Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 10:28 Gauknum var lokað í gær, til að varna því að þangað kæmu Covid-sjúklingar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira