„Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 15:04 Húsflugan hefur hingað til talist meinlítið kvikindi en hún gerir íbúum í Grafarvogi lífið leitt. Og reyndar íbúum víðar um land. Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur. Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur.
Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira