Umfjöllun: FH - Valur 27-37 | Valsmenn niðurlægðu Fimleikafélagið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2022 20:05 Valsmenn fagna sætum sigri í kvöld. vísir/hulda margrét Valur er kominn í úrslit Coca Cola-bikarsins eftir frábæran tíu marka sigur, 27-37, á FH í undanúrslitaleik í kvöld. Flestir bjuggust við hörkuslag en fengu hann aldrei. Því var nú verr og miður. Kenna má Valsmönnum um það því þeir voru alveg rosalega góðir í þessum leik. Það var hrein unun að horfa á þá spila. Valsmenn voru með frumkvæðið alveg frá upphafi. Þeim gekk þó illa að hrista FH-ingana af sér sem voru alltaf í seilingarfjarlægð þó engin væri markvarslan. Munurinn var tvö mörk í hálfleik, 14-16, þar sem Arnór Snær Óskarsson skoraði níu mörk en Phil Döhler varði eitt skot. Valsmenn settu í ofurgírinn í síðari hálfleik og hreinlega keyrðu yfir FH-ingana. Það bætti ekki úr skák hjá FH er Egill Magnússon meiddist. Engu að síður var FH að tapa á þeim kafla og hann hefði ekki komið þeim aftur inn í leikinn. Valsmenn voru einfaldlega of góðir. Það var líka engin miskunn hjá Valsmönnum sem keyrðu miskunnarlaust í andlitið á FH og gerðu sitt besta til þess að flengja þá. Niðurlægja þá. Það gerðu þeir á endanum því þetta var neyðarlegt tap hjá FH sem gerir meiri kröfur til síns liðs en þetta. Björgvin Páll var góður eins og alltaf. Hann fagnaði með sínu besta fólki eftir leik.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Tvennt reið baggamuninn í þessum leik. Út úr þessum heimi frammistaða Arnórs Snæs og svo markvarslan. Björgvin skilaði sínu á meðan það var ekkert að frétta hjá markvörðum FH. Vörnin líka mun betri hjá Valsmönnum. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Snær var eins og kóngur í ríki sínu á vellinum og gerði bara það sem hann vildi. Það gekk allt upp. Egill Magnússon var langbesti leikmaður FH áður en hann meiddist. Hvað gekk illa? Það gekk allt vel hjá Valsmönnum en markvarslan særði FH sem og meiðslin. Ásbjörn Friðriksson var líka sem huldumaður á vellinum og við því má FH einfaldlega ekki. Hvað gerist næst? Valur spilar úrslitaleik á laugardaginn en FH fer á æfingu. Valsmenn eru ansi líklegir til afreka miðað við frammistöðu kvöldsins.vísir/hulda margrét Arnór Snær: Ég pæli ekkert of mikið og spila bara leikinn „Við náum að keyra hraðaupphlaupin í seinni og vörnin small í gang með Bjögga fyrir aftan. Það gerði gæfumuninn,“ sagði stjarna Valsmanna í kvöld, Arnór Snær Óskarsson, sem átti ótrúlegan leik. Hann skoraði þrettán mörk í leiknum og fiskaði þess utan fimm víti. Hann skoraði úr þeim öllum en öll níu víti Arnórs fóru í netið. „Ég veit ekki hvaðan ég sæki sjálfstraustið. Ég pældi ekkert í því. Ég bara spila leikinn. Það er smá stress fyrst en svo gleymir maður því.“ Vítin hjá Arnóri Snæ voru lyginni líkust. Hvert öðru öruggara. „Ég veit ekki hvað er málið með vítin. Ég ætlaði að eigna með hlutverk vítaskyttunnar og það hefur gengið vel. Ég ætla að reyna að spila minn leik í úrslitunum og bjóða upp á það sama,“ sagði Arnór Snær hógvær. Sigursteinn: Ekki nógu gott hvernig við klárum leikinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir leikinn en hans lið mætti einfaldlega miklu betra liði í kvöld. „Þetta er rosalega sárt og mikið svekkelsi. Það er ekkert hægt að lýsa þessu öðruvísi,“ segir Sigursteinn en af hverju verður hans lið undir í þessum leik? „Mér fannst við aldrei ná okkar takti í vörninni í leiknum. Í sókninni vorum við ágætir í fyrri hálfleik. „Svo fjarar helvíti hratt undan þessu í síðari hálfleik. Þegar við reynum að taka smá áhættur þá sigldi þetta frá okkur. Það er ekki nógu gott hvernig við klárum þennan leik.“ Markvörðurinn Phil Döhler var ekki nema skugginn af sjálfum sér í leiknum og munaði um minna. „Það er í lagi með hann. Hann hitti bara ekki á daginn sinn í dag við erfið vinnuskilyrði.“ Íslenski handboltinn FH Valur
Valur er kominn í úrslit Coca Cola-bikarsins eftir frábæran tíu marka sigur, 27-37, á FH í undanúrslitaleik í kvöld. Flestir bjuggust við hörkuslag en fengu hann aldrei. Því var nú verr og miður. Kenna má Valsmönnum um það því þeir voru alveg rosalega góðir í þessum leik. Það var hrein unun að horfa á þá spila. Valsmenn voru með frumkvæðið alveg frá upphafi. Þeim gekk þó illa að hrista FH-ingana af sér sem voru alltaf í seilingarfjarlægð þó engin væri markvarslan. Munurinn var tvö mörk í hálfleik, 14-16, þar sem Arnór Snær Óskarsson skoraði níu mörk en Phil Döhler varði eitt skot. Valsmenn settu í ofurgírinn í síðari hálfleik og hreinlega keyrðu yfir FH-ingana. Það bætti ekki úr skák hjá FH er Egill Magnússon meiddist. Engu að síður var FH að tapa á þeim kafla og hann hefði ekki komið þeim aftur inn í leikinn. Valsmenn voru einfaldlega of góðir. Það var líka engin miskunn hjá Valsmönnum sem keyrðu miskunnarlaust í andlitið á FH og gerðu sitt besta til þess að flengja þá. Niðurlægja þá. Það gerðu þeir á endanum því þetta var neyðarlegt tap hjá FH sem gerir meiri kröfur til síns liðs en þetta. Björgvin Páll var góður eins og alltaf. Hann fagnaði með sínu besta fólki eftir leik.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Tvennt reið baggamuninn í þessum leik. Út úr þessum heimi frammistaða Arnórs Snæs og svo markvarslan. Björgvin skilaði sínu á meðan það var ekkert að frétta hjá markvörðum FH. Vörnin líka mun betri hjá Valsmönnum. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Snær var eins og kóngur í ríki sínu á vellinum og gerði bara það sem hann vildi. Það gekk allt upp. Egill Magnússon var langbesti leikmaður FH áður en hann meiddist. Hvað gekk illa? Það gekk allt vel hjá Valsmönnum en markvarslan særði FH sem og meiðslin. Ásbjörn Friðriksson var líka sem huldumaður á vellinum og við því má FH einfaldlega ekki. Hvað gerist næst? Valur spilar úrslitaleik á laugardaginn en FH fer á æfingu. Valsmenn eru ansi líklegir til afreka miðað við frammistöðu kvöldsins.vísir/hulda margrét Arnór Snær: Ég pæli ekkert of mikið og spila bara leikinn „Við náum að keyra hraðaupphlaupin í seinni og vörnin small í gang með Bjögga fyrir aftan. Það gerði gæfumuninn,“ sagði stjarna Valsmanna í kvöld, Arnór Snær Óskarsson, sem átti ótrúlegan leik. Hann skoraði þrettán mörk í leiknum og fiskaði þess utan fimm víti. Hann skoraði úr þeim öllum en öll níu víti Arnórs fóru í netið. „Ég veit ekki hvaðan ég sæki sjálfstraustið. Ég pældi ekkert í því. Ég bara spila leikinn. Það er smá stress fyrst en svo gleymir maður því.“ Vítin hjá Arnóri Snæ voru lyginni líkust. Hvert öðru öruggara. „Ég veit ekki hvað er málið með vítin. Ég ætlaði að eigna með hlutverk vítaskyttunnar og það hefur gengið vel. Ég ætla að reyna að spila minn leik í úrslitunum og bjóða upp á það sama,“ sagði Arnór Snær hógvær. Sigursteinn: Ekki nógu gott hvernig við klárum leikinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir leikinn en hans lið mætti einfaldlega miklu betra liði í kvöld. „Þetta er rosalega sárt og mikið svekkelsi. Það er ekkert hægt að lýsa þessu öðruvísi,“ segir Sigursteinn en af hverju verður hans lið undir í þessum leik? „Mér fannst við aldrei ná okkar takti í vörninni í leiknum. Í sókninni vorum við ágætir í fyrri hálfleik. „Svo fjarar helvíti hratt undan þessu í síðari hálfleik. Þegar við reynum að taka smá áhættur þá sigldi þetta frá okkur. Það er ekki nógu gott hvernig við klárum þennan leik.“ Markvörðurinn Phil Döhler var ekki nema skugginn af sjálfum sér í leiknum og munaði um minna. „Það er í lagi með hann. Hann hitti bara ekki á daginn sinn í dag við erfið vinnuskilyrði.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik