Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjamenn einum sigri frá úrslitunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2022 20:10 Rúnar Kárason skoraði átta mörk gegn Haukum, þar af sex í fyrri hálfleik. vísir/vilhelm ÍBV er komið í 2-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir 27-23 sigur í öðrum leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leiknum á Ásvöllum á laugardaginn. ÍBV var sterkari aðilinn í kvöld og leiddi allan leikinn. Eyjamenn voru 16-11 í hálfleik og Haukar náðu aldrei að minnka muninn í minna en fjögur mörk í seinni hálfleik. Hafnfirðingar spiluðu fína vörn í seinni hálfleik en sóknin var slök nánast allan tímann. Til marks um það töpuðu Haukar boltanum sautján sinnum í leiknum. Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sigtryggur Daði Rúnarsson fimm. Liðsheild Eyjamanna var öflug og ellefu leikmenn komust á blað í leiknum. Petar Jokanovic varði ellefu skot í marki ÍBV (32 prósent). Stefán Rafn Sigurmannsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka. Stefán Huldar Stefánsson varði tólf skot (35 prósent), flest þeirra í seinni hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu strax frumkvæðinu. Eins og í fyrsta leiknum byrjaði Elmar Erlingsson á miðjunni. Hann var sjóðheitur í byrjun og skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum ÍBV. Rúnar var einnig í stuði og skoraði sex mörk úr sjö skotum í fyrri hálfleik. Haukar fengu enga markvörslu og þá var sóknin bitlaus. Gestirnir lentu 12-8 undir en eftir tvær brottvísanir heimamanna á skömmum tíma skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 12-11. Adam Haukur Baumruk átti flotta innkomu og var langbesti sóknarmaður Hauka í fyrri hálfleik. Honum tókst hins vegar ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Eftir þennan góða kafla Hauka gaf ÍBV aftur í, skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks og leiddi 16-11 að honum loknum. Eyjamenn nýttu sér mistök Hauka til hins ítrasta og skoruðu sex mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Á meðan skoruðu Haukar aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik og fjögur í heildina. Vörn Eyjamanna var gríðarlega sterk og vert er að minnast á framlag Fannars Þórs Friðgeirssonar sem tók hægri skyttur Hauka úr sambandi í fyrri hálfleik. Þeir Geir Guðmundsson og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu samtals eitt mark úr fjórum skotum og töpuðu boltanum sjö sinnum í leiknum. ÍBV skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og náði sjö marka forskoti, 18-11. Eyjasóknin var ekki jafn góð og í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Vörnin var áfram sterk og Petar tók góð skot í markinu. Haukavörnin efldist í seinni hálfleik og Stefán Huldar náði sér betur á strik en sóknin fylgdi ekki með. Gestirnir héngu samt í skottinu á heimamönnum og gátu minnkað muninn í þrjú mörk þegar Igor Kopyshynskyi komst í hraðaupphlaup. En skot hans fór í slána og í kjölfarið skoraði ÍBV þrjú mörk í röð og jók muninn í sjö mörk, 26-19. Þá var dagskránni lokið. Haukar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og löguðu stöðuna aðeins en sigur ÍBV var aldrei í hættu. Lokatölur 27-23, heimamönnum í vil. Eyjamenn líta hrikalega vel út um þessar mundir og mestu munar um að vörnin er mun betri en í deildarkeppninni. Á meðan virka Haukar ragir og ráðalausir og þeir þurfa að spila miklu betur ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí á laugardaginn. Erlingur: Ungu strákarnir engin lömb að leika sér við Erlingur Richardsson var sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Haukum, sérstaklega varnarmegin.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Haukum í Eyjum í kvöld, 27-23. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. „Mér líður bara mjög vel,“ sagði Erlingur í leikslok. Stemmningin í Eyjum var frábær og gaf leikmönnum ÍBV aukakraft. „Þú vilt leggja þig 110 prósent fram, þannig að þú gangir héðan út eftir að hafa lagt allt í sölurnar. Svo verður að koma í ljós hvort það dugi.“ Vörn ÍBV var mjög sterk í leiknum, eitthvað sem Erlingur var einkar ánægður með. „Varnarleikurinn var alveg frábær og það var unun að horfa á strákana leika vörn í dag. En þú getur aldrei slakað á gegn Haukum. Þeir eru með brellur hér og þar sem við þurfum að vera undirbúnir fyrir. Mér fannst við ná að loka flestu í dag,“ sagði Erlingur. En hver er lykilinn að halda Haukum aðeins í 23 mörkum? „Þetta er sama sagan. Þetta er kannski bara gamla góða 6-0 vörnin, vera þéttir og klárir. Svo erum við líkamlega sterkir. Arnór [Viðarsson] og þessir ungu strákar koma inn og þetta eru engin lömb að leika sér við. Þeir eru búnir að vera í þreksalnum,“ svaraði Erlingur. Þrátt fyrir að ÍBV sé komið í 2-0 í einvíginu er Erlingur með báða fætur kyrfilega á jörðinni þótt hann leyfi sínum mönnum auðvitað að gleðjast yfir góðum sigri. „Við megum alveg vera uppi ef við erum einbeittir. Það er um að gera að vera stoltir og tilbúnir í slaginn. Einbeitingin þarf að vera rétt,“ sagði Erlingur að endingu. Aron: Núna förum við heim, sleikjum sárin og mætum klárir í næsta leik Strákarnir hans Arons Kristjánssonar verða að vinna ÍBV á laugardaginn, annars fara þeir í sumarfrí.vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði að fyrri hálfleikurinn, og sérstaklega lokakafli hans, hafi reynst Hafnfirðingum dýrkeyptur gegn ÍBV. „Við vorum ragir í sókninni í byrjun, fórum ekki í árásirnar og settum vörnina ekki í nein vandræði. Við misstum þá frekar auðveldlega fram úr okkur en komum ágætlega til baka,“ sagði Aron eftir leik. „En lokakaflinn í fyrri hálfleik var okkur erfiður. Við hentum boltanum frá okkur undir lok fyrri hálfleiks og allt í einu var munurinn fimm mörk í staðinn fyrir að vera þrjú mörk og leikurinn í þokkalegu jafnvægi.“ Haukar voru 16-11 undir í hálfleik og komust aldrei nær Eyjamönnum en fjórum mörkum í seinni hálfleik. „Við byrjuðum líka ragir í seinni hálfleik en mér fannst koma viss viðsnúningur þegar við spiluðum með tvo gegnumbrotsmenn fyrir utan. Við spiluðum okkur í góð færi, varnarleikurinn var mjög góður og Stebbi [Stefán Huldar Stefánsson] varði vel en þú vinnur ekki leik með 10-11 tæknimistök í seinni hálfleik,“ sagði Aron. „Ef þú hendir boltanum svona auðveldlega frá þér verður þetta erfitt.“ Þrátt fyrir að Haukar séu 2-0 undir í einvíginu finnst Aroni sínir menn hafa gert ýmislegt vel í leikjunum tveimur. En betur má ef duga skal. „Við byrjuðum ragir í báðum hálfleikjum og lokuðum vellinum. En það kom ágætis taktur í sóknina í seinni hálfleik en þegar þú ert kominn 5-6 mörkum undir má ekkert út af bregða til að komast aftur inn í leikinn,“ sagði Aron. „ÍBV er með gott lið en margir hlutir hafa verið í jafnvægi í þessu einvígi. En það er margt sem er hægt að laga og það er mikilvægt fyrir okkur að vita það. Núna förum við heim, sleikjum sárin og mætum klárir í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar
ÍBV er komið í 2-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir 27-23 sigur í öðrum leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leiknum á Ásvöllum á laugardaginn. ÍBV var sterkari aðilinn í kvöld og leiddi allan leikinn. Eyjamenn voru 16-11 í hálfleik og Haukar náðu aldrei að minnka muninn í minna en fjögur mörk í seinni hálfleik. Hafnfirðingar spiluðu fína vörn í seinni hálfleik en sóknin var slök nánast allan tímann. Til marks um það töpuðu Haukar boltanum sautján sinnum í leiknum. Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sigtryggur Daði Rúnarsson fimm. Liðsheild Eyjamanna var öflug og ellefu leikmenn komust á blað í leiknum. Petar Jokanovic varði ellefu skot í marki ÍBV (32 prósent). Stefán Rafn Sigurmannsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka. Stefán Huldar Stefánsson varði tólf skot (35 prósent), flest þeirra í seinni hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu strax frumkvæðinu. Eins og í fyrsta leiknum byrjaði Elmar Erlingsson á miðjunni. Hann var sjóðheitur í byrjun og skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum ÍBV. Rúnar var einnig í stuði og skoraði sex mörk úr sjö skotum í fyrri hálfleik. Haukar fengu enga markvörslu og þá var sóknin bitlaus. Gestirnir lentu 12-8 undir en eftir tvær brottvísanir heimamanna á skömmum tíma skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 12-11. Adam Haukur Baumruk átti flotta innkomu og var langbesti sóknarmaður Hauka í fyrri hálfleik. Honum tókst hins vegar ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Eftir þennan góða kafla Hauka gaf ÍBV aftur í, skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks og leiddi 16-11 að honum loknum. Eyjamenn nýttu sér mistök Hauka til hins ítrasta og skoruðu sex mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Á meðan skoruðu Haukar aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik og fjögur í heildina. Vörn Eyjamanna var gríðarlega sterk og vert er að minnast á framlag Fannars Þórs Friðgeirssonar sem tók hægri skyttur Hauka úr sambandi í fyrri hálfleik. Þeir Geir Guðmundsson og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu samtals eitt mark úr fjórum skotum og töpuðu boltanum sjö sinnum í leiknum. ÍBV skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og náði sjö marka forskoti, 18-11. Eyjasóknin var ekki jafn góð og í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Vörnin var áfram sterk og Petar tók góð skot í markinu. Haukavörnin efldist í seinni hálfleik og Stefán Huldar náði sér betur á strik en sóknin fylgdi ekki með. Gestirnir héngu samt í skottinu á heimamönnum og gátu minnkað muninn í þrjú mörk þegar Igor Kopyshynskyi komst í hraðaupphlaup. En skot hans fór í slána og í kjölfarið skoraði ÍBV þrjú mörk í röð og jók muninn í sjö mörk, 26-19. Þá var dagskránni lokið. Haukar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og löguðu stöðuna aðeins en sigur ÍBV var aldrei í hættu. Lokatölur 27-23, heimamönnum í vil. Eyjamenn líta hrikalega vel út um þessar mundir og mestu munar um að vörnin er mun betri en í deildarkeppninni. Á meðan virka Haukar ragir og ráðalausir og þeir þurfa að spila miklu betur ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí á laugardaginn. Erlingur: Ungu strákarnir engin lömb að leika sér við Erlingur Richardsson var sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Haukum, sérstaklega varnarmegin.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Haukum í Eyjum í kvöld, 27-23. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. „Mér líður bara mjög vel,“ sagði Erlingur í leikslok. Stemmningin í Eyjum var frábær og gaf leikmönnum ÍBV aukakraft. „Þú vilt leggja þig 110 prósent fram, þannig að þú gangir héðan út eftir að hafa lagt allt í sölurnar. Svo verður að koma í ljós hvort það dugi.“ Vörn ÍBV var mjög sterk í leiknum, eitthvað sem Erlingur var einkar ánægður með. „Varnarleikurinn var alveg frábær og það var unun að horfa á strákana leika vörn í dag. En þú getur aldrei slakað á gegn Haukum. Þeir eru með brellur hér og þar sem við þurfum að vera undirbúnir fyrir. Mér fannst við ná að loka flestu í dag,“ sagði Erlingur. En hver er lykilinn að halda Haukum aðeins í 23 mörkum? „Þetta er sama sagan. Þetta er kannski bara gamla góða 6-0 vörnin, vera þéttir og klárir. Svo erum við líkamlega sterkir. Arnór [Viðarsson] og þessir ungu strákar koma inn og þetta eru engin lömb að leika sér við. Þeir eru búnir að vera í þreksalnum,“ svaraði Erlingur. Þrátt fyrir að ÍBV sé komið í 2-0 í einvíginu er Erlingur með báða fætur kyrfilega á jörðinni þótt hann leyfi sínum mönnum auðvitað að gleðjast yfir góðum sigri. „Við megum alveg vera uppi ef við erum einbeittir. Það er um að gera að vera stoltir og tilbúnir í slaginn. Einbeitingin þarf að vera rétt,“ sagði Erlingur að endingu. Aron: Núna förum við heim, sleikjum sárin og mætum klárir í næsta leik Strákarnir hans Arons Kristjánssonar verða að vinna ÍBV á laugardaginn, annars fara þeir í sumarfrí.vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði að fyrri hálfleikurinn, og sérstaklega lokakafli hans, hafi reynst Hafnfirðingum dýrkeyptur gegn ÍBV. „Við vorum ragir í sókninni í byrjun, fórum ekki í árásirnar og settum vörnina ekki í nein vandræði. Við misstum þá frekar auðveldlega fram úr okkur en komum ágætlega til baka,“ sagði Aron eftir leik. „En lokakaflinn í fyrri hálfleik var okkur erfiður. Við hentum boltanum frá okkur undir lok fyrri hálfleiks og allt í einu var munurinn fimm mörk í staðinn fyrir að vera þrjú mörk og leikurinn í þokkalegu jafnvægi.“ Haukar voru 16-11 undir í hálfleik og komust aldrei nær Eyjamönnum en fjórum mörkum í seinni hálfleik. „Við byrjuðum líka ragir í seinni hálfleik en mér fannst koma viss viðsnúningur þegar við spiluðum með tvo gegnumbrotsmenn fyrir utan. Við spiluðum okkur í góð færi, varnarleikurinn var mjög góður og Stebbi [Stefán Huldar Stefánsson] varði vel en þú vinnur ekki leik með 10-11 tæknimistök í seinni hálfleik,“ sagði Aron. „Ef þú hendir boltanum svona auðveldlega frá þér verður þetta erfitt.“ Þrátt fyrir að Haukar séu 2-0 undir í einvíginu finnst Aroni sínir menn hafa gert ýmislegt vel í leikjunum tveimur. En betur má ef duga skal. „Við byrjuðum ragir í báðum hálfleikjum og lokuðum vellinum. En það kom ágætis taktur í sóknina í seinni hálfleik en þegar þú ert kominn 5-6 mörkum undir má ekkert út af bregða til að komast aftur inn í leikinn,“ sagði Aron. „ÍBV er með gott lið en margir hlutir hafa verið í jafnvægi í þessu einvígi. En það er margt sem er hægt að laga og það er mikilvægt fyrir okkur að vita það. Núna förum við heim, sleikjum sárin og mætum klárir í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik