Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2022 09:14 Japanir hafa aukið fjárútlát til varnarmála töluvert á undanförnum árum. AP/Eugene Hoshiko Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022 Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022
Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira