Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - ÍR 28-25 | Heimamenn höfðu betur í botnslagnum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 17. mars 2021 20:31 Igor og félagar unnu lífs nauðsynlegan sigur í kvöld. vísir/hulda margrét Þór og ÍR mættust í sannkölluðum botnslag í kvöld en bæði lið eru í fallsæti og nokkuð langt í öruggt sæti í deildinni. ÍR hafði ekki unnið leik á tímabilinu og varð niðurstaðan sú sama og úr öðrum leikjum á þessu tímabili. Þór vann eftir jafnan og spennandi leik, 28-25. Leikur fór vel af stað, varð hraður og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Liðin skiptust á að skora og það var ekki fyrr en á 12. mínútu að Þór náði tveggja marka forystu 8-6. Á 15 mínútu í stöðunni 9-7 kom 7. mínútna kafli þar sem hvorugt liðið náði að skora mark. Sóknarleikur hjá báðum liðum var þá tilviljunarkenndur og þessi kafli einkenndist af töpuðum boltum og misheppnuðum skotum. Gunnar Valdimar náði svo að skera á þennan hnút á 22. mínútu þegar hann skoraði úr víti fyrir ÍR. Allt var í járnum fram að hálfleik og hálfleikstölur 14-14. Seinni hálfleikurinn bauð upp á sömu spennu og í þeim fyrri. Jafnt var á nánast á öllum tölum fram á 50. mínútu þegar Þór náði í fyrsta skipti þriggja marka forystu og hélt í hana raun fram til enda. ÍR gerði hvað þeir gátu til að minnka muninn en það dugði ekki til. Þór hampaði að lokum sigri og fjórtánda tap ÍR á tímabilinu staðreynd. Afhverju vann Þór? Leikurinn var í járnum nánast allan tímann. Bæði lið ætluðu sér sigur og lögðu allt í sölurnar. Margt mjög jákvætt í leik beggja liða, mikið skorað og hraður leikur. Það varð að lokum Jovan markmaður Þórs sem var hetja leiksins. Hann tók mjög mikilvæga bolta fyrir Þór í lokinn en hann varði sex bolta á síðustu tíu mínútum og 19 bolta í heildina. Það munar um minna í svona jöfnum leik. Hverjar stóðu upp úr? Áðurnefndur Jovan var frábær í leiknum með 19 bolta. Gísli Jörgen fann sig vel en hann skoraði 9 mörk og Ihor í horni Þórs var með sjö mörk. Gunnar Valdimar var flottur í liði ÍR en skoraði 8 mörk og var líflegur í sóknarleiknum. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk illa hjá Þór að stoppa hröðu sóknirnar hjá ÍR en þeir fundu lausnir á því í seinni hálfleik. ÍR-ingar hættu að horfa á markið undir lok leiks og virtist stressið aðeins fara með þeirra leik í lokinn. Hvað gerist næst? Bæði liðin fá erfið verkefni í næstu umferð en Þór heimsækir ÍBV. ÍR heldur áfram að leita að sínum fyrsta sigri og fá Fram í heimsókn í Austurbergið. Kristinn Björgúlfsson: Fínn leikur en skilar engu „Þetta var fínn leikur hjá okkur en skilar því miður engu,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR eftir tap á móti Þór á Akureyri í kvöld. „Við erum að spila fínan leik í dag. Þetta var hörkuleikur. Þórsarar voru sömuleiðis góðir og úr varð spennu leikur og því miður fyrir okkur féll hann bara vitlausu meginn í dag.“ Leikurinn var jafn framan af og það var ekki fyrr en á 50. mínútu leiksins að Þór náði yfirhöndinni. „Við erum í baráttu en lendum síðan undir í henni og töpum leiknum.“ ÍR-ingar fundu línuna vel í dag. „Við vissum það að við gætum spilað hann frían inn á línunni. Leikplanið gekk alveg upp hjá okkur í dag en Jovan var til dæmis að verja mjög vel í marki Þórs.“ ÍR keyrði á Þór í fyrri hálfleik. Plan sem gekk fínt upp og mörg mörk komu upp úr hröðum sóknum. Þeir náðu því ekki upp í seinni hálfleik. „Það er spurning hvort þeir hafi fundið svörin við hröðu sóknunum eða að við byrjuðum að klikka. Það er bara spurning hvernig þú vilt líta á það. Þetta hefði geta dottið okkar meginn í dag en því miður gerist það ekki.“ ÍR fær Fram í heimsókn í næsta leik. „Eins og í öllum öðrum leikjum þá stefnum við á sigur.“ Gísli Jörgen: Ég er að fá traustið frá Þórsurum Gísli var að vonum ánægður með sigur sinna manna á ÍR í dag en hann átti sinn skilding í því þar sem hann skoraði 9 mörk og var stöðugt ógnandi í sóknarleik Þórsara. „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur hjá okkur. Þetta var geggjað.“ Þegar hann var spurður út í hvað hefði gengið upp í leik liðsins stóð ekki á svörum. „Ég er eiginlega ekki rétti maðurinn til að svara þessum spurningum. Ég verð bara að segja alveg eins,“ sagði Gísli léttur. „Við héldum áfram og lékum okkar leik hér í dag. Þegar þeir urðu svo þreyttir þá náðu við að keyra betur á þá. Góður sigur hjá okkur.Við ætlum að halda okkur upp og þetta er bara góð byrjun á því.“ Gísli stóð sig eins og áður sagði mjög vel í leiknum í dag en hann er á láni hjá Þór frá FH. „Ég fann mig vel í dag. Ég er að fá traustið frá Þórsurum og er að reyna að nýta það. Það er fínt að koma til Þór, góður andi og stemming. Svo er líka bara svo gaman að spila handbolta. Þór heimsækir Vestmanneyjar í næsta leik. „Við ætlum okkur eins og í öðrum leikjum að vinna þann leik.“ Þór Akureyri ÍR Olís-deild karla
Þór og ÍR mættust í sannkölluðum botnslag í kvöld en bæði lið eru í fallsæti og nokkuð langt í öruggt sæti í deildinni. ÍR hafði ekki unnið leik á tímabilinu og varð niðurstaðan sú sama og úr öðrum leikjum á þessu tímabili. Þór vann eftir jafnan og spennandi leik, 28-25. Leikur fór vel af stað, varð hraður og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Liðin skiptust á að skora og það var ekki fyrr en á 12. mínútu að Þór náði tveggja marka forystu 8-6. Á 15 mínútu í stöðunni 9-7 kom 7. mínútna kafli þar sem hvorugt liðið náði að skora mark. Sóknarleikur hjá báðum liðum var þá tilviljunarkenndur og þessi kafli einkenndist af töpuðum boltum og misheppnuðum skotum. Gunnar Valdimar náði svo að skera á þennan hnút á 22. mínútu þegar hann skoraði úr víti fyrir ÍR. Allt var í járnum fram að hálfleik og hálfleikstölur 14-14. Seinni hálfleikurinn bauð upp á sömu spennu og í þeim fyrri. Jafnt var á nánast á öllum tölum fram á 50. mínútu þegar Þór náði í fyrsta skipti þriggja marka forystu og hélt í hana raun fram til enda. ÍR gerði hvað þeir gátu til að minnka muninn en það dugði ekki til. Þór hampaði að lokum sigri og fjórtánda tap ÍR á tímabilinu staðreynd. Afhverju vann Þór? Leikurinn var í járnum nánast allan tímann. Bæði lið ætluðu sér sigur og lögðu allt í sölurnar. Margt mjög jákvætt í leik beggja liða, mikið skorað og hraður leikur. Það varð að lokum Jovan markmaður Þórs sem var hetja leiksins. Hann tók mjög mikilvæga bolta fyrir Þór í lokinn en hann varði sex bolta á síðustu tíu mínútum og 19 bolta í heildina. Það munar um minna í svona jöfnum leik. Hverjar stóðu upp úr? Áðurnefndur Jovan var frábær í leiknum með 19 bolta. Gísli Jörgen fann sig vel en hann skoraði 9 mörk og Ihor í horni Þórs var með sjö mörk. Gunnar Valdimar var flottur í liði ÍR en skoraði 8 mörk og var líflegur í sóknarleiknum. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk illa hjá Þór að stoppa hröðu sóknirnar hjá ÍR en þeir fundu lausnir á því í seinni hálfleik. ÍR-ingar hættu að horfa á markið undir lok leiks og virtist stressið aðeins fara með þeirra leik í lokinn. Hvað gerist næst? Bæði liðin fá erfið verkefni í næstu umferð en Þór heimsækir ÍBV. ÍR heldur áfram að leita að sínum fyrsta sigri og fá Fram í heimsókn í Austurbergið. Kristinn Björgúlfsson: Fínn leikur en skilar engu „Þetta var fínn leikur hjá okkur en skilar því miður engu,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR eftir tap á móti Þór á Akureyri í kvöld. „Við erum að spila fínan leik í dag. Þetta var hörkuleikur. Þórsarar voru sömuleiðis góðir og úr varð spennu leikur og því miður fyrir okkur féll hann bara vitlausu meginn í dag.“ Leikurinn var jafn framan af og það var ekki fyrr en á 50. mínútu leiksins að Þór náði yfirhöndinni. „Við erum í baráttu en lendum síðan undir í henni og töpum leiknum.“ ÍR-ingar fundu línuna vel í dag. „Við vissum það að við gætum spilað hann frían inn á línunni. Leikplanið gekk alveg upp hjá okkur í dag en Jovan var til dæmis að verja mjög vel í marki Þórs.“ ÍR keyrði á Þór í fyrri hálfleik. Plan sem gekk fínt upp og mörg mörk komu upp úr hröðum sóknum. Þeir náðu því ekki upp í seinni hálfleik. „Það er spurning hvort þeir hafi fundið svörin við hröðu sóknunum eða að við byrjuðum að klikka. Það er bara spurning hvernig þú vilt líta á það. Þetta hefði geta dottið okkar meginn í dag en því miður gerist það ekki.“ ÍR fær Fram í heimsókn í næsta leik. „Eins og í öllum öðrum leikjum þá stefnum við á sigur.“ Gísli Jörgen: Ég er að fá traustið frá Þórsurum Gísli var að vonum ánægður með sigur sinna manna á ÍR í dag en hann átti sinn skilding í því þar sem hann skoraði 9 mörk og var stöðugt ógnandi í sóknarleik Þórsara. „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur hjá okkur. Þetta var geggjað.“ Þegar hann var spurður út í hvað hefði gengið upp í leik liðsins stóð ekki á svörum. „Ég er eiginlega ekki rétti maðurinn til að svara þessum spurningum. Ég verð bara að segja alveg eins,“ sagði Gísli léttur. „Við héldum áfram og lékum okkar leik hér í dag. Þegar þeir urðu svo þreyttir þá náðu við að keyra betur á þá. Góður sigur hjá okkur.Við ætlum að halda okkur upp og þetta er bara góð byrjun á því.“ Gísli stóð sig eins og áður sagði mjög vel í leiknum í dag en hann er á láni hjá Þór frá FH. „Ég fann mig vel í dag. Ég er að fá traustið frá Þórsurum og er að reyna að nýta það. Það er fínt að koma til Þór, góður andi og stemming. Svo er líka bara svo gaman að spila handbolta. Þór heimsækir Vestmanneyjar í næsta leik. „Við ætlum okkur eins og í öðrum leikjum að vinna þann leik.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik