Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. apríl 2021 21:11 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira