Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 10:30 Teitur Örlygsson var mjög sáttur með fréttir gærkvöldsins eins og sjá má þegar hann mætti í Domino's Körfuboltakvöld eftir leikinn. S2 Sport Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu