Þá fjöllum við um Ameríkuflug Play en í morgun var tilkynnt um að félagið ætli að hefja áætlunarflug til Boston og Washington í vor. Einnig fjöllum við um átök innan Sjálfstæðisflokksins í borginni en tvö í það minnsta ætla að sækjast eftir oddvitasætinu þar á bæ.
Að lokum segjum við svo frá því að ekkert óvissustig er í gildi í landinu sem telst til tíðinda, því slík staða hefur ekki verið uppi í rúmt ár.