Sorpa dæmd til að greiða níutíu milljónir vegna útboðsklúðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 10:58 Deilan snerist um útboð á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi. Vísir/Arnar Sorpa þarf að greiða Íslenskum aðalverktökum 89,4 milljónir vegna útboðsins á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarsstöð Sorpu á Álfsnesi. Héraðsdómur telur Sorpu ekki hafa gætt jafnræðis á milli bjóðenda í verkið. Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað. Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað.
Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18