þeim og einstaklings mistökum sem að við eigum ekki að okkur að gera.“ Sóknarleikur ÍBV var góður í fyrri hálfleik en virtist slokkna á honum í seinni og fóru leikmenn ÍBV að kasta boltanum frá sér sem var dýrt. „Sóknarleikurinn var lélegur allan leikinn fannst mér. Við hættum að fá upphlaup og þá datt botninn alveg úr þessu.“ Rúnar vill að strákarnir þjappi sér saman og fari yfir hvað var gott í fyrstu tveimur leikjunum fyrir leikinn á þriðjudaginn. „Við þurfum að þjappa okkur saman og reyna að finna lausn á þessu. Finna það sem gekk vel í fyrsta og öðrum leiknum. Þetta er sería og það var engin að búast við því að Haukarnir myndu leggjast niður og gefast upp í dag. Við ætlum okkur meira og þeir koma dýrvitlausir í næsta leik, þeir eru komnir með blóðbragðið núna. Við verðum að rífa okkur saman og fara til baka í þessa góðu hluti sem við gerðum í fyrstu leikjunum.“ Brynjólfur Snær Brynjólfsson: „Við þurfum sigur í dag annars værum við komnir í sumarfrí“ Brynjólfur Snær var sáttur í leikslok „Mér líður ótrúlega vel. Við þurfum sigur í dag annars værum við komnir í sumarfrí. Mér fannst liðið þjappa sér saman og við gerðum allt til að ná þessu í fjórða leik,“ sagði Brynjólfur Snær, leikmaður Hauka, eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Það var allt annað að sjá Haukaliðið í þessum leik en síðustu tveimur viðureignum liðanna. Þeir þéttu vörnina og voru öflugir sóknarleika í seinni hálfleik.“ „Mér fannst við örlítið þétta vörnina, vörnin er reyndar búin að vera á köflum mjög góð. Við náðum algjörlega að stoppa þá í seinni hálfleik, varnarlega. Mér fannst örlítið meira flot á sóknarleiknum í dag.“ Hvernig ætlið þið að mæta í næsta leik? „Vonandi eins og í seinni hálfleik í dag. Mér fannst við helvíti góðir þá.“
Olís-deild karla Haukar ÍBV Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram á þessari braut“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka. 7. maí 2022 21:03
„Við þurfum að halda áfram á þessari braut“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka. 7. maí 2022 21:03
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik