Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 29-32 | Haukar í úrslit en Stjörnumenn bitu frá sér Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2021 20:50 Haukar eru komnir í úrslitin Vísir/Hulda Margrét Haukar voru með fimm marka forystu eftir fyrri leikinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildarinnar og kláruðu einvígið í kvöld en Stjörnumenn bitu frá sér og unnu leikinn 29-32. Stjörnumenn höfðu verk að vinna eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Haukum með 5 mörkum 23-28. Leikurinn byrjaði jafn og var svipaður taktur í liðunum til að byrja með, eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn 7-7. Stefán Rafn byrjaði leikinn af krafti og gerði 4 mörk á snörpum tíma í fyrri hálfleik en þurfti síðan að fara útaf vegna meiðsla og kom ekki meira við sögu. Það dróg til tíðinda þegar Haukarnir komust tveimur mörkum yfir 10-8. Patrekur hafði þá tekið leikhlé sem virðist virka fullkomlega. Stjarnan spilaði síðustu 13 mínútur leiksins óaðfinnanlega og undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðinn 10-15 Stjörnunni í vil sem þýddi að þeir voru búnir að vinna upp forskot Hauka frá fyrri leik liðana. Þessi kafli Hauka einkenndist af pirring og óþolinmæði. Það þorði enginn að taka á skarið sem Stjarnan nýtti sér og staðna 11-15 í hálfleik. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleik betur, þeir voru að skora mikið af auðveldum mörkum ásamt því að loka á Stjörnuna. Haukarnir jöfnuðu leikinn í 24-24 sem neyddi Patrek í að taka sitt annað leikhlé á skömmum tíma. Stjörnumenn bitu frá sér og fóru aftur í gírinn sem þeir voru í fyrri hálfleik. Þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-29 en að lokum gerðu Haukarnir það sem þurfti og minnkuðu forskot Stjörnunnar og endaði leikurinn 29-32. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði talsvert betur í þessum leik heldur en í þeim fyrri. Þeir spiluðu vel skipulagða vörn ásamt því að fá góða markvörslu framan af leik. Kafli Stjörnunnar í fyrri hálfleik þar sem þeir tóku öll völd á vellinum og gerðu 7 mörk í röð, þeir voru síðan óheppnir að fara ekki með fimm marka forskot inn í hálfleikinn en Heimir Óli skoraði mark í blálokinn. Undir lokinn virtist tankurinn vera tómur hjá Stjörnunni þar sem þeir þurftu að vinna leikinn með 5 mörkum eða meira og Haukarnir fóru því áfram í loka úrslitin. Hverjir stóðu upp úr? Tandri Már Konráðsson svaraði gagnrýnisröddum í kvöld með frábæri frammistöðu. Tandri var drifkraftur liðsins og gerði 10 mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti góðan leik í hægra horni Hauka. Brynjólfur gerði 6 mörk úr 7 skotum og var eitt af mörkum hans ansi huggulegur sirkus. Í fyrri hálfleik var Brynjar Darri Baldursson frábær hann varði vel og var stór partur af því hvers vegna Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Hvað gekk illa? Haukarnir virtust vera að fara á taugum í fyrri hálfleik. Þeir fóru að láta hina ýmsu hluti fara í taugarna á sér sem endurspeglaðist inn á vellinum, ásamt því voru þeir smeikir við að taka á skarið þegar Stjarnan spilaði þétta vörn á þá. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni og er ég sannfærður um að þeir muni byggja ofan á frambærilegt fyrsta tímabil undir stjórn Patrek Jóhannessonar. Haukar eru komnir í úrslitaeinvígið sem hefst á þriðjudag klukkan 19:30. Andstæðingur og hvar leikurinn fer fram kemur í ljós eftir leik Vals og ÍBV. Til að verða Íslandsmeistari þarf maður að fara í gegnum erfiða leiki Aron hlakkar til að mæta næsta andstæðingiVísir/Vilhelm „Við erum mjög ánægðir með að fara í úrslitin eftir erfiðan leik í kvöld. Við vorum ekki næginlega beittir í skotunum, Brynjar Darri dróg úr okkur tennurnar í fyrri hálfleik. Það hefur verið mikið um það í þessum tveimur leikjum hjá okkur að við erum mistækir sóknarlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Haukarnir jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik 24-24 en þá kom annar slæmur kafli hjá liðinu sem hleyppti Stjörnunni inn í leikinn á nýjan leik. „Við vorum miklir klaufar, fórum illa með færin okkar, gripum ekki boltann ásamt því að hreyfa okkur vitlaust varnarlega." Þrátt fyrir tap var Aron brattur komandi inn í úrslitaeinvígið sem hefst í næstu viku. „Við spiluðum ekki vel í þessum tveimur leikjum sem við þurfum að skerpa á fyrir úrslitareinvígið." „Hvort sem við mætum Val eða ÍBV þá verður það hörku einvígi, það er alltaf þannig að öll lið fara í gegnum mótlæti og til að verða meistari þarftu að fara í gegnum erfiða leiki," sagði Aron að lokum. Gott fyrir næsta tímabil að vita að við getum komið á Ásvelli og stýrt leikjum Patrekur vill að sínir menn æfi vel í sumarVísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar stoltur af liðinu þrátt fyrir að vera dottinn úr leik. „Að koma hingað á Ásvelli og vera betri aðilinn er frábært. Fyrri hálfleikurinn var með því betra sem ég hef séð frá þessu liði og er ég mjög ánægður með strákana og fólkið mitt," sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan átti frábæran kafla í fyrri hálfleik eftir að þeir lentu 9-8 undir og þá tók Patrekur leikhlé. „Leikplanið okkar var að spila aftar en við höfðum verið að gera. Við leyfðum þeim að skjóta sem við leystum vel og fengum auðveld mörk í kjölfarið." „Þó tímabilið sé búið þá er gott að vita það upp á framhaldið að við getum komið á Ásvelli og stýrt leikjum það er jákvætt." Haukarnir jöfnuðu leikinn í 24-24 þá tók við góð sveifla Stjörnunnar sem gerði loka mínúturnar æsispennandi. „Ég á eftir að skoða nokkra dóma sem mér fannst falla með Haukum. Handbolti er eins og lífið það koma erfið verkefni sem maður þarf að kljást við og geta farið eftir á í spegilinn og séð að maður gaf allt sitt í verkið sem mitt lið gerði svo sannarlega." Patrekur er afar ánægður með liðið á sínu fyrsta tímabili undir hans stjórn. „Nú reynir á menn í sumar. Það er oft þannig að menn ná árangri og tímabili síðar gerist ekkert, nú þurfa mínir menn að æfa meira, við munum styrkja okkur það er klárt mál einhverjir munu koma og fara," sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Haukar Stjarnan
Haukar voru með fimm marka forystu eftir fyrri leikinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildarinnar og kláruðu einvígið í kvöld en Stjörnumenn bitu frá sér og unnu leikinn 29-32. Stjörnumenn höfðu verk að vinna eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Haukum með 5 mörkum 23-28. Leikurinn byrjaði jafn og var svipaður taktur í liðunum til að byrja með, eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn 7-7. Stefán Rafn byrjaði leikinn af krafti og gerði 4 mörk á snörpum tíma í fyrri hálfleik en þurfti síðan að fara útaf vegna meiðsla og kom ekki meira við sögu. Það dróg til tíðinda þegar Haukarnir komust tveimur mörkum yfir 10-8. Patrekur hafði þá tekið leikhlé sem virðist virka fullkomlega. Stjarnan spilaði síðustu 13 mínútur leiksins óaðfinnanlega og undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðinn 10-15 Stjörnunni í vil sem þýddi að þeir voru búnir að vinna upp forskot Hauka frá fyrri leik liðana. Þessi kafli Hauka einkenndist af pirring og óþolinmæði. Það þorði enginn að taka á skarið sem Stjarnan nýtti sér og staðna 11-15 í hálfleik. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleik betur, þeir voru að skora mikið af auðveldum mörkum ásamt því að loka á Stjörnuna. Haukarnir jöfnuðu leikinn í 24-24 sem neyddi Patrek í að taka sitt annað leikhlé á skömmum tíma. Stjörnumenn bitu frá sér og fóru aftur í gírinn sem þeir voru í fyrri hálfleik. Þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-29 en að lokum gerðu Haukarnir það sem þurfti og minnkuðu forskot Stjörnunnar og endaði leikurinn 29-32. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði talsvert betur í þessum leik heldur en í þeim fyrri. Þeir spiluðu vel skipulagða vörn ásamt því að fá góða markvörslu framan af leik. Kafli Stjörnunnar í fyrri hálfleik þar sem þeir tóku öll völd á vellinum og gerðu 7 mörk í röð, þeir voru síðan óheppnir að fara ekki með fimm marka forskot inn í hálfleikinn en Heimir Óli skoraði mark í blálokinn. Undir lokinn virtist tankurinn vera tómur hjá Stjörnunni þar sem þeir þurftu að vinna leikinn með 5 mörkum eða meira og Haukarnir fóru því áfram í loka úrslitin. Hverjir stóðu upp úr? Tandri Már Konráðsson svaraði gagnrýnisröddum í kvöld með frábæri frammistöðu. Tandri var drifkraftur liðsins og gerði 10 mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti góðan leik í hægra horni Hauka. Brynjólfur gerði 6 mörk úr 7 skotum og var eitt af mörkum hans ansi huggulegur sirkus. Í fyrri hálfleik var Brynjar Darri Baldursson frábær hann varði vel og var stór partur af því hvers vegna Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Hvað gekk illa? Haukarnir virtust vera að fara á taugum í fyrri hálfleik. Þeir fóru að láta hina ýmsu hluti fara í taugarna á sér sem endurspeglaðist inn á vellinum, ásamt því voru þeir smeikir við að taka á skarið þegar Stjarnan spilaði þétta vörn á þá. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni og er ég sannfærður um að þeir muni byggja ofan á frambærilegt fyrsta tímabil undir stjórn Patrek Jóhannessonar. Haukar eru komnir í úrslitaeinvígið sem hefst á þriðjudag klukkan 19:30. Andstæðingur og hvar leikurinn fer fram kemur í ljós eftir leik Vals og ÍBV. Til að verða Íslandsmeistari þarf maður að fara í gegnum erfiða leiki Aron hlakkar til að mæta næsta andstæðingiVísir/Vilhelm „Við erum mjög ánægðir með að fara í úrslitin eftir erfiðan leik í kvöld. Við vorum ekki næginlega beittir í skotunum, Brynjar Darri dróg úr okkur tennurnar í fyrri hálfleik. Það hefur verið mikið um það í þessum tveimur leikjum hjá okkur að við erum mistækir sóknarlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Haukarnir jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik 24-24 en þá kom annar slæmur kafli hjá liðinu sem hleyppti Stjörnunni inn í leikinn á nýjan leik. „Við vorum miklir klaufar, fórum illa með færin okkar, gripum ekki boltann ásamt því að hreyfa okkur vitlaust varnarlega." Þrátt fyrir tap var Aron brattur komandi inn í úrslitaeinvígið sem hefst í næstu viku. „Við spiluðum ekki vel í þessum tveimur leikjum sem við þurfum að skerpa á fyrir úrslitareinvígið." „Hvort sem við mætum Val eða ÍBV þá verður það hörku einvígi, það er alltaf þannig að öll lið fara í gegnum mótlæti og til að verða meistari þarftu að fara í gegnum erfiða leiki," sagði Aron að lokum. Gott fyrir næsta tímabil að vita að við getum komið á Ásvelli og stýrt leikjum Patrekur vill að sínir menn æfi vel í sumarVísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar stoltur af liðinu þrátt fyrir að vera dottinn úr leik. „Að koma hingað á Ásvelli og vera betri aðilinn er frábært. Fyrri hálfleikurinn var með því betra sem ég hef séð frá þessu liði og er ég mjög ánægður með strákana og fólkið mitt," sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan átti frábæran kafla í fyrri hálfleik eftir að þeir lentu 9-8 undir og þá tók Patrekur leikhlé. „Leikplanið okkar var að spila aftar en við höfðum verið að gera. Við leyfðum þeim að skjóta sem við leystum vel og fengum auðveld mörk í kjölfarið." „Þó tímabilið sé búið þá er gott að vita það upp á framhaldið að við getum komið á Ásvelli og stýrt leikjum það er jákvætt." Haukarnir jöfnuðu leikinn í 24-24 þá tók við góð sveifla Stjörnunnar sem gerði loka mínúturnar æsispennandi. „Ég á eftir að skoða nokkra dóma sem mér fannst falla með Haukum. Handbolti er eins og lífið það koma erfið verkefni sem maður þarf að kljást við og geta farið eftir á í spegilinn og séð að maður gaf allt sitt í verkið sem mitt lið gerði svo sannarlega." Patrekur er afar ánægður með liðið á sínu fyrsta tímabili undir hans stjórn. „Nú reynir á menn í sumar. Það er oft þannig að menn ná árangri og tímabili síðar gerist ekkert, nú þurfa mínir menn að æfa meira, við munum styrkja okkur það er klárt mál einhverjir munu koma og fara," sagði Patrekur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik