Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2022 19:07 Björn Leví á sæti í forsætisnefnd. Fyrir aftan hann sést glitta í Birgi Ármannsson, forseta Alþingis og forseta forsætisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“ Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“
Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira