Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 11:56 Alda Lárusdóttir fékk þær fréttir á laugardagsmorgun að sonur hennar hefði verið stunginn ítrekað í miðbæ Reykjavíkur um nóttina. Aðsend mynd Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira