Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 22-30 | Valsmenn keyrðu yfir ÍR Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. mars 2021 23:15 vísir/vilhelm Botnlið ÍR tók á móti Val í 13. umferð Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 22-30. Bæði lið mættu af miklum krafti í þennan leik. ÍR-ingar sem sitja á botni deildarinnar með 0 stig orðnir þyrstir í sigur og Valsmenn búnir að vera sjóðandi heitir í síðustu leikjum. Jafnræði var með liðum fyrsta stundarfjórðung leiksins. Þá fóru Valsmenn að gefa í og við tók leikur kattarins að músinni. ÍR-ingar sem höfðu mætt ákveðnir til leiks misstu öll tök á leiknum og var staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 9-17. Það hefði þurft kraftaverk til að koma ÍR aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Áfram héldu Valsmenn að gefa í en voru rólegri heldur en í fyrri hálfleik. Valsmenn héldu 9-10 marka forystu bróðurpart seinni hálfleiks og unnu leikinn með 8 mörkum, 22-30. Afhverju unnu Valur? Það er vissulega hægt að skrifa sigurinn að hluta til á gæðamun liðanna. Valsmenn með gríðarlega sterka leikmenn í sínum herbúðum og eftir að markvarslan fór að hrökkva í gang hjá þeim gætu þeir orðið óstöðvandi. Einnig voru þeir einfaldlega miklu ákveðnari í þessum leik. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Gunnar Valdimar Johnsen sem bar sóknarleik ÍR-inga á herðum sér. Hann var með 7 mörk í þessum leik. Ólafur Rafn Gíslasson var fínn í markinu í fyrri hálfleik. Hjá Valsmönnum var Vignir Stefánsson með 6 mörk. Anton Rúnarsson og Róbert Aron Hostert voru með 5 mörk hvor. Martin Nagy stóð í markinu bróðurpart leiksins og var með 7 bolta varða, 33% markvörslu. Einnig kom Einar Baldvin Baldvinsson sterkur inn og var með 6 bolta varða, 35% markvörslu. Hvað gekk illa? Leikur ÍR í þessar 45 mínútur gekk illa. Markvarslan féll niður og sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Mikið af boltum sem enduðu framhjá og illa farið með færi. Hvað gerist næst? Nú tekur við smá landsleikjapása í Olís-deild karla og hafa liðin því tækifæri á fara yfir sín mál. ÍR-ingar ferðast norður yfir heiðar og sækja Þór Ak. heim. Leikurinn fer fram 17. mars kl 19.00. Valur tekur á móti ÍBV einnig 17. mars og er leikurinn kl 18.00. Snorri Steinn: Þetta var öruggur sigur og svona nokkuð þægilegur Snorri Steinn þjálfari Vals. Vísir/Daniel ,,Þetta var öruggur sigur og svona nokkuð þægilegur. Við vorum góðir í fyrri hálfleik, við náðum góðu forskoti. ÍR-ingarnir voru sprækir og við áttum alveg von á því. Þeir eru stigalausir en í síðustu leikjum hafa þeir valdið liðum smá ursla þannig ég var alls ekki öruggur með okkur fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sáttur eftir sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn gáfu þá í og eftir það var ekki aftur snúið. Eins og fyrr segir var Snorri ánægður með fyrri hálfleik sinna manna en ekki jafn sáttur með þann seinni. ,,Mér fannst vanta aðeins. Við rúlluðum auðvitað liðinu og breyttum þessu aðeins. Ég var kannski að spila þetta eftir klukkunni líka og reyna að láta sem flesta fá mínútur. Það var eitt og annað sem ég var ekki ánægður með og hefði viljað vinna seinni hálfleikinn eins og ég gerði með fyrri.“ Valsmenn hafa verið á ágætis siglingu í síðustu leikjum eftir að hafa byrjað heldur flatir eftir Covid-pásuna. ,,Það kemur önnur törn og fullt af leikjum. Það er nóg eftir af þessu móti. Menn geta andað aðeins núna en við mætum svo stinnir eftir helgi og það verður þétt vika hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Kristinn Björgúlfsson: Af því ég er lifandi á hliðarlínunni þá fæ ég strax gult spjald Kristinn þjálfari ÍRVísir/Vilhelm ,,Þetta var erfiður kafli í fyrri hálfleik þar sem þetta fer úr 8-7 í 14-7 eða eitthvað svoleiðis. Þar sem við klikkum og þeir skora,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR eftir tapið á móti Val í Olís deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins. Það var ekki fyrr en þegar um stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik sem þetta breyttist í leik kattarins að músinni. Valsmenn gjörsamlega keyrðu fram úr. ,,Vandamálið liggur hinumegin á vellinum, þar sem Einar stelur þremur í röð, svo klikkum við á tveimur og þeir keyra upp og skora. Það er smá gæðamunur þarna.“ ,,Við lögðum upp með að halda okkar prógrammi gangandi og þegar við spilum boltanum almennilega erum við fínir. En þegar við ætlum að gera eitthvað sem við kunnum ekki þá verður þetta erfitt.“ Kristinn var ekki parhrifinn af dómgæslu kvöldins en bræðurnir Ægir Örn og Sigurgeir voru með flauturnar í kvöld. ,,Þeir eru bara lélegir. Þeir eru að reyna sitt besta en við erum neðstir í deildinni þá held ég að þeir séu frekar neðarlega á listanum. Af því ég er lifandi á hliðarlínunni þá fæ ég strax gult spjald. En Snorri og Óskar Bjarni eru alltaf að spjalla við þá, þá gengur það upp.“ En hann var hinsvegar mjög sáttur með að áhorfendur eru leyfðir aftur. ,,Það er æðislega gaman að hafa áhorfendur. Þeir voru frábærir í dag. Ótrúlega mikið af fólki sem kemur og frábær stuðningsveit sem við erum með. Það var hrikalega gott að sjá svona mikið af fólki og við erum þakklátir fyrir það.“ Olís-deild karla ÍR Valur
Botnlið ÍR tók á móti Val í 13. umferð Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 22-30. Bæði lið mættu af miklum krafti í þennan leik. ÍR-ingar sem sitja á botni deildarinnar með 0 stig orðnir þyrstir í sigur og Valsmenn búnir að vera sjóðandi heitir í síðustu leikjum. Jafnræði var með liðum fyrsta stundarfjórðung leiksins. Þá fóru Valsmenn að gefa í og við tók leikur kattarins að músinni. ÍR-ingar sem höfðu mætt ákveðnir til leiks misstu öll tök á leiknum og var staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 9-17. Það hefði þurft kraftaverk til að koma ÍR aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Áfram héldu Valsmenn að gefa í en voru rólegri heldur en í fyrri hálfleik. Valsmenn héldu 9-10 marka forystu bróðurpart seinni hálfleiks og unnu leikinn með 8 mörkum, 22-30. Afhverju unnu Valur? Það er vissulega hægt að skrifa sigurinn að hluta til á gæðamun liðanna. Valsmenn með gríðarlega sterka leikmenn í sínum herbúðum og eftir að markvarslan fór að hrökkva í gang hjá þeim gætu þeir orðið óstöðvandi. Einnig voru þeir einfaldlega miklu ákveðnari í þessum leik. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Gunnar Valdimar Johnsen sem bar sóknarleik ÍR-inga á herðum sér. Hann var með 7 mörk í þessum leik. Ólafur Rafn Gíslasson var fínn í markinu í fyrri hálfleik. Hjá Valsmönnum var Vignir Stefánsson með 6 mörk. Anton Rúnarsson og Róbert Aron Hostert voru með 5 mörk hvor. Martin Nagy stóð í markinu bróðurpart leiksins og var með 7 bolta varða, 33% markvörslu. Einnig kom Einar Baldvin Baldvinsson sterkur inn og var með 6 bolta varða, 35% markvörslu. Hvað gekk illa? Leikur ÍR í þessar 45 mínútur gekk illa. Markvarslan féll niður og sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska. Mikið af boltum sem enduðu framhjá og illa farið með færi. Hvað gerist næst? Nú tekur við smá landsleikjapása í Olís-deild karla og hafa liðin því tækifæri á fara yfir sín mál. ÍR-ingar ferðast norður yfir heiðar og sækja Þór Ak. heim. Leikurinn fer fram 17. mars kl 19.00. Valur tekur á móti ÍBV einnig 17. mars og er leikurinn kl 18.00. Snorri Steinn: Þetta var öruggur sigur og svona nokkuð þægilegur Snorri Steinn þjálfari Vals. Vísir/Daniel ,,Þetta var öruggur sigur og svona nokkuð þægilegur. Við vorum góðir í fyrri hálfleik, við náðum góðu forskoti. ÍR-ingarnir voru sprækir og við áttum alveg von á því. Þeir eru stigalausir en í síðustu leikjum hafa þeir valdið liðum smá ursla þannig ég var alls ekki öruggur með okkur fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sáttur eftir sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn gáfu þá í og eftir það var ekki aftur snúið. Eins og fyrr segir var Snorri ánægður með fyrri hálfleik sinna manna en ekki jafn sáttur með þann seinni. ,,Mér fannst vanta aðeins. Við rúlluðum auðvitað liðinu og breyttum þessu aðeins. Ég var kannski að spila þetta eftir klukkunni líka og reyna að láta sem flesta fá mínútur. Það var eitt og annað sem ég var ekki ánægður með og hefði viljað vinna seinni hálfleikinn eins og ég gerði með fyrri.“ Valsmenn hafa verið á ágætis siglingu í síðustu leikjum eftir að hafa byrjað heldur flatir eftir Covid-pásuna. ,,Það kemur önnur törn og fullt af leikjum. Það er nóg eftir af þessu móti. Menn geta andað aðeins núna en við mætum svo stinnir eftir helgi og það verður þétt vika hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Kristinn Björgúlfsson: Af því ég er lifandi á hliðarlínunni þá fæ ég strax gult spjald Kristinn þjálfari ÍRVísir/Vilhelm ,,Þetta var erfiður kafli í fyrri hálfleik þar sem þetta fer úr 8-7 í 14-7 eða eitthvað svoleiðis. Þar sem við klikkum og þeir skora,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR eftir tapið á móti Val í Olís deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins. Það var ekki fyrr en þegar um stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik sem þetta breyttist í leik kattarins að músinni. Valsmenn gjörsamlega keyrðu fram úr. ,,Vandamálið liggur hinumegin á vellinum, þar sem Einar stelur þremur í röð, svo klikkum við á tveimur og þeir keyra upp og skora. Það er smá gæðamunur þarna.“ ,,Við lögðum upp með að halda okkar prógrammi gangandi og þegar við spilum boltanum almennilega erum við fínir. En þegar við ætlum að gera eitthvað sem við kunnum ekki þá verður þetta erfitt.“ Kristinn var ekki parhrifinn af dómgæslu kvöldins en bræðurnir Ægir Örn og Sigurgeir voru með flauturnar í kvöld. ,,Þeir eru bara lélegir. Þeir eru að reyna sitt besta en við erum neðstir í deildinni þá held ég að þeir séu frekar neðarlega á listanum. Af því ég er lifandi á hliðarlínunni þá fæ ég strax gult spjald. En Snorri og Óskar Bjarni eru alltaf að spjalla við þá, þá gengur það upp.“ En hann var hinsvegar mjög sáttur með að áhorfendur eru leyfðir aftur. ,,Það er æðislega gaman að hafa áhorfendur. Þeir voru frábærir í dag. Ótrúlega mikið af fólki sem kemur og frábær stuðningsveit sem við erum með. Það var hrikalega gott að sjá svona mikið af fólki og við erum þakklátir fyrir það.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik