Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2022 09:02 Elísabet segir mikilvægt að þróunin á Íslandi verði ekki eins og í Kanada. Mynd/Aðsend/Getty Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. Undanfarnar tvær vikur hefur takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verið mótmælt víðs vegar í Kanada en fjölmenn mótmæli fóru til að mynda fram í Vancouver um síðustu helgi. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er í mastersnámi við Háskólann í British Columbia og er þar í bekk með fjölmörgum heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa verið uggandi yfir stöðu mála, sérstaklega eftir síðustu helgi. Elísabet fór út til Kanada í framhaldsnám í lok árs 2021 en fyrir það hafði hún starfað sem hjúkrunarfræðingur til að mynda hjá Frú Ragnheiði og á heilsugæslunni. „Það sem er kannski helst að gerast fyrir bekkjarfélaga mína hérna úti, sem er að koma mér verulega á óvart, er sem sagt að mótmælin hérna við frelsisskerðingum sem fólk er að upplifa vegna Covid eru í auknum mæli að beinast að heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Elísabet. Sprengjuhótanir og líkamsárásir dropinn sem fyllti mælinn Nýverið var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsmanna að vera ekki í vinnufötum utan stofnanna eða vera með sýnileg nafnskírteini vegna hættu á áreiti frá mótmælendum. Þá hafa yfirvöld fest það í lög að ákveðin svæði í kringum heilbrigðisstofnanir séu vernduð fyrir mótmælum. „Ástæðan fyrir þessu er líkamsárásir sem að heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið fyrir og aðkasti, og nú síðustu helgi voru sprengjuhótanir víða inni á heilbrigðisstofnunum,“ segir Elísabet. „Þannig að um síðustu helgi þá var dálítið að sjóða upp úr og bekkjarfélagar mínir lýstu því þannig að það kom þeim á óvart að staðan væri orðin svona, þau virtust ekki sjálf átta sig á því að staðan væri orðin svona í mótmælunum,“ segir hún enn fremur. Elísabet segir stöðuna markvisst hafa farið versnandi í gegnum faraldurinn. Sprengjuhótanirnar um síðustu helgi, sem reyndust þó vera gabb að sögn lögreglu, hafi síðan verið dropinn sem fyllti mælinn að sögn Elísabetar. „Það var svolítið það sem að setti mig í þá stöðu að fara að hugsa þetta svolítið gagnrýnna og reyna að sjá stóru myndina, hvað er að gerast í samfélaginu okkar sem er að orsaka það að spítalar eru ekki lengur öruggur staður til að fara á til að fá þjónustu í vestrænum ríkjum,“ segir Elísabet. „Maður veit ekki alveg í stóru myndinni hvað mun gerast og ég vil auðvitað ekki að þetta þróist í einhverja átt þannig það verði meiri öfgar. Þannig maður er að reyna að stíga aðeins til baka og sjá hvað er að stía ölum þessum hópum í sundur og hverjar eru afleiðingarnar af því líka að þessi mótmæli séu að grassera,“ segir hún. Íslendingar heppnir með sitt frelsi Á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa aðgerða en þó hefur ekki verið sett á bólusetningarskylda. Það hefur vissulega komið til tals að veita bólusettum sérstök réttindi með bólusetningarpössum, líkt og er til að mynda gert í Kanada, en það hefur ekki verið gert, enn sem komið er. Elísabet segir mikilvægt að horfa á stóru myndina og segir Íslendinga heppna með það að yfirvöld hafi ekki sett á bólusetningarskyldu. „Vissulega eru alls konar einstaklingar að upplifa allskonar frelsiskerðingar og ég held að við þurfum klárlega að að líta á þær, eins og bara aðgengi að þjónustu fyrir heimilislausa einstaklinga, fyrir flóttafólk, fyrir hælisleitendur, öryrkja, hvaða hóp sem er,“ segir Elísabet. „En í stóra samhenginu þá búum við enn þá við það frelsi að velja hvort við fáum bólusetningu eða ekki og það þurfa auðvitað allir að virða þá ákvörðun, sama hvernig það er.“ Elísabet segist enn upplifa mikla óvissu sem heilbrigðisstarfsmaður, bæði í Kanada og á Íslandi, en telur að nú sé tækifærið til að læra af reynslunni eftir sannkallaða fordæmalausa tíma. „Við erum vissulega á krossgötum og ég held að þetta gæti farið í margar áttir en til þess að þetta fari í átt sem er góð fyrir heildina, þá held ég að við þurfum bara aftur einhvern veginn að reyna að finna samstöðuna á Íslandi til að koma í veg fyrir að þetta þróist í þessa átt. Hérna úti í Kanada þá veit ég ekki hvað maður getur gert en það þarf einhvern veginn að leiða hópinn saman aftur og bara gera þetta saman,“ segir Elísabet. „Ég held að við séum bara með frábært tækifæri, á Íslandi sérstaklega, til að taka ákvörðun um að fara ekki í þessa átt og halda áfram í góða átt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verið mótmælt víðs vegar í Kanada en fjölmenn mótmæli fóru til að mynda fram í Vancouver um síðustu helgi. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er í mastersnámi við Háskólann í British Columbia og er þar í bekk með fjölmörgum heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa verið uggandi yfir stöðu mála, sérstaklega eftir síðustu helgi. Elísabet fór út til Kanada í framhaldsnám í lok árs 2021 en fyrir það hafði hún starfað sem hjúkrunarfræðingur til að mynda hjá Frú Ragnheiði og á heilsugæslunni. „Það sem er kannski helst að gerast fyrir bekkjarfélaga mína hérna úti, sem er að koma mér verulega á óvart, er sem sagt að mótmælin hérna við frelsisskerðingum sem fólk er að upplifa vegna Covid eru í auknum mæli að beinast að heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Elísabet. Sprengjuhótanir og líkamsárásir dropinn sem fyllti mælinn Nýverið var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsmanna að vera ekki í vinnufötum utan stofnanna eða vera með sýnileg nafnskírteini vegna hættu á áreiti frá mótmælendum. Þá hafa yfirvöld fest það í lög að ákveðin svæði í kringum heilbrigðisstofnanir séu vernduð fyrir mótmælum. „Ástæðan fyrir þessu er líkamsárásir sem að heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið fyrir og aðkasti, og nú síðustu helgi voru sprengjuhótanir víða inni á heilbrigðisstofnunum,“ segir Elísabet. „Þannig að um síðustu helgi þá var dálítið að sjóða upp úr og bekkjarfélagar mínir lýstu því þannig að það kom þeim á óvart að staðan væri orðin svona, þau virtust ekki sjálf átta sig á því að staðan væri orðin svona í mótmælunum,“ segir hún enn fremur. Elísabet segir stöðuna markvisst hafa farið versnandi í gegnum faraldurinn. Sprengjuhótanirnar um síðustu helgi, sem reyndust þó vera gabb að sögn lögreglu, hafi síðan verið dropinn sem fyllti mælinn að sögn Elísabetar. „Það var svolítið það sem að setti mig í þá stöðu að fara að hugsa þetta svolítið gagnrýnna og reyna að sjá stóru myndina, hvað er að gerast í samfélaginu okkar sem er að orsaka það að spítalar eru ekki lengur öruggur staður til að fara á til að fá þjónustu í vestrænum ríkjum,“ segir Elísabet. „Maður veit ekki alveg í stóru myndinni hvað mun gerast og ég vil auðvitað ekki að þetta þróist í einhverja átt þannig það verði meiri öfgar. Þannig maður er að reyna að stíga aðeins til baka og sjá hvað er að stía ölum þessum hópum í sundur og hverjar eru afleiðingarnar af því líka að þessi mótmæli séu að grassera,“ segir hún. Íslendingar heppnir með sitt frelsi Á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa aðgerða en þó hefur ekki verið sett á bólusetningarskylda. Það hefur vissulega komið til tals að veita bólusettum sérstök réttindi með bólusetningarpössum, líkt og er til að mynda gert í Kanada, en það hefur ekki verið gert, enn sem komið er. Elísabet segir mikilvægt að horfa á stóru myndina og segir Íslendinga heppna með það að yfirvöld hafi ekki sett á bólusetningarskyldu. „Vissulega eru alls konar einstaklingar að upplifa allskonar frelsiskerðingar og ég held að við þurfum klárlega að að líta á þær, eins og bara aðgengi að þjónustu fyrir heimilislausa einstaklinga, fyrir flóttafólk, fyrir hælisleitendur, öryrkja, hvaða hóp sem er,“ segir Elísabet. „En í stóra samhenginu þá búum við enn þá við það frelsi að velja hvort við fáum bólusetningu eða ekki og það þurfa auðvitað allir að virða þá ákvörðun, sama hvernig það er.“ Elísabet segist enn upplifa mikla óvissu sem heilbrigðisstarfsmaður, bæði í Kanada og á Íslandi, en telur að nú sé tækifærið til að læra af reynslunni eftir sannkallaða fordæmalausa tíma. „Við erum vissulega á krossgötum og ég held að þetta gæti farið í margar áttir en til þess að þetta fari í átt sem er góð fyrir heildina, þá held ég að við þurfum bara aftur einhvern veginn að reyna að finna samstöðuna á Íslandi til að koma í veg fyrir að þetta þróist í þessa átt. Hérna úti í Kanada þá veit ég ekki hvað maður getur gert en það þarf einhvern veginn að leiða hópinn saman aftur og bara gera þetta saman,“ segir Elísabet. „Ég held að við séum bara með frábært tækifæri, á Íslandi sérstaklega, til að taka ákvörðun um að fara ekki í þessa átt og halda áfram í góða átt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33