Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-19 | Sterkur sigur Valskvenna Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2021 16:35 Haukar - Valur Olís deild kvenna vetur 2021 handbolti HSÍ / ljósm. Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Valur vann 25-19 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Valur er einum leik frá sæti í undanúrslitum. Valskonur hófu leik dagsins af miklum krafti og náðu snemma forystunni. Þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður sá Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, sig knúinn til að taka leikhlé er Valur náði fjögurra marka forystu, 8-4. Valur jók hins vegar á það forskot og varð munurinn mest sex mörk, 12-6, þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Lokakaflinn var hins vegar ekki góður hjá heimakonum. Þeim gekk bölvanlega að skora, Haukakonur gengu á lagið. Haukakonur skoruðu fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og var staðan því 13-11 fyrir Val í hléi. Valskonur bættu upp fyrir slakan enda á fyrri hálfleiknum með fínni frammistöðu í upphafi þess síðari. Staðan var orðin 17-12 eftir rúmar tólf mínútur í hálfleiknum, Val í vil. Haukum tókst að minnka muninn í 20-17 þegar um tíu mínútur voru eftir en nær komust Haukakonur ekki. Valur hélt forystunni til enda og vann leikinn að lokum með sex marka mun, 25-19. Af hverju vann Valur? Valskonur hófu leikinn af miklum krafti og náðu snemma góðri forystu. Þá forystu lét liðið aldrei af hendi þrátt fyrir áhlaup Hauka og sigurinn því verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Saga Sif Gísladóttir átti góðan leik í marki Vals, sem og vörn liðsins. Haukakonur voru gjarnan lengi í sókn gegn Valsvörninni sem stóð föst fyrir og þegar færin gáfust var Saga Sif öflug þar fyrir aftan. Thea Imani Sturludóttir var markahæst í Valsliðinu með átta mörk úr 15 tilraunum en Sara Odden skoraði sama fjölda úr 18 tilraunum fyrir Hauka. Hvað gekk illa? Haukakonur byrjuðu leikinn illa sem hafði mikil áhrif þegar uppi er staðið. Þeim gekk illa að nýta færin og voru nokkur góð sem fóru í súginn. Betri nýting í næsta leik gæti gefið okkur spennandi leik. Hvað gerist næst? Valur leiðir einvígið 1-0 og tveir sigrar duga til að komast í undanúrslit. Haukar þurfa því sigur til að halda einvíginu á lífi þegar liðin mætast að nýju að Ásvöllum á sunnudag. Ágúst: Má aldrei slaka á gegn Haukunum „Mér fannst við spila varnarleikinn virkilega vel og sama með markvörsluna, sem var fín. Við hefðum mátt keyra aðeins betur á þær, við gerðum það illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. En varnarleikur og að skila boltanum vel frá sér í sókn er stór ástæða fyrir sigrinum í dag.“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir sigur dagsins. Valskonur byrjuðu leikinn vel en áttu erfiðan kafla í lok fyrri hálfleiks þar sem Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk fyrir hlé, 13-11. „Það var smá óskynsemi í sóknarleiknum hjá okkur í lok fyrri hálfleiks og við hleypum þeim óþarflega nálægt okkur. En auðvitað erum við bara að spila á móti toppliði, Haukarnir eru vel mannað og skipulagt lið, þannig að það má aldrei slaka á gegn þeim.“ segir Ágúst. Liðin mætast að nýju á sunnudag að Ásvöllum og segir Ágúst um þann leik: „Nú snýst þetta bara um að safna orku og skoða aðeins hvað við getum bætt, og koma ferskar til leiks á sunnudag. Við erum ekkert endilega mikið að hugsa um hvort við erum einum leik frá næstu umferð eða ekki, við þurfum bara að ná góðri frammistöðu og undirbúa okkur vel fyrir sunnudaginn.“ Gunnar: Í tómu brasi með sóknarleikinn „Við byrjuðum leikinn mjög illa og lendum illa undir sem við náum síðan að laga fyrir hálfleikinn. Síðan erum við bara í tómu brasi með sóknarleikinn í seinni hálfleik, varnarleikur fínn og Annika fín í markinu, en okkur gekk illa að komast í færi og þegar við komumst í þau bara klikkuðum við, því miður.“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, og bætti við: „Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem fór með þetta, en við tökum ekki af Valsstelpunum að þær voru að spila hörkuvörn.“ Þriggja marka munur var á liðunum í fimm mínútur seint í leiknum þar sem Haukar hefðu getað gert alvöru atlögu. Hvað finnst Gunnari vanta upp á þar? „Við fáum alveg góð tækifæri, þegar það eru tíu mínútur eftir, í að minnka þetta enn frekar og erum þá að fá góð færi í sókninni. En ég er kannski smá hlutdrægur, en Valur er að fá tvisvar sinnum víti hérna í seinni hálfleik þar sem þær troða sér á milli leikmanna, við gerum það þrisvar og fáum bara aukakast. Mér fannst það ekki heldur alveg detta með okkur þar. En fyrst og fremst voru Valsstelpurnar bara betri í dag.“ sagði Gunnar. Olís-deild kvenna Valur Haukar
Valur vann 25-19 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Valur er einum leik frá sæti í undanúrslitum. Valskonur hófu leik dagsins af miklum krafti og náðu snemma forystunni. Þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður sá Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, sig knúinn til að taka leikhlé er Valur náði fjögurra marka forystu, 8-4. Valur jók hins vegar á það forskot og varð munurinn mest sex mörk, 12-6, þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Lokakaflinn var hins vegar ekki góður hjá heimakonum. Þeim gekk bölvanlega að skora, Haukakonur gengu á lagið. Haukakonur skoruðu fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og var staðan því 13-11 fyrir Val í hléi. Valskonur bættu upp fyrir slakan enda á fyrri hálfleiknum með fínni frammistöðu í upphafi þess síðari. Staðan var orðin 17-12 eftir rúmar tólf mínútur í hálfleiknum, Val í vil. Haukum tókst að minnka muninn í 20-17 þegar um tíu mínútur voru eftir en nær komust Haukakonur ekki. Valur hélt forystunni til enda og vann leikinn að lokum með sex marka mun, 25-19. Af hverju vann Valur? Valskonur hófu leikinn af miklum krafti og náðu snemma góðri forystu. Þá forystu lét liðið aldrei af hendi þrátt fyrir áhlaup Hauka og sigurinn því verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Saga Sif Gísladóttir átti góðan leik í marki Vals, sem og vörn liðsins. Haukakonur voru gjarnan lengi í sókn gegn Valsvörninni sem stóð föst fyrir og þegar færin gáfust var Saga Sif öflug þar fyrir aftan. Thea Imani Sturludóttir var markahæst í Valsliðinu með átta mörk úr 15 tilraunum en Sara Odden skoraði sama fjölda úr 18 tilraunum fyrir Hauka. Hvað gekk illa? Haukakonur byrjuðu leikinn illa sem hafði mikil áhrif þegar uppi er staðið. Þeim gekk illa að nýta færin og voru nokkur góð sem fóru í súginn. Betri nýting í næsta leik gæti gefið okkur spennandi leik. Hvað gerist næst? Valur leiðir einvígið 1-0 og tveir sigrar duga til að komast í undanúrslit. Haukar þurfa því sigur til að halda einvíginu á lífi þegar liðin mætast að nýju að Ásvöllum á sunnudag. Ágúst: Má aldrei slaka á gegn Haukunum „Mér fannst við spila varnarleikinn virkilega vel og sama með markvörsluna, sem var fín. Við hefðum mátt keyra aðeins betur á þær, við gerðum það illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. En varnarleikur og að skila boltanum vel frá sér í sókn er stór ástæða fyrir sigrinum í dag.“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir sigur dagsins. Valskonur byrjuðu leikinn vel en áttu erfiðan kafla í lok fyrri hálfleiks þar sem Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk fyrir hlé, 13-11. „Það var smá óskynsemi í sóknarleiknum hjá okkur í lok fyrri hálfleiks og við hleypum þeim óþarflega nálægt okkur. En auðvitað erum við bara að spila á móti toppliði, Haukarnir eru vel mannað og skipulagt lið, þannig að það má aldrei slaka á gegn þeim.“ segir Ágúst. Liðin mætast að nýju á sunnudag að Ásvöllum og segir Ágúst um þann leik: „Nú snýst þetta bara um að safna orku og skoða aðeins hvað við getum bætt, og koma ferskar til leiks á sunnudag. Við erum ekkert endilega mikið að hugsa um hvort við erum einum leik frá næstu umferð eða ekki, við þurfum bara að ná góðri frammistöðu og undirbúa okkur vel fyrir sunnudaginn.“ Gunnar: Í tómu brasi með sóknarleikinn „Við byrjuðum leikinn mjög illa og lendum illa undir sem við náum síðan að laga fyrir hálfleikinn. Síðan erum við bara í tómu brasi með sóknarleikinn í seinni hálfleik, varnarleikur fínn og Annika fín í markinu, en okkur gekk illa að komast í færi og þegar við komumst í þau bara klikkuðum við, því miður.“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, og bætti við: „Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem fór með þetta, en við tökum ekki af Valsstelpunum að þær voru að spila hörkuvörn.“ Þriggja marka munur var á liðunum í fimm mínútur seint í leiknum þar sem Haukar hefðu getað gert alvöru atlögu. Hvað finnst Gunnari vanta upp á þar? „Við fáum alveg góð tækifæri, þegar það eru tíu mínútur eftir, í að minnka þetta enn frekar og erum þá að fá góð færi í sókninni. En ég er kannski smá hlutdrægur, en Valur er að fá tvisvar sinnum víti hérna í seinni hálfleik þar sem þær troða sér á milli leikmanna, við gerum það þrisvar og fáum bara aukakast. Mér fannst það ekki heldur alveg detta með okkur þar. En fyrst og fremst voru Valsstelpurnar bara betri í dag.“ sagði Gunnar.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik