Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2021 08:19 Sérfræðingar draga í efa að styttri einangrunatími muni gera það að verkum að fleiri fara að reglum um einangrun. Þá benda þeir á að fjöldi virði grímuskylduna að vettugi. epa/Justin Lane Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira