Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Snorri Másson skrifar 25. júlí 2021 17:00 Persónuvernd er með mál stúlkna á ReyCup til skoðunar. Vísir Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. Stofnunin mun kanna málið í vikunni en í samtali við fréttastofu segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, að engin afstaða verði tekin til málsins strax. Enn á eftir að kanna málavexti. Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri hjá Persónuvernd.Stöð 2 Forsvarsmenn ReyCup hafa sagt að málið hafi stafað af athugunarleysi, en að ekkert bendi til þess að nokkur ásetningur um að fylgjast með stúlkunum hafi verið fyrir hendi. Framkvæmdastjóri Laugardalshallar hefur bent á að Laugardalshöll sé að upplagi ekki hugsuð sem gistiaðstaða. Helga Sigríður segir að almennt gildi að breytist starfsemi í rými þar sem vöktun fer fram, þurfi áfram að huga að því að vöktun undir nýjum kringumstæðum sé heimil. „Það má vakta rými undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis í öryggistilgangi, eða til þess að verja eignir eða þess háttar. En þegar notkunin á rýminu breytist þarf að huga að því að notkunin sé áfram heimil,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ef niðurstaðan er yfirleitt sú að það sé yfirleitt í lagi að vakta viðkomandi rými, þarf að hafa í huga að merkingar séu í lagi þannig að það séu allir meðvitaðir um vöktunina.“ Loks segir Helga að persónuupplýsingar barna njóti þá sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Stofnunin mun kanna málið í vikunni en í samtali við fréttastofu segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, að engin afstaða verði tekin til málsins strax. Enn á eftir að kanna málavexti. Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri hjá Persónuvernd.Stöð 2 Forsvarsmenn ReyCup hafa sagt að málið hafi stafað af athugunarleysi, en að ekkert bendi til þess að nokkur ásetningur um að fylgjast með stúlkunum hafi verið fyrir hendi. Framkvæmdastjóri Laugardalshallar hefur bent á að Laugardalshöll sé að upplagi ekki hugsuð sem gistiaðstaða. Helga Sigríður segir að almennt gildi að breytist starfsemi í rými þar sem vöktun fer fram, þurfi áfram að huga að því að vöktun undir nýjum kringumstæðum sé heimil. „Það má vakta rými undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis í öryggistilgangi, eða til þess að verja eignir eða þess háttar. En þegar notkunin á rýminu breytist þarf að huga að því að notkunin sé áfram heimil,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ef niðurstaðan er yfirleitt sú að það sé yfirleitt í lagi að vakta viðkomandi rými, þarf að hafa í huga að merkingar séu í lagi þannig að það séu allir meðvitaðir um vöktunina.“ Loks segir Helga að persónuupplýsingar barna njóti þá sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18